Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201022
Sólfríður Guðmundsdóttir, solfridur@hjukrun.is
HVERNIG HUGSAR ÞÚ UM HEILSUNA?
Á heilsuþingi 24. september sl. var gerð könnun á heilsuvenjum hjúkrunarfræðinga.
Þar kom meðal annars fram að fáir þinggestir reykja og borða fisk reglulega en
þeir eru hins vegar duglegir að drekka vatn og hreyfa sig.
Heilsuátak Félags íslenskra hjúkrunar
fræðinga hófst með heilsuþingi 24.
september síðastliðinn eins og fram kom
í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunar
fræðinga. Þátttakendur á þinginu, sem
voru um 100 talsins, fengu með þing
gögnunum spurningalista til að meta
venjur daglegs lífs. Í könnuninni voru 15
spurningar um heilsuvenjur og mælingar
til að greina áhættuþætti sem spillt geta
heilsu. Þátttakendur gátu valið úr þrem
svarmöguleikum við hverja spurningu með
að merkja við þann dálk sem best átti við, en
valmöguleikarnir gefa mismörg heilsustig.
Samanlögð stig fyrir allar spurningarnar
gefa viðkomandi ákveðinn heilsustuðul sem
segir til um hversu heilsusamlegur lífsstíllinn
er. Með því að skoða niðurstöðurnar
getur hjúkrunarfræðingurinn séð hvar má
bæta sig og setja sér heilsumarkmið í
framhaldinu.
Könnuninni svöruðu 63 hjúkrunar fræð
ingar á heilsuþinginu. Rúmlega helmingur
svarenda lagði saman heilsu stigin sín
og fann sinn heilsustuðul sem er tala
á bilinu 0 til 100 (því hærri tala því
betri útkoma). Þessi tala getur gefið
vísbendingu um hversu heilsusamlegar
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gaf nýlega
út bók um sögu hjúkrunar hér á landi á síðustu
öld. Haldið var upp á það 12. nóvember sl.
á Grandhóteli. Elsa Friðfinnsdóttir og Ásta
Möller, formaður sögu ritunarnefndar, héldu
stuttar ræður. Margrét Guðmundsdóttir,
höfundur bókar innar, afhenti bókina og las
upp úr henni sögu einnar hjúkrunarkonu.
Margrét Guðmundsdóttir sagnfræð ingur hefur
um árabil unnið að sögu rituninni og víða leitað
fanga. Bókin er einstök heimild um þróun
hjúkrunar hér á landi, um mennt unarmál og
Sögubókin
komin út
Margrét Guðmundsdóttir, höfundur
hjúkrunarsögunnar, les úr bókinni.