Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 84
82 Þjóðmál VOR 2010
Kristján að máli . Ályktaði Kristján sem svo
að Jón Leifs hlyti á sínum tíma að hafa látið
að því liggja, til að gefa tillögu sinni eitthvað
betri fótfestu, að íslenski lektorinn í Berlín,
Kristján Albertsson, sem væri í vinskap við
ýmsa íslenska áhrifamenn, væri ekki ólík-
legur liðsmaður og þýski prinsinn skrifað
hjá sér nafnið . Kristján sagði sendiherranum
sem var, að hann hefði aldrei séð þennan
mann og aldrei haft nein samskipti við
hann, hann kæmi sér bókstaflega ekkert við
og eftir því sem hann vissi best kæmi Ísland
honum ekkert við .
Mun prinsinn loks hafa komið hingað til lands sumarið 1973, en einungis
haft sólarhringsviðdvöl sem farþegi á
skemmti ferðaskipinu Europa . Sama ár gaf
hann út lítið kver, König von Island?, þar
sem hann rakti ættir sínar og sögu – að því
er virðist með það fyrir augum að sýna fram
á að Íslandi væri sómi að slíkum kóngi .
Hann sendi þá m .a . forseta Íslands, Kristjáni
Eldjárn, eintak af kverinu . Forsetaembættið
skrifaði prinsinum að það sem kynni að hafa
borist í tal með honum og ónafngreindum
Íslendingum árið 1938 væri þeirra einkamál
og lögboðnum stjórnvöldum á Íslandi með
öllu óviðkomandi, og myndi þýðingarlaust
að hafa samband við embættið á nýjan leik
út af þessu máli .
Nokkrum árum síðar kom Sigurður Haf-
stað, sendifulltrúi í Noregi, að máli við
Kristján og sagði að norskur sagnfræðingur
væri að skrifa grein sem ætti að heita „Þegar
til stóð að Ísland yrði konungdæmi“ eða
eitthvað í þá veru og vildi komast í samband
við Kristján . Kristján sagði sem fyrr að hann
væri enginn aðili að þessu máli . Sigurður tók
samt af honum loforð að skrifa manninum
nokkrar línur og segja honum hvers kyns
væri . Kristján gerði það, útskýrði hvernig
þetta væri tilkomið, og mun Norðmaðurinn
hafa hætt við að skrifa greinina .
Þessi voru afskipti Kristjáns Albertssonar af hinu þýska „konungsefni“ . Í sam-
töl um okkar Kristjáns um þetta mál barst
Guðmundur Kamban aldrei í tal og sýnist
ekki tilefni til að blanda honum í málið,
fremur en Kristjáni sjálfum .
Í bók Arnar Helgasonar eru þeir hins vegar
báðir gerðir að vitorðsmönnum Jóns Leifs og
reynt að láta líta út sem mikil alvara hafi verið
á ferðum, það hafi raun verulega staðið til að
kalla þýskan prins til konungdóms á Íslandi .
Heimildir Arnar Helga sonar um þátt Ís-
lend inganna eru ekki aðrar en snubbótt frá-
sögn í endur minn ingum prinsins og bréf
sem hann á að hafa skrifað árið 1979 . Í end-
ur minningunum eru engir Íslendingar nafn-
greindir og frásögnin öll svo endaslepp að
augljóst er að ekkert býr að baki henni nema
hugsanlega hálftíma samtal við Jón Leifs .
Má það kallast undarlegt af sálfræðingi
að sjá ekki af bók prinsins að hann hefur
lifað í annarlegum heimi . Í bréfinu virðist
hins vegar koma fram (bréfið er ekki birt
í bók inni) að þrír Íslendingar hafi annað
hvort verið málinu hlynntir eða jafnvel hitt
prins inn, og að fyrir þessum mönnum hafi
verið hljómsveitarstjóri en hinir tveir hafi
verið þekktur rithöfundur og áhrifamaður
í hinum íslenska íhaldsflokki .
Þessu trúir sál fræðingurinn eins og nýju
neti . Hann getur sér þess svo til að þre menn-
ing arnir hafi verið Jón Leifs, Guð mundur
Kamban og Krist ján Alberts son . Síðan fer
hann á flug: Þre menningarnir hljóta að
hafa gefið í skyn að „þeir töluðu fyrir munn
einhverra áhrifa manna á Íslandi“ og að „það
væri umtalsverður stuðningur við málið“, því
að öðrum kosti hefði prinsinn ekki tekið „boð
þeirra jafnalvarlega og raun ber vitni“ . Síðan
bætir sálfræðingurinn við, grafalvarlega:
„Víst er að án slíks stuðnings hafa þre-
menn ingarnir verið að blekkja prinsinn og
hafa hann að ginningarfífli og vandséð er
hvaða tilgangi slíkt gat þjónað .“