Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 25 Dæmi um notkun á SBAR: Hringt í lækni vegna sjúklings Staðan Sæl, þetta er Guðrún hjúkrunarfræðingur á C8. Ég hringi vegna Önnu sem er 80 ára. Það ber á rugli hjá henni, hún er lystarlítil og hefur lítið drukkið í dag. Bakgrunnur Anna lagðist inn fyrir viku síðan vegna byltu og handleggsbrots. Hún hefur sögu um sykursýki týpu II, háþrýsting og þunglyndi. Athuganir Anna er með 38,5˚C , blóðþrýstingur er 130/85, púls er reglulegur 86 slög á mínútu, öndun er 20/ andardrættir á mínútu, súrefnismettunin er 94% og blóðsykur er 6,5 mmól/l. Anna hóstar talsvert og þvagið lyktar illa. Ráðleggingar Ég tel rétt að senda þvag í ræktun og láta taka lungnamynd af Önnu. Ert þú sammála því? Getur þú komið og skoðað hana innan klukkustundar? um er að ræða skýrslugjöf við vaktaskipti á sá sem gefur skýrsluna að segja hvað hann telji að þurfi að gera sérstaklega fyrir sjúklinginn á næstu vakt. Hér fyrir ofan er dæmi um SBAR upp­ lýsinga gjöf frá hjúkrunarfræðingi til læknis. Framkvæmdastjórn Landspítala ákvað árið 2012 að nota ætti SBAR á spítalanum þegar upp lýsingum um sjúklinga væri miðlað. Samskipta kerfið hefur nú verið kynnt á öllum sviðum og hafa vasa­ spjöld verið hönnuð þar sem SBAR hefur verið lagað að mis munandi starf­ semi. Á skurð­ og lyflækninga sviðum er til dæmis kvarði sem hjálpar til við að meta hversu alvarlega veikur sjúklingur er (SBS­kvarðinn) en á geðsviðinu eru minnispunktar um geðskoðun. Rannsóknir sýna að notkun á SBAR bætir upplýsingagjöf. Einnig benda rannsóknir til að sá tími, sem fer í skýrslugjöf, styttist þegar SBAR er notað og að heilbrigðisstarfsmenn séu öruggari og ánægðari með þær upplýsingar sem þeim fara á milli. Nokkrar nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt að notkun á SBAR fækkar alvarlegum atvikum og bætir samskipti milli faghópa. Eygló Ingadóttir er hjúkrunarfræðingur MS og verkefnastjóri á vísinda­ og þróunarsviði á Landspítala. Heimildir Haig, K.M., Sutton, S., og Whittington, J. (2006). SBAR: A shared mental model for improving communication between clinicians. Journal on Quality and Patient Safety, 32 (3), 167­175. Pope, B.B., Rodzen, L., og Spross, G. (2008). Raising the SBAR: How better communication improves patient outcomes. Nursing, 38 (3), 41­43. Doi: 10.1097/01. NURSE.0000312625.74434.e8. Randmaa, M., Mårtensson, G., Leo Swenne, C., og Engström, M. (2014). SBAR improves communication and safety climate and decreases incident reports due to communication errors in an anaesthetic clinic: A prospective intervention study. BMJ Open 4 (1). Doi: 10.1136/bmjopen­2013­004268. De Meester, K., Verspuy, M., Monsieurs K.G., og Van Bogaert, P. (2013). SBAR improves nurse­physician communication and reduces unexpected death: A pre and post intervention study. Resuscitation, 84 (9), 1192­1196. Doi: 10.1016/j.resuscitation.2013.03.016.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.