Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 63
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 91. árg. 2015 59 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER erlendu nemarnir í rannsókninnni virðast verr staddir en þeir íslensku hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hafa ber þó í huga að svör þeirra endurspegla einungis viðhorf um 4% erlendra nema við skólann. Niðurstöður sýndu að 33% þeirra voru með lögheimili erlendis, 10% utan Reykjavíkursvæðisins, 68% voru ekki með heimilislækni og 32% vissu ekki hvert þeir ættu að leita eftir þjónustu. Nánast allir erlendu þátttakendurnir sögðust mundu leita á móttöku háskólans ef hún væri í boði. Þessar upplýsingar gefa vísbendingar um að aðgengi þessara erlendu nemenda við Háskóla Íslands að heilbrigðisþjónustu sé takmarkað og því mikilvægt að bæta úr því. Í rannsókninni var skoðuð afstaða til þess að nemendur HVS veittu þjónustu á heilbrigðismóttöku háskólans. Það kom að vissu leyti á óvart, miðað við smæð samfélagsins, að langflestir þátttakenda sögðust mundu sækja slíka þjónustu sem veitt væri af nemendum á HVS undir leiðsögn leiðbeinenda þeirra. Þetta var þó ekki greint eftir deildum og því er ekki vitað hvort nemendum HVS gæti þótt þetta erfiðara en öðrum nemendum. Í ljósi þess að meirihluti nemenda var á fyrstu árum grunnnáms og átti engin börn kemur ekki á óvart að færri töldu barneignaþjónustu (mæðravernd) mikilvæga. Mæðravernd er aðgengileg og án kostnaðar hér á landi óháð því hvort viðkomandi hefur heimilislækni eða ekki. Það er því eðlilegt, í ljósi svara varðandi það að þjónustan þurfi að vera auðfengin og ódýr, að nemar telji ekki mikilvægt að fá aðgang að slíkri þjónustu á vegum Háskóla Íslands. Hins vegar getur heilbrigðisþjónusta, sem nær til þessa hóps sérstaklega, verið gott tækifæri til ráðgjafar varðandi kynheilbrigði, getnaðarvarnir og skipulag barneigna enda slíkar ákvarðanir algengar á þessu æviskeiði. Könnunin var send til allra nema við Háskóla Íslands sem voru á tölvupóstlista og því höfðu þeir jafnan möguleika á þátttöku. Mikið álag er á nemendum háskólans hvað kannanir, nám og vinnu varðar en það getur haft áhrif á lágt svarhlutfall. Svarhlutfallið í könnuninni var um 15% og gefur því ekki tilefni til alhæfingar um háskólanema almennt. Þeir sem svöruðu gætu verið líklegri til að hafa meiri þörf fyrir þjónustuna en aðrir nemendur. Hafa ber þó í huga að 17% nemenda, sem svöruðu könnuninni, höfðu lögheimili utan Reykjavíkursvæðisins. Það er lægra hlutfall en í þýðinu (21%) en það er einmitt sá hópur sem gæti umfram aðra haft þörf fyrir þjónustuna. Það hefur sýnt sig að rafrænar kannanir hafa að jafnaði lægra svarhlutfall en póstkannanir (Nulty, 2008). Önnur nýleg rannsókn meðal háskólanema við Háskóla Íslands var með 13,4% svörun (Brynja Bergmann Halldórsdóttir, 2013). Þeir sem svöruðu könnuninni greindu frá miklum áhuga á því að leita til heilbrigðismóttöku háskólans. Jafnframt kom fram að þeir höfðu haft, ári fyrir könnunina, mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Jafnframt kom fram verulegur áhugi meðal þátttakenda að sækja heilsueflandi námskeið. Meðal þessara háskólanema virðist vera til staðar mikil þörf fyrir heilbrigðisþjónustu sem ekki er komið til móts við. Þakkarorð Við viljum þakka þeim háskólanemendum sem gáfu sér tíma til að svara könnuninni fyrir þeirra framlag. Einnig þökkum við fyrir styrk frá heilbrigðisvísindasviði til að standa straum af kostnaði við könnunina. Að auki eru starfsfólki nemendaskrár Háskóla Íslands færðar þakkir fyrir veitta aðstoð við framkvæmd rannsóknarinnar. Heimildir Akademihälsan studenthälsovård (e.d.). Sótt 5. desember 2014 á http:// www.akademihalsan.se/. Bernhardsdóttir, J., og Vilhjálmsson, R. (2013). Psychological distress among university female students and their need for mental health services. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 20 (8), 672­8. Doi: 10.1111/jpm.12002. BHS [Boynton Health Service] (2013a). 2013 College student health survey report. Sótt 25. febrúar 2014 á http://www.bhs.umn.edu/Surveys/survey­ results/2013/UofMTwinCities_CSHSReport_2013.pdf. BHS [Boynton Health Service] (2013b). Boynton Health Service. Student services fees request. Minneapolis: BHS. Sótt 25. febrúar 2014 á http:// www.studentservicesfees.umn.edu/historical/13­14_Applications/ Administrative%20Units/Boynton%20Health%20Service%20application. pdf. Brynja Bergmann Halldórsdóttir (2013). Rafræn samskipti í rómantískum samböndum. Óbirt meistararitgerð: Háskóli Íslands, Félagsráðgjafardeild. Columbia University Medical Center (2013). Student health service. Sótt 28. mars 2013 á http://www.cumc.columbia.edu/student/health/. Ehlinger, E.P. (2003). College health in the vanguard of public health. Spectrum, nóvember, 6­11. 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Almenn heilbrigðis­ þjónusta Geðheilbrigðis­ þjónusta Kynheilbrigðis­ þjónusta Barneigna­ þjónusta Tannlækna­ þjónusta Næringar­ ráðgjöf Ráðgjöf um hreyfingu Fræðsla og ráðgjöf um lyf Forvarnir og heilsuefling Ísl. nemar Erl. nemar Mynd 2. Tegund þjónustu sem nemendur telja mikilvæga eftir nemendahópum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.