Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201026 á þessari sérstöðu hérlendis stendur en meðal skýringa, sem hjúkrunarfræðingar gefa á starfsánægju sinni, er að inntak starfsins sé þeim mjög dýrmætt og að þrátt fyrir marga erfiða vinnudaga tekst tilfinningu fyrir árangri í starfi og mikilvægi starfsins að yfirskyggja hinar neikvæðu hliðar (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Rannsóknir hér á landi um verndandi þætti í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga styðja fyrri rannsóknir og varpa ljósi á hvað í starfi þeirra eykur lífsgæði og árangur. Meðal þess sem rannsóknir sýna aftur og aftur að sé mjög mikilvægt eru uppbyggileg samskipti hjúkrunarfræðinga við næsta yfirmann. Samskipti, sem fela í sér stuðning og tækifæri hjúkrunarfræðings til að vaxa og njóta sín í starfi, tengjast góðri líðan hjúkrunarfræðinga og stuðla einnig að betri getu til að veita sjúklingum góða þjónustu (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Áhrif góðrar stjórnunar í hjúkrun eru því margvísleg og víðtæk og tengjast einnig fjarvistum í starfi. Ný rannsókn sýnir að fjarvistir tengjast mati hjúkrunarfræðinga á inntaki starfsins og endurgjöf en einnig stjórnunarháttum hjúkrunardeildarstjóra. Hugrekki og hæfni deildarstjórans til aðgerða er þýðingarmikill þáttur til að skapa öryggi í starfi, stuðla að ánægju og góðri frammistöðu og til að lágmarka fjarvistir (Bryndís Þorvaldsdóttir, 2008). Rannsókn með deildarstjórum á LSH 2005­2007 undirstrikar á sama hátt gildi stuðnings í starfi og sýnir að með skipulögðum jafningjastuðningi og ígrundun eflast deildarstjórar í starfi. Rannsóknarviðtöl við þátttakendur benda til þess að með jafningjastuðningi takist deildarstjórum að njóta sín betur sem stjórnendur, skynja samstöðu í hópi deildarstjóra og líðan þeirra batnar (Sigrún Gunnarsdóttir, 2008). Hérlendar niðurstöður rannsókna á starfsumhverfi og líðan hjúkrunarfræðinga eru í takt við niðurstöður erlendra rannsókna (sjá til dæmis RNAO, 2008). Verndandi og eflandi þættir í starfi hjúkrunarfræðinga koma sífellt fram í niðurstöðum íslenskra rannsókna, þ.e.: • samskipti, starfið sjálft og fagmennska • áhrif á eigin verkefni, hæfilegt álag • góð samskipti við samstarfsfólk • uppbyggilegt samstarf við næsta yfirmann • kjarkur og ábyrgð forystu og stjórnenda • umbun í samræmi við framlag. Tækifæri til heilsueflingar Þegar kappkostað er að tryggja öryggi og gæði heilbrigðisþjónustu er sjálf­ krafa unnið að vinnuvernd og öryggi heilbrigðisstarfsfólks, það er að segja það eru sömu meginþættirnir sem hafa hér jákvæð áhrif (sjá til dæmis RNAO, 2008). Þegar litið er til skilmerkja heilsueflingar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofun­ inni (WHO 1986; 2005) má sjá að vinnuvernd hjúkrunarfræðinga samræmist höfuðatriðum heilsueflingar: • Auka færni einstaklinga og hópa, t.d. með bættu heilsulæsi og skilningi. • Auka vald á aðstæðum sínum, til dæmis varðandi áhættuþætti heilbrigðis. • Auka getu fólks til að efla heilsu og vellíðan, til dæmis með heilbrigðum lífsháttum. Aukin meðvitund um eigin vinnuvernd hefur þannig jákvæð áhrif á getu okkar til að styðja heilsueflingu annarra. Aukið innsæi hjúkrunarfræðings varðandi eigið heilbrigði og það sem helst hefur þar áhrif eykur möguleika til að rýna í og gefa ráð um heilsueflingu skjólstæðinganna. Með aukinni sjálfsþekkingu og styrkri trú á eigin getu til heilsueflingar er líklegra að við séum fær til að verða öðrum til stuðnings og gagns (sjá til dæmis Kendall, 1998). Ávinningurinn af því að gefa meiri gaum að eigin heilsu er því margfaldur. Í ljósi þess sem að framan segir hafa hjúkrunarfræðingar lykilstöðu til að efla heilsu skjólstæðinga og almennings, til dæmis í persónulegum samskiptum við sjúklinga, skjólstæðinga heilsugæslu, nemendur og almenning. Einn liður í þessari viðleitni okkar er að vera fyrir­ myndir og þar eru litlir sigrar mikilvægir. Við verðum seint fyrirmyndir á öllum sviðum hins góða og heilsusamlega lífs en við getum verið fyrirmyndir að hluta til, til dæmis með því að hafa brennandi áhuga á heilsu og vellíðan og með því að vera fyrirmyndir um að og láta okkur annt um velferð annarra. Önnur leið til að efla heilsu í samfélaginu er að líta betur á eigin aðstæður í vinnu og efla markvisst hið heilsusamlega og styðjandi. Hafi einhvern tíma verið þörf fyrir vinnuvernd þá er það nú. Það er áríðandi að rýna í heilsueflingu á vinnustöðum og vinna að öflugri vinnuvernd þar sem stuðningur jafningja og stuðningur frá sterkum stjórnendum er grundvallaratriði. Tími endurskoðunar Hjúkrunarfræðingar takast á við gjör­ breyttan veruleika eftir hrun efnahags, fagmennsku og siðgæðis. Ófaglegir starfshættir einskorðuðust ekki bara við fjármálastofnanir. Stjórnsýsla og stofnanir smituðust af þessum starfsháttum. Mörg undanfarin ár hefur óánægja með ófaglegar ákvarðanir vaxið. Við reyndum oft að mótmæla en mörg okkar gáfust upp á að koma sjónarmiðum hjúkrunar á framfæri. Enda oft alls ekki hlustað. „Drógum bara niður gardínurnar á okkar deild,“ eins og ein sagði. „Hefðum þurft að öskra hærra,“ sagði önnur. Fagmennsku okkar var ógnað. En gerum ráð fyrir að nú sé tími uppstokkunar og endurnýjunar. Tími nýrrar stöðu og nýrra möguleika. Nú er endurskoðun á landi hinna „klikkuðu karla“ þar sem Mynd 2. Verndandi þættir í starfi hjúkrunarfræðinga. 1. Samskipti, starfið sjálft, fagmennska 2. Áhrif á eigin verkefni, hæfilegt álag 3. Góð samskipti við samstarfsfólk 4. Uppbyggilegt samstarf við næsta yfirmann 5. Kjarkur og ábyrgð forystu og stjórnenda 6. Umbun í samræmi við framlag Skv. RNAO, 2008; Gunnarsdóttir o. fl., 2005; 2007; 2008. Vinnuvernd

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.