Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 17 leiðrétta ójafnvægi til að fyrirbyggja frekari vandamál. Þessi fræðsluaðferð eykur skilning og vilja þátttakenda og hvetur þá til að bæta daglegar venjur svo að vellíðan aukist til lengri tíma. Notaðar eru ýmsar aðferðir til að meta heilsu og gera áhættugreiningu og þátttakandi velur sér heilsustefnu. Því næst setur viðkomandi sér markmið og skipuleggur tímasetta heilsuáætlun. Til að ná settum markmiðum á mælanlegan hátt er notað skráningarkerfi með heilsupunktum. Þátttakendur endurmeta eigin heilsu og endurskoða sín markmið og áætlun um heilsueflingu eins og þörf krefur. Hópurinn tekur virkan þátt í umfjöllun og þátttakendur eru eins og stuðningslið hver fyrir annan. Ráðgjöf og eftirfylgni er mikils virði í beinu framhaldi til að auka líkur á að fólk viðhaldi jákvæðum lífsstíl, taki aukna ábyrgð á heilsunni og falli síður aftur í gamla farið. Leitast er við að gera efnið jákvætt og fundina lærdómsríka og skemmtilega. Heilsunámskeiðið Átta vikur fyrir vellíðan skipulagði ég eftir doktorsnám mitt í lýðheilsu í Bandaríkjunum með hliðsjón af því sem best þótti passa Íslendingum. Tilgangurinn er að gera almenna heilsu fræðslu aðgengilegri. Með aukinni þekkingu og ábyrgð á eigin heilsu trúi ég að fólk velji holla lífshætti enda er það nauðsynlegt við breyttar þjóðfélagsaðstæður og heilbrigðiskerfi sem á verulega bágt. Heilsunámskeiðið var haldið nokkrum sinnum fyrir almenning síðastliðinn vetur og frá í sumar hafa verið haldin fimm nám skeið. Þetta námskeið er lagað að þekkingu hjúkrunar fræðinga sem vilja efla eigin heilsu og þá sem vilja verða leiðbeinendur fyrir almenning (heilsu boðar eða heilsuráðgjafar). Leiðbeinenda námskeið mun væntanlega verða haldið fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem áhuga hafa og lokið hafa grunnnámskeiði. og eflir mann sem hjúkrunarfræðing,“ segir Anna. Hún telur hjúkrunarfræðinga geta nýtt sér sína menntun mun betur til forvarna og vera í lykilstöðu til þess. „Mér finnst þetta námskeið hjálpa mér enn betur að gera það,“ segir hún. Guðrún Gunnlaugsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún segir að hjúkrunarfræðingar séu mjög gjarnir á að hugsa um aðra en sjálfa sig en auðvitað þurfi hjúkrunarfræðingar að vera vel á sig komnir til þess að geta hugsað um aðra og til að sýna öðrum gott fordæmi. „Ég ákvað að fara á námskeiðið hjá Sólfríði bæði til þess að taka sjálfa mig svolítið í gegn og efla þannig eigin heilsu og til þess að geta orðið leiðbeinandi í heilsueflingu,“ segir Guðrún. „Ég hef þá sérstakan áhuga á að sinna konum á barneignaraldri en alltof margar þeirra eru of þungar og vilja gjarnan gera eitthvað í sínum málum. Konur, sem ganga með barn, eru mjög móttækilegar til þess að gera breytingar en þær þurfa oft meiri stuðning en þær fá í hefðbundinni mæðravernd,“ segir hún. Að sögn Guðrúnar hefur komið í ljós að helmingur kvenna hér á landi er yfir kjörþyngd. Ofþyngd og offita kvenna á barneignaraldri ýti undir vandamál á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu og sé það mjög kostnaðarsamt bæði fyrir konunar sjálfar og þjóðfélagið. „Námskeiðið hjá Sólfríði Guðmundsdóttur er virkilega gott og ég hef lært mjög mikið á þessum fjórum vikum sem búnar eru. Ég hef verið að leysa af sem hjúkrunarfræðingur við heilsumælingar í fyrirtækjum undanfarnar vikur og þar hefur námskeiðið nýst mér vel. Á heilsunámskeiðinu er einnig samankominn hópur hjúkrunarfræðinga sem eru mjög áhugasamir um heilsu og heilsueflingu. Hver veit nema við gerum eitthvað saman til heilsueflingar landans á næstunni,“ bætir Guðrún við. Mismunandi þema er fyrir hverja viku og námsefnið felur meðal annars í sér: • Hvernig á að forgangsraða heilsuhugsun • Frætt um breytingaferli og þróun heilsustíls • Aðferðir til að auka hreyfingu • Fæðuvenjur og val hollmetis, t.d. með tilliti til fituinnihalds og kolvetna • Aðferðir til að ná og halda kjörþyngd • Aðferðir til að rækta andlega og félagslega vellíðan og auka tengingu huga og líkama • Forvarnir gegn streitu og uppbygging stuðningskerfis • Fyrirbygging sjúkdóma og heilbrigðis eftirlit fyrir bestu heilsu til langs tíma • Áhrif umhverfis á heilsufar Námsefnið er kennt með vikulegum fyrirlestrum (2 klukkustundir í senn) í átta vikur þar sem fara fram virkar umræður og hugarflug til úrlausnar á ákveðnum viðfangsefnum. Ráðgjöf og stuðningskerfi milli kennslustunda stendur til boða með netsambandi eftir því sem við á og nemendur geta spjallað í nethópi. Þátttakendur nota vinnubækur og framkvæma skráningu á daglegum venjum með ákveðnu punktakerfi. Mismunandi aðferðafræði, skráningarkerfi og mælitæki eru kynnt sem hjálpargögn fyrir fólk til að ná settum markmiðum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.