Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 5 Hugsunin var að sá sem tekur óþarfa áhættu og tryggir ekki eigið öryggi nær ekki sama árangri við að hjálpa öðrum. Á sama hátt erum við í flugvélum hvött til þess að setja fyrst súrefnisgrímuna á okkur sjálf áður en við aðstoðum barnið við hliðina á okkur. Heilsulaus eða útkeyrður hjúkrunarfræðingur gerir skjólstæðingum sínum lítið gagn. En til eru fleiri ástæður fyrir því að hugsa um heilsuna. Við hjúkrunarfræðingar viljum gefa gott fordæmi. Við viljum líka geta ráðið við vinnuna og notið þess að vera í fríi. Því viljum við forðast veikindi eins og kostur er. Nú er almennt viðurkennt að heilsa okkar er ekki mál hvers og eins. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild að við öll, hjúkrunarfræðingar sem aðrir borgarar, séum frísk. Þá getum við tekið þátt í verðmætasköpun og eins verða útgjöld samfélagsins vegna veikinda lægri. Ekki þarf að tíunda hér áætlaðan framtíðarkostnað samfélagsins vegna lífsstílssjúkdóma og annarra kvilla. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum og hrinti í haust af stað heilsueflingarátaki sem er fyrst og fremst hugsað fyrir hjúkrunarfræðinga en einnig fyrir almenning. Í þessu tölublaði eru þrjár greinar sem tengjast átakinu. Fjallað er um heilsunámskeiðin, sem félagið býður upp á, og um könnun á heilsu þeirra sem mættu á heilsuþingið 24. september sl. Þá er ítarleg grein um tækifæri hjúkrunarfræðinga til heilsueflingar en greinin var upphaflega erindi á heilsuþinginu. Í viðtali kemur svo fram að hreyfing á meðgöngu og eftir barnsburð getur skipt verulegu máli. Einnig er í tölublaðinu grein um starfsendurhæfingu en það er mikilvægt fyrir heilsuna að menn geti stundað vinnu. Leyfilegt er samt að slaka á og borða góðan mat þegar hátíðir eru. Ritstjórnin óskar öllum lesendum gleðilegra jóla og ánægjulegra áramóta. Sjáumst í heilsubaráttunni á nýju ári. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir Sigríður Skúladóttir Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Árún K. Sigurðardóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson, Jón Aðalbjörn Jónsson, Sigríður Halldórsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir Ljósmyndir: Christer Magnusson, Lárus Karl Ingason, Sigurður Bogi Sævarsson, Soffía Sigurðardóttir o.fl. Próförk og yfirlestur Ragnar Hauksson og Ágústa Þorbergsdóttir Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður, FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Pósthúsið HEILSUEFLING Þegar ég var vettvangs hjúkrunar fræðingur í sænska hernum var kjörorð okkar: „Dauður hjúkrunarfræðingur er slæmur hjúkrunarfræðingur.“ Christer Magnusson. Ritstjóraspjall

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.