Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 56
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201552 Umræður milli unglinga og foreldra um kynheilbrigðismál Niðurstöður bentu til þess að umræður um kynlíf milli nemenda og foreldra þeirra á þeim tveimur mánuðum, sem liðu milli fyrirlagna, hefðu aukist. Skoðað var hversu oft unglingurinn hefði á síðustu fjórum vikum rætt við annað hvort foreldri (forráðamann) um kynlíf. Hlutfall þeirra sem höfðu einu sinni eða oftar rætt við foreldra var 23% í fyrri könnun en hafði aukist í 37% í þeirri seinni en það er aukning um 24%. Það voru 28% í FI en 24% í FII sem mátu samræður við foreldra mjög góðar eða góðar. Nemendur voru spurðir hvort þeir hefðu rætt um tiltekna efnisþætti við foreldra sína. Fimm algengustu umræðuefnin eftir kynfræðsluna (FII) voru hvað væri rétt og rangt varðandi kynhegðun (24% FI; 27% FII), hvaða breytingar yrðu á lífi þeirra ef þau eignuðust barn (27% FI; 26% FII), kynsjúkdóma (19% FI; 24% FII), getnaðarvarnir (19% FI; 23% FII) og afstöðu foreldra til kynlífs unglinga (20% FI; 21% FII). UMRÆÐUR Niðurstöður gefa vísbendingar um að kynfræðsluefnið Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis hafi einkum haft jákvæð áhrif á þekkingu og umræður milli nemenda og foreldra en í minna mæli á viðhorf þeirra, einkum stúlkna. Hluti af skýringunni gæti verið sá að viðhorf voru töluvert jákvæð í upphafi. Þekking nemenda reyndist vera meiri eftir kynfræðsluna en fyrir hana og er það í samræmi við aðrar íhlutandi rannsóknir á árangri kynfræðslu hvað varðar þekkingu (Coyle o.fl., 2004; Kirby o.fl., 1991; Schaalma o.fl, 1996; Zimmerman o.fl., 2008). Stúlkur stóðu sig betur en drengir hvað varðar heildarþekkingu í báðum könnunum en kynjamunur kom jafnframt fram á þekkingarlegum atriðum í rannsókn á kynfræðsluefninu Kynfræðsla: Lífsgildi og ákvarðanir (Arna Axelsdóttir o.fl., 1990). Rannsókn okkar sýndi að nemendur höfðu mest fengið kynfræðslu í skólanum en sýnt hefur verið fram á að kynhegðun er önnur meðal þeirra sem fá kynfræðslu aðallega í skólanum heldur en meðal þeirra sem fá hana einkum hjá vinum eða fjölmiðlum (Wellings o.fl., 1995). Fram kom í þeirri rannsókn að drengir voru síður líklegir til að byrja að stunda kynlíf fyrir 16 ára aldur og líkur meðal stúlkna voru ekki meiri. Viðhorf drengja til sjálfsvirðingar gefa til kynna að sumum finnst eftirsóknarvert að stunda kynlíf þar sem í því geti falist að þeir fullorðnist. Á sama tíma er til staðar óvissa gagnvart því að ræða við rekkjunaut og að segja nei við hann. Í kynfræðsluefninu var tekið á þessum atriðum en þetta gefur til kynna að skerpa megi á þessum efnisþáttum. Viðhorf til ábyrgðar og ábyrgðarleysis í kynlífi benda til í heild að nemendur hafi myndað sér nokkuð ábyrga afstöðu til kynlífs. Niðurstöður um viðhorf til fordóma gefa vísbendingar um að nauðsynlegt sé að vinna meira með viðhorf gagnvart kynhegðun stúlkna og hvað þeim leyfist. Það viðhorf hefur verið lífseigt í samfélaginu að stúlkur eigi að vera sómakærar þegar kemur að kynlífi en drengjum leyfist mun meira. Þarna gætir ekki jafnræðis milli kynjanna. Það er mikilvægt að það gildi jafnt fyrir bæði kyn að það að vera með smokk á sér sýni fram á vilja til þess að vera ábyrgur í kynlífi. Þegar hlutfallsleg svörun er skoðuð milli kynja þá kemur í ljós töluverður munur á afstöðu kynjanna eins og til fóstureyðinga, hvað stúlkum leyfist og ábyrgð gagnvart þungun. Kannanir hafa áður sýnt kynjamun er lýtur að viðhorfum til kynheilbrigðismála (Coyle o.fl., 2004; Murphy o.fl., 1998). Eins er verðugt að huga að viðhorfum drengja sérstaklega þar sem oft hefur komið í ljós að þeir njóti minni kynfræðslu hjá foreldrum en stúlkur (Raffaelli o.fl., 1998) en jafnframt er sú staðreynd fyrir hendi að kynfræðsluefni virðist höfða á mismunandi hátt til kynjanna (Aarons o.fl., 2000). Hjá drengjum komu fram marktækar viðhorfsbreytingar á þá lund að fleirum fannst þeir fullorðnast við það að hafa fyrstu samfarir, færri fannst að barneign hefði áhrif á framtíðaráform þeirra, fleiri töldu erfitt að tjá sig um kynlíf við rekkjunaut, fleirum fannst erfitt að segja nei ef rekkjunautur vildi hafa samfarir og nokkrum fannst það í lagi að þvinga stúlku til samfara. Afstaða drengja bendir til tilhneigingar til kæruleysis gagnvart barneign en jafnframt að ýmsir erfiðleikar geti tengst kynlífi þegar kemur að því að ræða málin, setja mörk og að koma fram við stúlku á sæmandi hátt. Þetta bendir til þess að drengir hafi þörf fyrir meiri umfjöllun um þessi mál í áframhaldandi kynfræðslu. Breyting varð á afstöðu nemenda til þess hvort þeir töldu vini vera byrjaða að stunda kynlíf en liðlega helmingur í seinni fyrirlögn taldi vini hafa haft samfarir. Það helst að vissu leyti í hendur við kynhegðun þeirra en 6% aukning varð milli fyrirlagna á fjölda þeirra sem stunduðu kynlíf . Þessi fjölgun á kynferðislega virkum unglingum á þessu stutta tímabili miðast við afar fáa einstaklinga en getur gefið vísbendingar um þróun mála á þessum tíma. Íslenskar landskannanir frá 2009 og 1996 hafa sýnt að kynlífsvirkni eykst töluvert milli 13 og 14 ára aldurs (Sóley S. Bender, 2012). Slíkt staðfesta einnig erlendar rannsóknir frá Kanada (Thomas o.fl., 1998) og Bandaríkjunum (Coyle o.fl., 2004). Þetta gefur til kynna mikilvægi þess að tryggja nemendum vandaða alhliða kynfræðslu ekki seinna en í 7. bekk ef ætlunin er að hvetja unglinga til að byrja seinna að stunda kynlíf og að þeir séu ábyrgir þegar að því kemur. Ýmsar fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem hafa fengið alhliða kynfræðslu eru líklegri til að fresta því að byrja að stunda kynlíf (Coyle o.fl., 2004; Hubbard o.fl., 1998; Kirby o.fl., 1991; Tortolero o.fl., 2010) og líklegri til að nota getnaðarvarnir á markvissan hátt (Aarons o.fl. 2000; Coyle o.fl. 2001; Kirby o.fl. 2004). Samræður milli unglinga og foreldra um kynheilbrigðismál jukust í heildina á milli fyrirlagna en fyrri íhlutandi rannsóknir hafa einnig sýnt fram á það (Arna Axelsdóttir, o.fl., 1990; Hubbard o.fl. 1998; Kirby o.fl., 1991). Kynfræðsluefnið gaf nemendum mörg tækifæri til umræðna í kennslustundum en nemendur fóru ekki heim með nein verkefni til að vinna með foreldrum. Það virðist því hafa verið nægjanlegt að unglingar ræddu málin í kennslustund og það varð ef til vill kveikja að því að þeir ræddu betur við foreldrana um þessi mál. Kostir og takmarkanir Svarhlutfall rannsóknarinnar var hátt enda lagt fyrir í kennslustund. Kynfræðslan byggðist á nýju námsefni sem kennt var í átta kennslustundum og var byggt á hugmyndafræðilegum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.