Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 78
76 Þjóðmál VOR 2010 ans hafi ekki ráðið för þegar bankinn seldi eignir Hafskips fyrir gjaldþrot að eigendum og stjórnendum Hafskips forspurðum . Þá segir hann það ekki rétt að Gunnlaugur Claessen, þáverandi ríkislögmaður, hafi „kúsk að“ bankastjórana til hlýðni, eins og hann orðar það sjálfur, en Gunnlaugur hafði verið skipaður sérstakur trúnaðarmaður við skipta ráðherra í þessu máli . Matthías Bjarna son, þáverandi viðskiptaráðherra, er mjög gagnrýninn á framgöngu Gunnlaugs í málinu og segir hann hafa farið langt út fyrir umboð sitt . Við Lárus Jónsson ræddumst við fimm sinnum, fjórum sinnum í síma og hittumst einu sinni . Við áttum fyrst samtal í síma miðvikudaginn 30 . maí 2007 . Í minnisblaði eftir það símtal ritaði ég meðal annars: . . . sagði hann [Lárus] mér frá því að á fundi bankastjórnarinnar og Eimskipafélagsmanna með Gunnlaugi Claessen þann 30 . nóvember 1985 hefði ríkislögmaður lagt fram tillögu sem hann kallaði hina „hreinu leið“ . Síðar í sama minnisblaði segir: Ég spurði Lárus hvort þeim bankastjórum hefði hugnast umrædd leið, í ljósi þess að allar viðræður virtust miða að lausnum á grundvelli áframhaldandi reksturs Íslenska [skipafélagsins hf .] .11 Þessu svaraði Lárus svo: „Við fengum engu um það ráðið .“ Lárus Jónsson greindi mér frá því í umræddu símtali að bankastjórar Útvegsbankans hefðu í reynd engu fengið um það ráðið hvaða leið var farin . Þeim hefði verið nauðugur sá kostur að fara að tillögu ríkislögmanns, Gunnlaugs Claessen . Þessa frásögn staðfesti Axel Kristjánsson, fyrrverandi aðstoð ar- 11 Íslenska skipafélagið hafði hinn 18 . nóvember 1985 keypt eignir og rekstur Hafskips hf . bankastjóri Útvegsbankans, síðar í samtali við undirritaðan . Í grein sinni í Þjóðmálum lætur Lárus sem hann kannist ekki við „hreinu leiðina“, en það var þó hann sjálfur sem fyrstur sagði mér frá hinni „hreinu leið“ Gunnlaugs Claessen . Hinn 24 . júlí 2007 átti ég viðtal við Gunnlaug Claessen og bar meðal annars undir hann þessa frásögn Lárusar og Axels . Gunnlaugur harðneitaði að hafa átt nokkurn þátt í að koma á bindandi samkomulagi Eimskipafélagsins og Útvegsbankans, sem undirritað var hinn 1 . desember 1985, og kvaðst líta á framburð þeirra Lárusar og Axels sem árásir á sig . Ég greindi Lárusi Jónssyni frá því í síma miðvikudagskvöldið 1 . ágúst 2007 að Gunnlaugur hefði þvertekið fyrir að hafa átt nokkurn þátt í að koma á fyrrgreindu samkomulagi . Sagði Lárus þá orðrétt að ekki tjóaði „að deila við dómarann“ og átti þar við hæstaréttardómarann Gunnlaug . Lárus sagði hins vegar að viðbrögð Gunnlaugs kæmu sér mjög spánskt fyrir sjónir – það væri alveg á hreinu að Gunnlaugur hefði lagt fram þessa tillögu og þetta gat Axel Kristjánsson sömuleiðis staðfest . Lárus sakar mig einnig um að láta líta svo út að ég hafi haft einkaskjalasafn hans undir höndum . Sú ásökun er fráleit . Í fyrrnefndu símtali mínu við Lárus, 1 . ágúst 2007 bað ég hann sérstaklega að gaumgæfa hvort hann ætti í sínum fórum gögn er varpað gætu gleggra ljósi á atburðarásina í aðdraganda samningagerðar Útvegsbankans og Eimskipafélagsins . Gerði hann það og hafði samband við mig degi síðar . Eftirfarandi frásögn er orðrétt úr minnisblaði sem ég tók saman um samtal okkar Lárusar: Lárus sagðist hafa leitað að minnispunktum sínum í nótt og fundið handskrifað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.