Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 35
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 31 Þóra Jenný Gunnarsdóttir, thoraj@hi.is Mary Jo Kreitzer er einn af stofnendum og núverandi stjórnandi Center for Sprituality and Healing (CSH) við Háskólann í Minnesota. Hún hefur heimsótt Ísland þrisvar og haldið opinbert erindi þar sem hún kynnti CSH og hugmyndir sínar um viðbótarmeðferð. Mary Koithan er dósent við Háskólann í Arizona. Ritstjórunum finnst þörf á að minna á heildræna samþætta hjúkrun í nútímaheilbrigðisþjónustu og er þetta ágæt tilraun til að útfæra hugmyndir um heildræna þjónustu með nýjum hætti út frá sjónarhóli hjúkrunar. Þær telja mikilvægt að horfa á einstaklinginn og tengsl hans við sína nánustu, umhverfi sitt og sjálfan sig. Vellíðan er ekki bara góð heilsa heldur samspil margra þátta. Í upphafskafla bókarinnar setur Mary Koithan fram sex meginatriði sem einkenna heildræna samþætta hjúkrun. Þau eru: Manneskjan er heildræn vera og ekki aðskilin frá umhverfi sínu. Manneskjan hefur innri þörf fyrir heilbrigði og vellíðan. Náttúran getur haft endurnærandi áhrif og stuðlað þannig að heilbrigði og vellíðan. Heildræn hjúkrun snýst um manneskjur og byggist á samskiptum. Heildræn hjúkrun byggist á gagnreyndri þekkingu og notar þær aðferðir sem efla heilbrigði eftir því hver þörfin er og hvernig aðstæður eru hverju sinni. Heildræn hjúkrun leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan bæði hjá þeim sem hana þiggur og þeim sem þá þjónustu veitir. Höfundar bókarkaflanna fjörutíu og tveggja koma víðs vegar að þótt flestir séu frá Bandaríkjunum. Þetta eru bæði ungir og rosknir hjúkrunarfræðingar frá ólíkum sviðum innan hjúkrunar, bæði frá háskólum og frá sjúkrastofnunum. Bókin skiptist í sex hluta. Í fyrstu tveim hlutunum er nánar fjallað um hvað einkennir samþætta heildræna hjúkrun og lögð áhersla á hvernig hjúkrunarfræðingar geta hlúð að sjálfum sér, umhverfi sínu og umhverfi sjúklinga. Tekin eru dæmi um útfærslu þessara atriða innan heilbrigðisstofnana og í umhverfi hjúkrunar, til dæmis í heilsu­ þjálfun (e. health coaching), næringu, hreyfingu og lífsstíl. Í næstu þrem hlutum bókarinnar er farið nánar í hvernig hægt er að hagnýta samþætta heildræna hjúkrun við að draga úr einkennum. Þar er að finna kafla sem fjalla sérstaklega um einkenni eins og kvíða, streitu, ógleði, þunglyndi, þreytu, verki og svefnerfiðleika. Í köflunum eru góðar skýringartöflur sem sýna hvernig hægt er að beita þessari hjúkrun til að draga úr þessum einkennum og tekin klínísk dæmi. Sem dæmi má taka kaflann um svefnerfiðleika en þar er farið í mikilvægi þess að hlusta vel á sjúkrasögu sjúklingsins og leggja mat á hvaða þættir hafa áhrif á svefn. Sett er fram í töflu hvaða þætti svefnvandamála er hægt að hafa áhrif á, fyrst með einföldum hætti og síðan smám saman farið í flóknari meðferðartegundir. Einnig er að finna kafla um hvernig heildræn samþætt hjúkrun endurspeglast við tilteknar aðstæður, svo sem líknarhjúkrun, geðhjúkrun, öldunarhjúkrun og samfélagshjúkrun og hvernig má þróa hana á ákveðnum menntunarstigum hjúkrunarfræðinga. Í lok bókarinnar eru kaflar skrifaðir af hjúkrunarfræðingum frá sex löndum þar sem þeir lýsa því hvernig samþætt heildræn hjúkrun er veitt í þeirra landi og hvernig hana má þróa frekar. Þessi lönd eru Þýskaland, Tyrkland, Bretland, Írland, Ísland og Svíþjóð. Bókin hefur fengið afar góðar viðtökur í Bandaríkjunum og í Evrópu. Talsverður áhugi er á því að koma skilaboðum hennar frekar á framfæri og rýna enn betur í hvað felst í heildrænni samþættri hjúkrun. Því var ákveðið að halda ráðstefnu og er það heiður fyrir Ísland að fá að vera gestgjafi þessarar vonandi bara fyrstu ráðstefnu um þetta efni. Margir útdrættir hafa verið sendir inn og koma þeir víðs vegar að og því óhætt að segja að ráðstefnan verði alþjóðleg. Á ráðstefnunni verða um 70 erindi, veggspjöld og vinnusmiðjur auk þriggja gestafyrirlesara. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu 18.­20. maí 2015. BÓKARKYNNING HEILDRÆN SAMÞÆTT HJÚKRUN Í byrjun árs 2014 kom út bók um heildræna samþætta hjúkrun sem ber heitið Integrative Nursing. Bókinni er ritstýrt af tveimur bandarískum hjúkrunar­ fræðingum, Mary Jo Kreitzer og Mary Koithan. Í henni eru fjörtíu og tveir kaflar sem allir varpa ljósi með einum eða öðrum hætti á heildræna samþætta hjúkrun. Integrative Nursing. Ritstjórar: Mary Jo Kreitzer og Mary Koithan. Útgefandi: Oxford University Press 2014. ISBN: 978­0­19­986073­9. Bókin er 575 bls.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.