Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 48
46 Þjóðmál VOR 2010 bankans . 10% lækkun fasteignaverðs mun gera áðurnefnt tryggingabréf verðlaust ef það er á seinni veðrétti . Er eignasafn Landsbankans sama marki brennt? Þetta er langmikilvægasta spurningin við mat á ábyrgð ríkisins varðandi Icesave, en hún er nær aldrei rædd í fjölmiðlum og „sérfræðingarnir“ láta sig hana engu varða! Sérfræðiviska óháða ráðherra Samfylkingarinnar Gylfi Magnússon er hámenntaður hag-fræðingur, dósent í hagfræði við Há- skóla Íslands og núna viðskiptaráðherra . Marg ir myndu telja hann sérfræðing á sínu sviði . Hann var líka kynntur sem óháður og faglegur ráðherra . Gylfi skrifaði grein í Morg­ unblaðið í júlí . Þar segir hann að á næstu 15 árum muni útflutningstekjur Íslendinga nema 100 milljörðum evra, og einungis þurfi að auka þennan útflutning um 2% til að standa við Icesave-samninginn . Það var einmitt það, málunum reddað! En frá því greinin birtist hefur Gylfi ekki haft hátt um þessa útreikninga sína . Hvers vegna? Líklegasta ástæðan er sú að hann veit vel að þessi útreikningur heldur ekki vatni . Ástæðurnar eru m .a . eftirfarandi . Númer 1: Útflutningstekjur þjóðarinnar voru um 5 milljarðar evra árið 2008 . Að teknu tilliti til lækkandi álvers, fiskverðs og hrávöruverðs má búast við að útflutningurinn nemi um 4 milljörðum evra 2009 . Gylfi gerir ráð fyrir 100 milljörðum evra í útflutningstekjur yfir 15 ára tímabil, en til þess þarf nafn- vöxtur útflutnings að nema um 6% í erlendri mynt . Það er ansi bratt . Til þess þarf miklar fjárfestingar og það kallar á mikinn innflutning . Númer 2: Hluti af útflutningstekjum þjóðarinnar eru meðal annars sala úr landi á innfluttum bílum, skipum og flugvélum, sala á olíu, ál og flutningur á vörum til landsins . Þessir liðir eru um 2 milljarðar evra af þeim 5 sem aflað var vegna útflutningstekna árið 2008 . Alla þessa liði er ekki hægt að auka með einföldum hætti, til þess þarf að flytja inn hráefni og fjárfestingavörur, nú eða bíla, skip og flugvélar til að senda til baka . Hvernig Gylfi ætlar sér að auka útflutningstekjur þjóðarinnar á notuðum bílum og flugvél- um næstu 15 árin er óútskýrt í grein hans . Númer 3: Það er nauðsynlegt að flytja inn ákveðnar vörur til að framleiða aukið magn, olíu fyrir flotann, súrál fyrir álið og hrávörur fyrir ýmsan iðnað . 2% útflutningur getur því krafist 1% innflutnings . Númer 4: Aukinn útflutningur skilar sér ekki allur til ríkisins til að niðurgreiða Icesave . Hann verður einnig eftir hjá fjárfestum og starfsmönnum sem geta notað launin/hagnaðinn til fjárfestinga erlendis . Annar kunnur „sérfræðingur“ Íslendinga er háskólakennarinn Friðrik Már Bald urs- son . Hann skrifaði grein í Morgun blað ið 2 . febrúar 2010 . Þar telur hann að einungis þurfi að greiða til Breta og Hollend inga 1,5% af landsframleiðslu á hverju ári frá 2016 til 2025, samtals tíu ár . Það er lítil og sæt tala . Kárahnjúkavirkjun kostaði um 130 milljarða á sínum tíma og tók einhver sex ár í framkvæmd . Meðan Kárahnjúkavirkjun var í byggingu kostaði hún einnig 1,5% af landsframleiðslu á hverju ári . Það er ekki tilviljun, virkjunin er álíka mikið skrímsli og prósentan hans Friðriks . Friðrik túlkar niðurstöðu sína eins og þetta sé lítil prósenta en áttar sig ekki á því að hún er risavaxin . Það hefði verið æskilegt ef Friðrik Már hefði birt útreikninga sína og rökstutt þannig sína (líklegast röngu) niðurstöðu . Í nóvember 2007 gaf Friðrik ásamt Richard Portes út skýrslu um bankakerfið sem má finna á vef Viðskiptaráðs Íslands . Veljum eitthvað af handahófi úr skýrslunni, til dæmis: „The growth of the banks has been spectacular: total assets of the banking sector have grown
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.