Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Síða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 2010 53 Árangursstig (performing). Með mikilli þrautseigju og þrjósku, auknu trausti innan hópsins og samvinnu kemst hópurinn á árangursstigið. Samheldni verður meiri, sameiginlegum markmiðum er náð og samvinnan einkennist af sveigjanleika. Teymið tekur þátt í að finna lausnir á vandamálum, framkvæma breytingar og umgangast deilur og ágreiningsmál á uppbyggilegan hátt. Árangur verður sýnilegur. Teymið mitt er á árangursstiginu sem er góð staða. Sveigjanleiki og gagnkvæmur stuðningur á sér stað innan teymisins og hópmeðlimir láta sér annt hver um annan og veita hver öðrum stuðning og aðstoð. Tryggð við teymið, einstaklingana innan þess og skjólstæðingana er mikil. Ég er stolt af teyminu mínu. En til hvers að leggja þetta allt saman á sig? Jú, kostir góðs teymis eru miklir. Að mínu mati gefur þverfagleg teymisvinna fagaðilum tækifæri til sérhæfingar og sjónarhorn margra fagstétta veitir meiri heildarsýn á flókin og erfið vandamál. Mikið rúm er fyrir sveigjanleika og nýbreytni og þjónusta við skjólstæðinginn verður fyrir vikið markvissari, heildrænni og betri. Ég vil hvetja hjúkrunarfræðinga, sem sjá hag í því að stofna þverfagleg teymi utan um viðfangsefni sín, til dáða hvar sem þeir vinna. Þó svo að ferlið sé erfitt og á köflum ekki skemmtilegt þá er það mjög lærdómsríkt og vinnan skilar sér að lokum í hæfu teymi til handa okkur sem innan þess vinnum og ekki síður skjólstæðingum okkar. Ég skora á Birgi Hilmarsson, hjúkrunar­ fræðing í samfélagsteymi geðsviðs LSH, að skrifa næsta þankastrik. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.