Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 15
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 11
mögulegt er eftir hjartastopp og skiptir
máli að þrýsta kröftuglega og hratt á
neðri hluta bringubeins. Mikilvægt er að
sem allra minnst töf verði á hjartahnoði.
Það er einnig lykilatriði að gefa rafstuð
eins snemma og hægt er þegar um er að
ræða sleglahraðtakt eða sleglatif. Þáttur
lyfja í endurlífgun fer minnkandi og skiptir
notkun þeirra nú mun minna máli en
grunnendurlífgun og rafstuðgjöf. Kæling
eftir endurlífgun er einnig mikilvæg.
Skilaboðin eru þessi til lesenda: Tafarlaust
og djúpt hjartahnoð, rafstuð eins fljótt og
hægt er og kæling eftir endurlífgun. Þetta
eru lykilþættirnir í nýju leiðbeiningunum
í endurlífgun frá 2010. Tökum höndum
saman – endurlífgun skiptir okkur máli!
Heimildir
Deakin, C.D., Nolan, J.P., Sunde, K., og Koster,
R.W. (2010a). European Resuscitation Council
Guidelines for Resuscitation 2010. Section 3.
Electrical therapies: Automated external defi
brillators, defibrillation, cardioversion and pac
ing. Resuscitation, 81 (10), 12931304.
Deakin, C.D., Nolan, J.P., Soar, J., Sunde, K.,
Koster, R.W., Smith, G.B., og Perkins, G.D.
(2010b). European Resuscitation Council
Guidelines for Resuscitation 2010. Section 4.
Adult advanced life support. Resuscitation, 81
(10), 13051352.
Koster, R.W., Baubin, M.A., Bossaert, L.L.,
Caballero, A., Cassan, P., Castrén, M., Granja,
C., Handley, A.J., Monsieurs, K.G., Perkins,
G.D., Raffay, V., og Sandroni, C. (2010).
European Resuscitation Council Guidelines for
Resuscitation 2010. Section 2. Adult basic life
support and use of automated external defi
brillators. Resuscitation, 81 (10), 12771292.
Nolan, J.P., Soar, J., Zideman, D.A., Biarent,
D., Bossaert, L.L., Deakin, C., Koster,
R.W., Wyllie, J., og Böttiger, B. (2010).
European Resuscitation Council Guidelines
for Resuscitation 2010. Section 1. Executive
Summary. Resuscitation, 81 (10), 12191276.
Soar, J., Monsieurs, K.G., Ballance, J.H.W.,
Barelli, A., Biarent, D., Greif, R., Handley,
A.J., Lockey, A.S., Richmond, S., Ringsted,
C., Wyllie, J.P., Nolan, J.P., og Perkins,
G.D. (2010). European Resuscitation Council
Guidelines for Resuscitation 2010. Section
9. Principles of education in resuscitation.
Resuscitation, 81 (10), 14341444.
Steinar Björnsson og Felix Valsson (2004). Áhrif
kælingar á einkenni frá heila eftir hjartastopp.
Læknablaðið, 90 (9), 609613.
Fr
ét
ta
pu
nk
tu
r
Í tilefni þess að 2010 er ár lungnanna bauð SÍBS upp á fría
fráblásturs mælingu 14. október sl. en sá dagur er alþjóðlegur dagur
öndunarmælinga. Kjörorð dagsins var „Andaðu léttar!“. Á staðnum
voru hjúkrunarfræðingar og læknar til þess að framkvæma mælingar
og veita upplýsingar og ráðgjöf.
Hadda Björk Gísladóttir frá GlaxoSmithKline stjórnaði aðgerðum.
Hún taldi um 200 gesti en líklega þurfti um 100 manns að auki frá að
hverfa. „Við áttum ekki von á þessari miklu aðsókn. Að minnsta kosti
stefnir í það að við þurfum stærra húsnæði og meiri mannskap ef og
þegar við endurtökum þetta,“ segir Hadda Björk.
Fráblástursmæling er einföld rannsókn og með henni má til dæmis
greina hvort um er að ræða astma eða langvinna lungnateppu.
Mælst er til þess að þeir sem reykja, eru með þrálátan hósta eða
finna fyrir mæði við áreynslu láti mæla öndun. Fráblástursmælir
(spirometer) er til á öllum heilsugæslustöðvum. Loftfélagið, óformlegt
samstarf opinberra stofnana, fagfélaga og einkaaðila, hefur gefið
öllum heilsugæslustöðvum landsins fráblástursmæla. Félagið
stendur einnig fyrir námskeiðum og fræðslufundum ár hvert um
mikilvægi öndunarmælinga og framkvæmd þeirra. Hadda Björk
segir að mikilvægt sé að nokkrir hjúkrunarfræðingar innan hverrar
heilsugæslustöðvar fái þjálfun í að nota mælinn og að starfsfólk
muni eftir að mæla fráblástur hjá sjúklingum með einkenni frá
öndunarfærum.
Opið hús hjá SÍBS