Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Side 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Side 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 37 lítill sem engin. Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heil­ brigðis stofnun Vesturlands, segir í grein í Morgunblaðinu 11. nóvember að útreikningar heimavarnarliðsins séu hóf samir og í raun megi reikna með að ný útgjöld verði hærri en sparnaðinum nemur. Út um allt land hafa verið haldnir fundir undir merkjum hollvina heilbrigðisþjónust­ unnar. 28. október var til dæmis fjölsóttur fundur í Reykjanesbæ. Þar kom fram að íbúar eru orðnir pirraðir og þreyttir á að bíða eftir aðgerðum vegna atvinnuleysis. Niðurskurður á sjúkrahúsinu komi eins og enn eitt reiðarslagið. Talið er að um 100 manns muni missa vinnuna. Svipaðar raddir hafa heyrst á fundum og útisamkomum á Sauðárkróki, Blönduósi, Ísafirði, Selfossi og Húsavík svo dæmi séu nefnd. Á Húsavík sótti fjöldi manns um stöðu ráðuneytisstjóra í nýja velferðarráðuneytinu, líklega í mótmælaskyni. Hollvinahópar heil brigðis­ stofnana á landsbyggðinni komu sér síðan saman um að stofna aðgerðahóp og efndi hann til meðmælafundar á Austurvelli 11. nóvember. Hið nýja heiti meðmælafundur var valið til þess að leggja áherslu á stuðning við núverandi heilbrigðiskerfi frekar en mótmæli við niðurskurð. Um 300 manns mættu á útifund fyrir framan Alþingishúsið en þar voru haldnar stuttar ræður og heilbrigðisráðherra afhentir undirskriftalistar. Í tilkynningu frá aðgerðahópnum kom fram að ef tillögurnar yrðu að veruleika yrði um leið réttur landsmanna til heilbrigðisþjónustu í í grennd við sína heimabyggð afnuminn. Tillögurnar feli einnig í sér ógn við öryggi, lífskjör, búsetuskilyrði og atvinnutækifæri fólks á landsbyggðinni. Harkalegur niðurskurður Ljóst er að draga þarf saman á mörgum sviðum ríkisrekstrar til þess að Íslendingar geti ráðið fram úr hinum ógnarlega fjárlagahalla. Hins vegar eru tillögurnar til niðurskurðar í heilbrigðismálum, sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu, mjög harkalegar. Samtals eru þær 4,8 milljarðar króna. Um 84% fyrirhugaðs niðurskurðar beinast að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Á heilbrigðisstofnunum er dregið kröftuglega saman á sjúkra­ sviðum og hjúkrunarsviðum en bætt lítillega við á heilsugæslusviðum. Þetta er í samræmi við langtímastefnu yfirvalda en allt gert á einu bretti. Sagt er að í þessu felist leiðrétting á hjúkrunarrými fyrir hverja þúsund íbúa en markmiðið er að þau verði tvö á landsbyggðinni en eitt á höfuðborgarsvæðinu. Sums staðar hafi þau verið talsvert fleiri en tvö. Á Vestfjörðum, Sauðárkróki og á Austurlandi hefur nú þegar verið hagrætt á hjúkrunarsviði og verður þar enginn niðurskurður. Hann er því meiri á sjúkrasviði en það er nafn heilbrigðisráðuneytisins fyrir sérfræðilæknisþjónustu, rannsókna­ þjónustu og svipuð viðfangsefni. Á Sauðárkróki er hann til dæmis 76% og 85% á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þar á bæ hafa menn reyndar mótmælt þessari skiptingu heilbrigðisráðuneytisins og kallað hana gamaldags en heilbrigðis­ stofnunin segist vinna sem ein heild og ógerlegt sé að skera af einn þátt á þennan hátt. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hefur heilsugæslan verið efld en sú efling verður að teljast hófsamleg í meira lagi. Mest er hækkunin 9,3% í Vestmannaeyjum (á móti 56% lækkun á sjúkrasviði og 35% á hjúkrunarsviði) en á nokkrum stöðum er hækkunin innan við 1% og að jafnaði um 5%. Mótmælendur hafa bent á að þetta sé reiðarslag fyrir búsetu á landsbyggðinni, sérstaklega fyrir atvinnumál kvenna. Á fimmta hundrað myndi missa vinnuna á landsbyggðinni ef fjárlagafrumvarpið yrði samþykkt óbreytt og eins og kemur fram í formannspistlinum á bls. 3 væru 80% þeirra konur. Í umræðunni hafa sumir stillt upp landsbyggðinni á móti höfuðborgar­ svæðinu og þá sérstaklega Landspítala. Sett hefur verið spurningarmerki við nýbyggingu Landspítalans þegar heil­ brigðisstofnanir á landsbyggðinni þurfi að draga saman þannig að sumar þeirra leggist nánast af. Aðrir hafa reynt að stilla til friðar og sameina krafta heilbrigðisstarfsmanna til að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna í heild. Guðrún Árný Guðmundsdóttir, yfir hjúkrunar fræð­ ingur sjúkrasviðs Heilbrigðis stofnunar Þing eyinga, sá ástæðu til að senda frá sér hugleiðingar sínar um þessa samkeppni milli landsbyggðar og Landspítala. Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir og sjúkra hús, eins og Landspítali og Sjúkra húsið á Akureyri, hafi mismunandi hlutverk og ein stofnun geti ekki sinnt sínu hlutverki án hinnar. Í ályktun frá hjúkrunarráði Landspítalans kemur fram að Landspítali hafi nú þegar tekið á sig talsverðan niðurskurð. Dæmi um það er að frá því í fyrra hafi starfsmönnum fækkað um 600. Ráðið kallar eftir víðtækri samvinnu um stefnumörkun innan heilbrigðisþjónustunnar og að fjárlög byggist á fyrirframmótaðri stefnu. Boðaður niðurskurður muni koma illa niður á sjúklingum og skaða heilbrigðisþjónustuna til lengri tíma litið. Sparað í skini og skúrum Sparnaður í heilbrigðiskerfinu er ekki nýjung. Hann hefur nú staðið yfir í mörg ár og hefur að því virðist sérstaklega beinst að Landspítala. Einnig hafa heilbrigðisstofnanir verið sameinaðar í hagræðingarskyni, nú síðast á Vesturlandi. Líklega er heilbrigðiskerfið á Íslandi eina dæmið um að tilmælum hagfræðingsins John Maynard Keynes um aðhald í ríkisrekstri á góðæristímum hafi verið fylgt. Niðurskurðurinn nú er hins vegar ekki samkvæmt þessum fræðum. Margt segir einnig til um að aldrei sé eins mikil þörf fyrir heilbrigðisþjónustu og á krepputímum. Óvissa og streita koma fram sem líkamleg einkenni. „Fólk er af sér gengið af áhyggjum,“ sagði Katrín Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, við blaðamann Morgunblaðsins í lok október og færði rök fyrir að þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu væri meiri nú en áður. Þetta kemur heim og saman við rannsóknir til dæmis frá Finnlandi eftir fall bankanna þar um 1990. Örlög heilbrigðisþjónustunnar eru nú í höndum Alþingis. Þegar blaðið fór í prentun var frumvarpið enn þá til umræðu í fjárlaganefnd og ekki vitað hvenær önnur umræða eða atkvæðagreiðsla færi fram í þinginu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.