Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Side 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 35
Mynd 2. Þjónusta Spors í mæðravernd og ungbarnavernd.
Spor leggur sérstaka áherslu á alhliða fjölskylduvernd, að hugað sé
að andlegum, tilfinningalegum og félagslegum þáttum fjölskyldunnar
ekki síður en líkamlegri líðan móður og ófædds barns. Markmiðið
er að fjölskyldan fari ekki á mis við að fá þjónustu sem getur bætt
aðstæður hennar og bætt líðan og gert foreldrana færari að takast á
við uppeldishlutverkið og mynda heilbrigð tengsl við barnið sitt.
Nýjungar Spors í mæðravernd og ungbarnavernd eru þrenns konar:
• Endurskoðun og frekari útfærsla á upplýsingaöflun um fjölskylduna,
sögu hennar, hagi og aðstæður.
• Uppsetning á tilvísunarkerfi heilsugæslu og félagsþjónustu til að
auðvelda aðgang og auka not af þjónustu.
• Félagsþjónustan og heilsugæslan hvor um sig mun tilnefna
svokallaða innherja. Þeirra verkefni er að vera tengiliðir inn í
stofnanirnar og mynda innherjaráð. Hlutverk þess er að auðvelda
og einfalda samskipti á milli stofnananna. Innherjarnir eru tengiliðir
inn í sína stofnun og hlutverk þeirra er að afla upplýsinga fyrir aðra
starfsmenn, greiða fyrir málum auk þess að veita faglega ráðgjöf.
Lokaorð
Þetta vorum við að hugsa 20002002 og höfum við sem
betur fer komist aðeins áfram en ekki nóg. Nú er heilsugæsla
höfuðborgarsvæðisins að innleiða nýjar vinnuleiðbeiningar um
tengslamyndun og geðvernd í ung og smábarnavernd á öllum sínum
stöðvum. Vonandi skapast við það ný sóknarfæri fyrir aukið samstarf
heilsugæslu og félagsþjónustu á þessu sviði. Hugum vel að framtíð
barna okkar og barnabarna.
Sigríður Aðalheiður Pálmadóttir er hjúkrunarforstjóri á heilsugæslustöðvunum
Hamraborg og Hvammi í Kópavogi.
Fr
ét
ta
pu
nk
tu
r
Nýtt nám
í Háskólanum
á Akureyri
Við framhaldsnámsdeild heilbrigðis vísinda-
sviðs Háskólans á Akureyri er frá ára mótum
boðið upp á nám til diplóma- eða meistara-
prófs með áherslu á fólk með langvinn
veikindi. Veitt er greinargóð innsýn í líf
með langvinn veikindi, sem tengjast hinum
ýmsu sjúkdómum, og hvernig hinn langveiki
lærir að kljást við og lifa með veikindum
sínum. Fjallað er á gagnrýninn hátt um ýmis
hugtök er tengjast hugmyndafræði þess að
heilbrigðisstarfsfólk aðstoði hinn langveika
til sjálfshjálpar. Áhersla er lögð á heildræna
sýn þar sem sjónum er beint að sjálfseflingu
og sjálfsbjörg, hvernig bæta megi líf og
aðstæður fólks með langvinn veikindi og
hugað er að samspili einstaklings, fjölskyldu
og umhverfis. Námið hentar þeim vel sem
hafa áhuga á málefnum þeirra sem glíma við
langvinnan heilsubrest.
Námið hefur fengið heitið „Diplóma- og
meistaranám með áherslu á fólk með langvinn
veikindi“. Í boði er einnig meistaranámskeiðið
„Langvinnir sjúkdómar og lífsglíman“ (10
ECTS-einingar) sem stakt námskeið eða
valnámskeið sem hluti af öðru námi.
Á vorönn 2011 verður einnig kennt námskeiðið
„Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi“ (10
ECTS-einingar). Námskeiðið hentar fagfólki
á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda sem vill
öðlast víðtæka þekkingu á hugtakinu öldrun
og málefnum aldraðra. Nánari upplýsingar um
þessi námskeið eru á vef Háskólans á Akureyri.
SPOR
heilbrigð tengsl
foreldris og barns
Tilvísunarkerfi
Mæðravernd og
ungbarnavernd
• Venjubundið eftirlit
• Upplýsingaöflun
Félagsþjónustan
• Fjölskylduráðgjöf
• Félagsleg þjónusta
• Barnavernd
Samstarf
• Samstarfshópur
• Foreldrafræðsla
• Innherjaráð
• Þjónusta fyrir unga foreldra