Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Page 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201046 Í mörgum tilfellum má, með markvissum hætti, fyrirbyggja eða takmarka bótaþörf þeirra sem ella hefðu ekki getað tekið fullan þátt í atvinnulífinu. Í stað þess að sjúkdómurinn sjálfur sé ákvarðandi um vinnugetu einstaklinga og framfærslu (hið læknisfræðilega líkan) er nú í vaxandi mæli talið að aðrir þættir hjá einstaklingnum sjálfum, í umhverfinu, í vinnunni, í heilbrigðiskerfinu, í þekkingu stjórnenda, menningu og viðhorfum hafi meiri áhrif (líf­sál­félagslegt líkan). Í stað þess að horfa til þess sem einstakl­ ingurinn getur ekki er nú lögð áhersla á það sem hann getur og starfsgeta hans metin út frá því og þeirri vinnu sem hann gæti unnið miðað við þá þekkingu og getu sem hann býr yfir. Starfsmaður, sem þarf að hætta að vinna við framleiðslu vegna ofnæmisvaka í umhverfinu eða getur ekki unnið á leikskóla vegna bakverkja, þarf ekki endilega að vera óhæfur til allrar vinnu. Hann getur einfaldlega ekki unnið þessi tilteknu störf eða það þarf að breyta einhverju í starfinu eða í vinnuumhverfinu til að hann geti unnið áfram í starfinu. Hann getur sem sagt haft fulla starfsgetu ef miðað er við annað eða aðlagað starf. Þessi afstaða gerir einstaklingi kleift að vera áfram á vinnumarkaði í stað þess að vera fjarverandi í langan tíma með öllum þeim neikvæðu aukaverkunum sem því fylgja. Hin hefðbundna aðferð í endurhæfingu eftir langvinn veikindi eða slys hefur verið að „laga“ starfsmanninn „einhvern veginn“ svo að hann geti tekist á við gamla starfið, nýtt starf eða bara við lífið sjálft. Ef ekki tekst að „laga“ starfsmanninn og koma honum til fullrar heilsu áður en rétti til veikindalauna lýkur og tímabundinn bótaréttur rennur út er hann gjarnan metinn óvinnufær og fær á sig stimpilinn að vera öryrki. Orðið endurspeglar neikvætt og svartsýnt viðhorf til getu einstaklingsins, samkvæmt orðanna hljóðan þýðir það að hann geti í raun aðeins haft örlítið fyrir stafni. Þróun starfsendurhæfingar Læknisfræðileg endurhæfing og starfs­ endurhæfing voru upphaflega eitt og það sama. Í árdaga endurhæfingar á Íslandi og í öðrum löndum miðaðist endurhæfingin við að koma fólki aftur til vinnu og við heilbrigðisstofnanir, þar sem fram fór endurhæfing, voru stofnaðir vinnustaðir þar sem fólk fékk þjálfun til vinnu samfara læknisfræðilegri meðferð og endurhæfingu. Vinnustöðum, sem tengdust endurhæfingarstofnunum hér á landi, var lokað einum af öðrum á sjöunda og áttunda ártug síðustu aldar uns nánast var búið að skera á tengsl endurhæfingar og vinnu. Á undanförnum árum hefur gagnrýni á stofnanatengda starfsendurhæfingu án tengingar við vinnumarkaðinn vaxið og æ fleiri rannsóknir sýna að því fyrr sem einstaklingurinn er tengdur við vinnu og vinnustað því meiri líkur eru á að hann snúi aftur til vinnu. Stofnanaumgjörð eða hermiumhverfi í starfsendurhæfingu hefur ekki til að bera nauðsynlega raunveruleikatengingu. Mat á starfshæfni, sem fer fram í þess háttar umhverfi, eykur ekki mikið líkurnar á að starfsmaðurinn komi aftur til vinnu (Gross og Battié, 2005) og of mikil áhersla er lögð á mat og ýmiss konar úrræði sem eru hvorki nauðsynleg né viðeigandi fyrir einstaklingana. Starfsendurhæfing er ferli sem starfs­ mönnum með skerta starfsgetu vegna veikinda eða slysa er boðið að taka þátt í svo að þeir geti komið aftur í vinnu eða verið áfram í vinnu. Vinnutengd starfs endurhæfing fer að mestu fram á vinnustaðnum. Hún felst í skipulagðri endur komu til vinnu með þeim einstaklings bundna stuðningi og aðlögun sem einstaklingurinn þarf á að halda til að yfir vinna hindranir gegn því að hann komist aftur til starfa. Hún getur falist í að starfsmaðurinn eigi kost á hlutastarfi, breyttum vinnutíma, vinnuumhverfi eða starfs skyldum í ákveðinn tíma auk annarra úrræða sem sækja þarf út fyrir vinnu staðinn. Slíkar aðgerðir auka líkur starfs mannsins á að halda vinnu sinni og launum þrátt fyrir langtímaveikindi eða slys. Niðurstöður fjölda rannsókna hafa sýnt bæði félagslegan og fjárhagslegan ávinning slíkra aðgerða auk þess sem vinnutengd starfsendurhæfing hefur bæði jákvæð áhrif á starfsfólk og heilsu þess og framleiðni og kostnað fyrirtækisins, af því að slíkar aðgerðir stytta þann tíma sem fólk er frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Endurkoma til vinnu Það er erfitt fyrir fólk að fara aftur í vinnu eftir að hafa verið fjarri vinnumarkaði í langan tíma. Fólk missir ekki eingöngu vinnugetuna og hæfnina á tímum hraðra breytinga heldur getur það tapað niður hæfni í mannlegum samskiptum ef það eingangrast heima vegna veikinda. Reglulegt samband við vinnustaðinn á veikindatímabilinu er því ein mikilvægasta forvörnin gegn því að einstaklingurinn hætti alfarið á vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.