Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 46
44 Þjóðmál VOR 2010
sérfræðingunum í Wash ing ton . Við svona
niðurstöður setur maður spurn ingamerki
við markmið Al þjóða gjald eyris sjóðsins á
Íslandi . Er helsta tak mark sjóðsins að ná
okkur í snöruna? Má horfa til Haiti í þessu
samhengi?
Ef kafað er djúpt í skýrslu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, framhjá allri froðunni
sem veltur upp úr talsmanni sjóðsins,
Mark Flanagan, má finna áhugaverða töflu
um viðskiptajöfnuð . Viðskiptajöfnuður
er allur útflutningur mínus innflutningur
plús vaxtatekjur mínus vaxtagreiðslur . Við-
skiptajöfnuðurinn gefur vísbendingu um
hvað við, sem samfélag, getum greitt mikið í
afborganir af lánum . Þessi viðskiptajöfnuður
er neikvæður um 50 milljarða að meðaltali
næstu sex árin samkvæmt vönduðum
útreikningi stofnunarinnar í Washington .
En sjóðurinn fullyrðir að það sé allt í
lagi því í útreikningnum eru gríðarstórar
skuldbindingar eins fyrirtækis, Actavis .
Samkvæmt AGS ber pilluframleiðandinn
ábyrgð á rúmlega fimmtungi af heildar-
skuldum landsins . Þá skulum við bara
leiðrétta fyrir því og drögum frá fimmtung
af vaxtakostnaði . Viðskiptajöfnuðurinn
verður þá NÚLL . Til hamingju með það!
Ekkert svigrúm til að greiða niður lánin .
Óskandi væri ef fjölmiðlamaður myndi
spyrja Flanagan að því hvernig við greiðum
niður skuldirnar . Hafa ber í huga að skuldir
gömlu bankanna eru ekki með í þessum
út reikn ingum AGS rétt eins og hjá Seðla-
bank anum .
Ástæða þess að AGS hefur litlar áhyggjur
af þessum útreikningum er, eins og komið
hefur fram hjá Flanagan, að ríki geta
greitt skuldir sínar með því að rýra lífskjör
almennings . Tekjur Íslendinga lækka ein-
faldlega þar til þjóðin er hætt að kaupa frá
útlöndum og framleiðir eingöngu það sem
þarf til að halda lífi í fólkinu – og annað
fer í útflutning . Glæsilegan árangur af
þessari „launalækkun/borgum allt-stefnu“
má sjá á Haiti . Þetta sama sjónarhorn
endurspeglaðist í samtali sem ég átti við
einn af starfsmönnum stórs matsfyrirtækis .
Er Ísland í matinn?
Mér blöskraði nýlega skýrsla frá einu af stóru matsfyrirtækjunum . Þar
var fullyrt að Íslendingar væru að upp fylla
skuldbindingar sínar gagnvart inni stæðu-
eigendum í Icesave með því að sam þykkja
Icesave-samninginn . Ég hringdi í kauða og
óskaði eftir því að hann myndi rökstyðja
Mynd 3
AGS tókst ekki að spá rétt
um vöru- og þjónustu -
jöfnuð fyrir árið 2009
þrátt fyrir að tíu mánuðir
voru liðnir af árinu þegar
skýrsla AGS kom út .