Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 25 Dæmi um notkun á SBAR: Hringt í lækni vegna sjúklings Staðan Sæl, þetta er Guðrún hjúkrunarfræðingur á C8. Ég hringi vegna Önnu sem er 80 ára. Það ber á rugli hjá henni, hún er lystarlítil og hefur lítið drukkið í dag. Bakgrunnur Anna lagðist inn fyrir viku síðan vegna byltu og handleggsbrots. Hún hefur sögu um sykursýki týpu II, háþrýsting og þunglyndi. Athuganir Anna er með 38,5˚C , blóðþrýstingur er 130/85, púls er reglulegur 86 slög á mínútu, öndun er 20/ andardrættir á mínútu, súrefnismettunin er 94% og blóðsykur er 6,5 mmól/l. Anna hóstar talsvert og þvagið lyktar illa. Ráðleggingar Ég tel rétt að senda þvag í ræktun og láta taka lungnamynd af Önnu. Ert þú sammála því? Getur þú komið og skoðað hana innan klukkustundar? um er að ræða skýrslugjöf við vaktaskipti á sá sem gefur skýrsluna að segja hvað hann telji að þurfi að gera sérstaklega fyrir sjúklinginn á næstu vakt. Hér fyrir ofan er dæmi um SBAR upp­ lýsinga gjöf frá hjúkrunarfræðingi til læknis. Framkvæmdastjórn Landspítala ákvað árið 2012 að nota ætti SBAR á spítalanum þegar upp lýsingum um sjúklinga væri miðlað. Samskipta kerfið hefur nú verið kynnt á öllum sviðum og hafa vasa­ spjöld verið hönnuð þar sem SBAR hefur verið lagað að mis munandi starf­ semi. Á skurð­ og lyflækninga sviðum er til dæmis kvarði sem hjálpar til við að meta hversu alvarlega veikur sjúklingur er (SBS­kvarðinn) en á geðsviðinu eru minnispunktar um geðskoðun. Rannsóknir sýna að notkun á SBAR bætir upplýsingagjöf. Einnig benda rannsóknir til að sá tími, sem fer í skýrslugjöf, styttist þegar SBAR er notað og að heilbrigðisstarfsmenn séu öruggari og ánægðari með þær upplýsingar sem þeim fara á milli. Nokkrar nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt að notkun á SBAR fækkar alvarlegum atvikum og bætir samskipti milli faghópa. Eygló Ingadóttir er hjúkrunarfræðingur MS og verkefnastjóri á vísinda­ og þróunarsviði á Landspítala. Heimildir Haig, K.M., Sutton, S., og Whittington, J. (2006). SBAR: A shared mental model for improving communication between clinicians. Journal on Quality and Patient Safety, 32 (3), 167­175. Pope, B.B., Rodzen, L., og Spross, G. (2008). Raising the SBAR: How better communication improves patient outcomes. Nursing, 38 (3), 41­43. Doi: 10.1097/01. NURSE.0000312625.74434.e8. Randmaa, M., Mårtensson, G., Leo Swenne, C., og Engström, M. (2014). SBAR improves communication and safety climate and decreases incident reports due to communication errors in an anaesthetic clinic: A prospective intervention study. BMJ Open 4 (1). Doi: 10.1136/bmjopen­2013­004268. De Meester, K., Verspuy, M., Monsieurs K.G., og Van Bogaert, P. (2013). SBAR improves nurse­physician communication and reduces unexpected death: A pre and post intervention study. Resuscitation, 84 (9), 1192­1196. Doi: 10.1016/j.resuscitation.2013.03.016.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.