Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Qupperneq 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 7
sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúsa
og eru í sleglatifi, geta lífslíkurnar verið allt
að 4975%. Með hverri mínútunni, sem
líður áður en rafstuð er gefið, minnka
lífslíkur einstaklingsins um 1012%.
Síðasti hlekkurinn í lífkeðjunni felur í
sér ábendingar um mikilvægi þess að
veita meðferð eftir endurlífgun. Þar
er athyglinni beint að því að vernda
starfsemi mikilvægra líffæra, sérstaklega
heila og hjarta (Nolan o.fl., 2010).
Grunnendurlífgun
Hjartahnoð er geysilega mikilvægt
ef endurlífgun á að takast og í nýju
leiðbeiningunum er mun meiri áhersla en
áður lögð á að allir, hvort sem þeir hafa
þjálfun eða ekki, hnoði hjarta þeirra sem
þurfa endurlífgun. Ákvörðun um að hefja
endurlífgun er tekin ef sjúklingur svarar ekki
áreiti og andar ekki eðlilega. Það skal tekið
fram að stök andköf flokkast ekki undir
eðlilega öndun og geta verið merki um
hjartastopp (Koster o.fl., 2010). Mikilvægt
er fyrir björgunarfólk að átta sig á því
þegar komið er að sjúklingi sem farið hefur
í hjartastopp því það er betra að hnoða
einstakling sem er ekki í hjartastoppi en
hnoða einstakling ekki sem er í hjartastoppi
og þarf virkilega á því að halda.
Mikilvægasta þátturinn í endurlífgun er
hjartahnoð og það geta allir hnoðað!
Þessi einfalda aðgerð er örugg og eykur
Tafla 1. Helstu breytingar í endurlífgun fullorðinna frá útgáfu síðustu leiðbeininga.
Grunnendurlífgun Enn meiri áhersla er lögð á gæði hjartahnoðs en áður:
• Markmiðið er að dýpt hnoðsins sé ekki minni en 5 cm
• Takturinn sé ekki minni en 100 hnoð á mínútu
• Brjóstkassinn þenjist alveg út á milli hnoða
• Sem minnstar tafir séu á hjartahnoði
• Áhersla er lögð á að greina óeðlilega öndun og ítrekað að stök andköf geta verið merki um hjartastopp.
Notkun hjartastuðtækja • Enn meiri áhersla er nú lögð á að stytta þann tíma sem ekki er hnoðað fyrir og eftir rafstuð til þess að sem
minnstar tafir verði á hjartahnoði. Halda skal áfram hnoði á meðan hjartastuðtæki er hlaðið en með því ættu
tafir á hjartahnoði ekki að vera meiri en 5 sekúndur.
• Nú skal einungis framkvæma stutta öryggisskoðun fyrir rafstuð til þess að stytta enn frekar tímann án hnoðs.
Björgunarmenn eru hvattir til hanskanotkunar í endurlífgun þar sem slíkt dregur úr hættu á því að fá rafstuð.
• Ekki er lengur mælt með því að sjúkraflutningamenn hnoði þann sem er í hjartastoppi í ákveðinn tíma áður
en rafstuð er gefið.
• Gefa má þrjú rafstuð í röð ef viðkomandi fer í sleglatif (VF) eða sleglahraðtakt án púls (VT) í hjartaþræðingu
eða þar sem sjúklingur er tengdur við hjartarafsjá og hjartastuðtæki í aðgerðum. Einnig má íhuga að gefa
þrjú stuð í röð þegar vitni er að VF eðaVThjartastoppi hjá sjúklingi sem þegar er tengdur við hjartastuðtæki.
Sérhæfð endurlífgun • Hvatt er til notkunar viðbragðsferla á sjúkrahúsum (t.d. MET, GÁT) til að meta versnandi ástand sjúklings og
í framhaldinu veita viðeigandi meðferð svo koma megi í veg fyrir hjartastopp inni á sjúkrahúsum.
• Ekki er lengur mælt með því að gefa lyf um barkarennu. Ef ekki er hægt að setja upp æðalegg skal gefa lyf
um beinmergsnál.
• Hjá sjúklingi í VF eða VT skal gefa 1 mg af adrenalíni eftir þriðja rafstuð eða um leið og hjartahnoð er hafið á
nýjan leik eftir rafstuðið og síðan á 35 mínútna fresti. Amíódarón, 300 mg, er einnig gefið eftir þriðja rafstuð.
• Ekki er lengur mælt með því að gefa atrópín í rafleysu eða rafvirkni án dæluvirkni (PEA).
• Minni áhersla er nú á barkaþræðingu snemma í endurlífgun nema hún sé gerð af sérþjálfuðum einstaklingi
þannig að sem minnst töf verði á hjartahnoði.
• Aukin áhersla er á notkun koltvísýringsnema (capnography) til að staðfesta stöðu barkarennu, meta gæði
endurlífgunar og veita vísbendingar um að blóðflæði sé hafið.
• Vakin er athygli á þeim möguleika að nýta hjartaómskoðun í sérhæfðri endurlífgun.
• Þegar blóðflæði er aftur komið á skal fylgjast með súrefnismettun í slagæðum (SaO2) og halda SaO2 á bilinu
9498% þar sem sýnt hefur verið fram á að súrefnisofgnótt í blóði getur valdið skaða.
• Meiri áhersla er lögð á vel skipulagða meðferð eftir endurlífgun.
• Mælt er með kælingu eftir endurlífgun hjá öllum sjúklingum.
• Vísbendingar eru um að nú skuli framkvæma hjartaþræðingu hjá öllum einstaklingum sem grunur leikur á að
séu með bráðan kransæðasjúkdóm. Markmiðið er kransæðaþræðing hjá öllum sjúklingum með kransæðastíflu.
• Ráðleggingar um blóðsykurstjórnun eftir endurlífgun fela í sér meðhöndlun á sjúklingum ef blóðsykursgildin
eru >10 mmól/l (>180 mg/dl) en forðast skal of lágt blóðsykurgildi.
• Ljóst er að margar vísbendingar, sem notaðar hafa verið til að spá fyrir um horfur sjúklinga í dái eftir endurlífgun,
eru óraunhæfar, sérstaklega ef sjúklingurinn hefur verið kældur í hálfan til einn sólarhring eftir endurlífgun.