Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Qupperneq 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201048
starfinu auk þess að áætla hlutfallslegt
vægi hvers þáttar (Blackwell o.fl., 1992;
Hursh, 1995) Í sambandi við endurkomu
til vinnu er tilgangur vinnugreiningar sá
að fá upplýsingar sem nýtast við að
samræma getu starfsmannsins við kröfur
starfsins til að tryggja að starfsmaðurinn
geti leyst verkefni sín án þess að auka
áhættu hans.
Vinnuaðlögun (adaption eða accommo
dation) getur meðal annars falið í sér
eftirfarandi, annaðhvort tímabundið eða
til lengri tíma:
• Aðlaga vinnutíma, álag eða áreiti hjá
starfsmanni sem þjáist af streitu.
• Setja upp rennu fyrir hjólastól svo
að starfsmaðurinn geti komist á
vinnustöð sína.
• Útvega starfsmanninum hækkanlegt
skrifborð eða stól.
• Stytta vinnutíma eða breyta
verkefnum.
• Fá aðstoð hjá öðrum við að lyfta eða
ýta ef slíkt veldur vandræðum og
viðkomandi getur það ekki.
• Auka vinnuálag smám saman eftir því
sem heilsa og þrek starfsmannsins
leyfir uns fullu starfsþreki er náð.
Önnur vinnutengd úrræði geta meðal
annars verið fólgin í vinnuþjálfun,
prófun, tengilið á vinnustað og atvinnu
með stuðningi. Það er mikilvægt að
inn í endurkomuferlið sé byggt stöðugt
endurmat til að fyrirbyggja vandamál og
tryggja eðlilega framför (NIDMAR, 2009).
Almennt má segja að skortur sé á
vinnutengdum úrræðum hér á landi og
einnig á framboði af atvinnurekendum
sem eru tilbúnir að taka einstaklinga
með skerta starfsgetu í vinnu annaðhvort
tímabundið eða til langframa. Loka
markmiðið með vinnutengdri starfs
endurhæfingu er alltaf að gera
starfsmanninum kleift að vera virkur á
vinnumarkaði, sinna sínu starfi og vera
sjálfbjarga um eigin framfærslu.
Forspárgildi um endurkomu til vinnu
Du Bois og Donceel (2008) rannsökuðu
hvaða þættir hefðu forspárgildi um endur
komu til vinnu hjá fólki sem var frá vinnu
vegna bakverkja. Niðurstaðan var sú að
líkur á að einstaklingurinn kæmi ekki aftur
til vinnu innan þriggja mánaða frá upphafi
veikindafjarvistar tengdust spá hans sjálfs
um endurkomu til vinnu, verkjum hans og
áhrifum þeirra á daglega virkni.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt að þróun
langvinnra verkja og örorku tengist meira
einstaklingnum sjálfum og sálrænum
þáttum vinnunnar en líkamlegum eða
klínískum þáttum (Boersma, 2005). Trú
einstaklinga á að vinnan orsaki verki
í mjóbaki og mat þeirra á að þeir geti
ekki farið aftur í vinnu hafa mikilvægt
forspárgildi um endurkomu þeirra til
vinnu (Waddell, 2001; Esbjornsson,
1986). Í rannsókn Anema o.fl. (2009)
var talið að vinnutengd úrræði og eðli
starfsins hefðu marktækt meiri áhrif á
líkur á endurkomu til vinnu en heilsa
einstaklingsins, læknismeðferð og
persónulegir eiginleikar.
Fáir hafa kannað hvaða
þættir í starfsendur hæf
ing unni sjálfri hafa áhrif á
endurkomu til vinnu.
Brouwer og félagar (2009) rannsökuðu
hvaða þættir hefðu forspárgildi um
endurkomu til vinnu eftir langvarandi
veikindafjarvist og var niðurstaðan
sú að viðhorf til vinnunnar, félagslegur
stuðningur í veikindafjarvist og mikill
þátttökuvilji höfðu marktæk áhrif á styttri
tíma til endurkomu í vinnu. Höfundar
benda á að þó að fyrirætlan einstaklingsins
hafi áhrif á hegðun hans í sambandi við
endurkomu til vinnu þá sé ekki hægt að
horfa fram hjá því að hindranir í umhverfi
hans og ýmislegt í umhverfinu, sem
auðveldar endurkomu, hafi líka áhrif. Hjá
fólki með geðræn vandamál var kannað
hvaða þættir hefðu forspárgildi um
endurkomu til vinnu. Helstu þættir voru
alvarleiki sjúkdómseinkenna, tímalengd
einkenna áður en einstaklingurinn fór í
veikindafjarvist og tímalengd frá því að
einstaklingurinn fór í veikindafjarvist þar
til hann leitaði sér hjálpar. Því lengri sem
þessi tími var því minni líkur voru á að
viðkomandi færi aftur í vinnu innan þriggja
til sex mánaða (Brouwers o.fl., 2009).
Fáir hafa kannað hvaða þættir í starfs
endurhæfingunni sjálfri hafa áhrif á
endurkomu til vinnu. Í saman burðar
rannsókn (TschernetzkiNeilson, 2007)
á gögnum 13.428 einstaklinga í Kanada
bentu niðurstöður til þess að árangurs
ríkara væri að gera áætlun þar sem
lögð væri áhersla á niðurstöður frekar
en ferli. Skoðað var hvaða áhrif styttri
tími, frá því að einstaklingur kom fyrst
í starfsendurhæfingu þar til hann fór í
heimsókn á vinnustaðinn, hafði. Þegar
tíminn var styttur úr 10 dögum í 5
til 7 daga skilaði það marktækt betri
árangri. Sama átti við um markvissari
notkun á ýmsum úrræðum, svo sem
þjónustu sálfræðinga þar sem tímum í
hópmeðferð var fjölgað á kostnað tíma í
einstaklingsmeðferð og árangurstengingu
á greiðslum til úrræðaaðila. Ef áhersla
var lögð á árangur frekar en ferli og ef
leitast var við að tengja einstaklinga án
ráðningarsambands strax við þjónustu
sem aðstoðaði þá við að finna vinnu
skilaði það marktækt betri niðurstöðum.
Hlutfall endurkomu til vinnu fyrir og eftir
breytingar fór úr 57,2% í 80,6% hjá
þeim sem voru með ráðningarsamband
við upphaf ferlisins. Niðurstöðurnar sýna
að tími frá fyrstu komu til heimsóknar
á vinnustað, boð um vinnuaðlögun af
hálfu atvinnurekanda og virk þátttaka
einstaklingsins í áætlun um endurkomu
til vinnu eru þættir sem hafa mikið
forspárgildi um endurkomu til vinnu. En
mat einstaklingsins á eigin skerðingu,
hindrunum gegn vinnu, eigin heilsu og
verkjum hafa einnig forspárgildi.
Hlutverk heilbrigðiskerfisins í
endurkomu til vinnu
Mikið hefur verið rætt um hvernig
heilbrigðiskerfið getur bæði hindrað
og auðveldað endurkomu fólks á
vinnumarkaðinn. Margar rannsóknir
benda til að það séu oft aðrar ástæður
en upphaflegi sjúkdómurinn sem hindra
fólk í að koma aftur til vinnu, en hætta á
sjúk dóms væðingu í starfsendurhæfingu er
fyrir hendi. Læknisvottorð eru oft talin auka
hindranir, og bið eftir meðferð eykur á
hindranir af því að fólk hefur tilhneigingu til að
setja líf sitt á bið þar til niðurstaða er komin.
Læknisfræðileg meðferð eða endurhæfing
hefur oft minni áhrif á endurkomu til vinnu
en vinnutengd úrræði þó að ekki megi
gera lítið úr nauðsyn hennar og ávinningi
enda er oft nauðsynlegt að þessar leiðir