Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201038 Jón Aðalbjörn Jónsson, jon@hjukrun.is HÚSNÆÐISBREYTINGAR Á SKRIFSTOFU FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í haust hefur verið unnið að breytingum á eldhúsi og þjónustusvæði fyrir félagsmenn sem nýta Sigríðarstofu og fundarsal á Suðurlandsbraut 22. Iðnaðarmenn hafa verið að störfum við breytingarnar og uppbyggingu síðan í september. Talsvert rask hefur fylgt vinnu þeirra en henni er nú að ljúka. Við breytingarnar var miðað við að húsnæðið og húsbúnaður henti betur þeirri starfsemi sem nú fer fram og að búnaðurinn uppfylli kröfur um hollustuhætti og hreinlæti. Móttöku hefur verið breytt og skrifstofa útbúin fyrir starfsmann sem sinnir mál­ efnum sjóða en félagið tók yfir rekstur styrktar­ og sjúkrasjóða við úrsögn úr BHM. Hressilega var tekið til í geymslum og gífurlegu magni skjala komið í vörslu hjá Þjóðskjalasafni. Kaffistofa starfsfólks félagsins hefur verið aðskilin frá annarri starfsemi og henni komið fyrir í rými sem áður var geymsla í vesturenda hæðinnar. Skrifstofa formanns hefur jafnframt verið minnkuð og í hluta þess rýmis komið fyrir 4 manna fundaherbergi. Öll ásýnd húsnæðisins er nú bjartari og léttari og þjónar betur hagsmunum félags­ manna og daglegum rekstri skrifstofunnar. Þannig leit út í fundarsal félagsins um tíma. Félagið á enn nokkur eintök af Sögu Hjúkrunarskóla Íslands en bókin er ásamt Sögu hjúkrunar á Íslandi á 20. öld til sölu í vefverslun FÍH. Formaður félagsins pakkaður inn í plast. Ný kaffistofa starfsmanna í smíðum. Frískað upp á ganginn.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.