Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 60
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 201556 var skráður í, lengd náms, einkunnir, mat á námsframvindu, þann tíma sem færi í nám og vinnu og fjárhagslega stöðu. Tvær spurningar, um námsframvindu og fjárhagslega stöðu, voru á fimm bila Likert­kvarða 1­5 (frá mjög vel til mjög illa) og ein spurning, um tíma sem færi í nám og vinnu, var á níu bila kvarða (frá 0 til 40 tímar). Þriðji hluti spurningalistans var með 7 spurningum. Spurt var um hvort þátttakandi hefði þurft á heilbrigðisþjónustu að halda á síðasta ári, hvort hann hefði frestað því að leita eftir þjónustu og beðið var um skýringar ef svo var. Jafnframt var spurt um hvort viðkomandi hefði heimilislækni, hvort hann hefði nýtt þjónustu tannlæknadeildar eða námsráðgjafar háskólans og hvort hann vildi nýta heilbrigðisþjónustu sem yrði í boði á vegum háskólans. Að auki var grennslast fyrir um hvers konar heilbrigðisþjónusta væri mikilvæg, hvað skipti máli í sambandi við að sækja þjónustu á vegum HÍ og um skipulag þjónustunnar (til dæmis um afgreiðslutíma og kostnað). Einnig var spurt um áhuga á heilsueflandi námskeiðum, kostnað þeirra og efnistök. Tvær spurningar, um tegund þjónustu og um áhuga á heilsueflandi námskeiðum, voru á fimm bila Likert­kvarða 1­5 (frá mjög lítilvæg til mjög mikilvæg; frá mjög lítinn til mjög mikinn). Framkvæmd Um rafræna könnun var að ræða. Hún var lögð fyrir í samvinnu við nemendaskrá Háskóla Íslands sem sá um að senda bréf til þátttakenda með upplýsingum um rannsóknina og slóð á hana. Hún var útbúin fyrir bæði íslensku­ og enskumælandi nemendur. Var hún lögð fyrir í apríl 2011 og henni var fylgt eftir með tveimur ítrekunum. Leyfi Vísindasiðanefndar reyndist ekki nauðsynlegt. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar S5167/2011. Hún var útskýrð fyrir þátttakendum og höfðu þeir frjálsar hendur með að samþykkja eða hafna þátttöku. Tafla 1. Bakgrunnsupplýsingar eftir nemahópum. Íslenskir nemendur Erlendir nemendur n % n % Kyn Kona 1116 78 43 72 Karl 311 22 17 28 Alls 1427 100 60 100 Fjöldi barna Ekkert 859 62 41 71 Eitt barn 241 18 5 9 Tvö börn 193 14 9 15 Þrjú eða fleiri börn 89 6 3 5 Alls 1382 100 58 100 Lögheimili Innan Reykjavíkursvæðisins 1120 82 33 57 (Rvík, Álftanes, Garðabær, Hafnarfjörður Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes) Utan Reykjavíkursvæðisins 240 17 6 10 Erlendis 15 1 19 33 Alls 1375 100 58 100 Heimilislæknir á Reykjavíkursvæðinu Er með heimilislækni 853 63 17 32 Er ekki með heimilislækni 498 37 36 68 Alls 1351 100 53 100 Tegund náms Grunnnám (BA, BS eða BEd) 840 61 21 39 Diplómanám 24 2 2 4 Meistaranám (MA, MS, MEd) 372 27 15 28 Kandídatsnám 72 5 0 0 Doktorsnám 67 5 16 29 Alls 1375 100 54 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.