Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 63

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 63
 Þjóðmál VOR 2010 61 góður maður, sem eg trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til þá er konungaskipti verður að þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir . En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er þetta land byggðist þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast .6 Í Ólafs sögu Tryggvasonar, sem er ein af sögunum í Heimskringlu, segir frá því þegar Ottó II . keisari sigraði Harald Gormsson Danakonung í orrustu á Jótlandi og innlimaði Danmörku þar með í krist- inn dóm .7 Þetta mun hafa gerst árið 987 . Eftir það var Danmörk, a .m .k . að nafninu til, hluti þess alþjóðlega valdakerfis sem kenningin um sverðin tvö gerði ráð fyrir . Skömmu síðar segir sagan að Haraldur konungur hafi boðið kunnugum manni að fara hamförum til Íslands . Sá fór í hvalslíki . Hvar sem hann kom að landi sá hann að fjöll öll og hólar voru full af vættum sem flæmdu hann frá landinu .8 Stærstar þessara land vætta voru þær sem nú prýða skjaldar- merki Íslands, drekinn á Austurlandi, fugl- inn á Norðurlandi, griðungurinn á Vestur- landi og bergrisinn á Suðurlandi . Það er eins og Snorri láti landið sjálft bægja frá sér fulltrúa þess samevrópska valdakerfis sem Dan mörk var orðin hluti af . * Ég hef nú fært fyrir því nokkur rök að á 13 . öld hafi tekist á að minnsta kosti tvær mjög ólíkar hugmyndir um stjórn- mál . Annars vegar var hugsjónin um vald 6 Snorri Sturluson . Heimskringla . (Ritstjórar Bergljót S . Kristjánsdóttir o . fl .) Reykjavík 1991, s . 406 . 7 S .r ., s . 174 . 8 S .r ., s . 182 . höfð ingja sem væru frjálsir og jafnir og viður kenndu enga sér æðri og hins vegar kenningin um sverðin tvö . Snorri Sturluson fylgdi fyrrnefndu stefnunni en frændi hans Sturla Þórðarson þeirri síðarnefndu . Þessir tveir merkustu sagnaritarar okkar á miðöldum virðast því hafa verið á öndverðum meiði í pólitík . Ekki veit ég hvort það er ástæða þess að í ritum Sturlu andar sums staðar heldur köldu til Snorra og hann er jafnvel hafður að háði og spotti . * Kenningin um sverðin tvö var hluti af samevrópskri miðaldamenningu . En hvað um höfðingjaveldið? Ætli stjórn- málaskoðanir Snorra og Jóns Lofts sonar fóstra hans hafi fallið að einhverri alþjóð- legri hugmyndafræði? Um þetta er margt óljóst en í þessum pistli leyfi ég mér að setja fram getgátur og vangaveltur og lesa milli lín anna í bókmenntum Snorra og samtíma- manna hans . Af þeim frjálslega lestri sýnist mér að sumt sé líkt með stjórnmála- skoðunum Snorra og þeim hugsjónum um sjálf stjórn frjálsra höfðingja sem lesa má um í ritum nokkurra fornra rómverskra sagna- manna . Um miðja fyrstu öld fyrir Krist leið róm- verska lýðveldið undir lok og keisara dæmi tók við . Í sagnfræðiritum eftir Sallustius (d . 35 f .Kr .), Livius (d . 17 e .Kr .) og Lucanus (d . 65 e .Kr .) er lýðveldistímanum lýst sem öld manndáða og frelsis, andstæðu ánauðar og ofríkis sem rómverskir borgarar máttu þola undir stjórn keisaranna . Á dögum Snorra þekktu íslenskir lær- dómsmenn að minnsta kosti sum þessara rita og vel má vera að þau hafi haft nokkur áhrif á höfunda Íslendingasagna sem rómuðu höfðingjaveldi fyrri tíma . Snemma á 13 . öld var Rómverjasaga skrifuð á íslensku . Hún er að mestu endursögn á bókar köflum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.