Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 69
Þjóðmál VOR 2010 67
fyrir myndir . Ef fleiri viðfangsefni væru tek-
in svipuðum tökum yrði bókin öll önnur
og áhugaverðari .
Rit Óskars er ekki fræðirit heldur ævi saga
fyrir almenna lesendur, helst þá sem ekki
hafa lesið Sturlungu, og verður að njóta
sannmælis á þeim forsendum . Ævi Snorra
í endursögn með almennum skýring um
segir fræðimönnum og vönum Sturlungu-
lesendum fátt nýtt, hvorki um atburði né
túlkun . Engu að síður liggur í hlutarins eðli
að sérhver umfjöllun krefst sjónarhorns og
túlkunar, óháð markhópi viðtakenda, og
þannig felast fræðilegar kröfur til almennra
rita ekki einungis í því að rétt sé haft eftir
heimildum um atburði heldur og einnig
að túlkanir og sjónarhorn beri þekkingu
höfundar á stefnum og straumum í fræð-
unum vitni . Það er því ekki hægt að létta á
fræðilegum kröfum með vísan til almenns
leshóps, eins og stundum vill brenna við .
Fræðilegar kröfur rísa jafnt af viðfangsefni
og viðtökuhópi . Ævisaga Snorra stenst
fyrri kröfurnar vel, þótt Skafti Þóroddsson
gangi óvænt aftur strax í 1 . þætti, en þær
síðari verr . Formáli og aftanmálsskrár vísa
til nýlegra rannsókna og gefa fyrirheit, en
í textanum sjálfum sér áhrifa þeirra furðu
lítinn stað . Þannig er nær öll um ræða um
tengsl menningarstarfsemi og valda menn-
ingar grunn og almenn, og snertir varla á
einhverri dýpstu og frjóustu umræðu um
Snorra á síðari árum . Dýnamísk umræða
um höfuðþemu kremst undir fargi íhalds-
samrar atburðarakningar .
Auk gigtar er Snorri sárþjáður af heg-
elskri díalektík . Meðal þekktari hneigða
ævisagnaritara, misréttlætanlegra eftir at-
vik um, er að túlka viðfangspersónuna sem
díalektíska afurð tveggja andstæðra afla,
sem brjótast um í henni jafnt í hugsjónum
sem athöfnum . Þannig hefur Snorra
gjarnan verið stillt upp á milli Sturlunga
og Oddaverja, tveggja andstæðra afla í
ásýnd, gerð og allri umgengni um völd
og valdamenningu . Á aðra höndina séu
óbilgjarnir og stríðlyndir stórbændur sem
sækja til valda og höfðingdóms með harðri
hendi, deilugjarnir, harðskeyttir, ófyrir-
leitnir ef þarf, framagjarnir, óheflaðir . Á
hina höndina séu virtir höfðingjar, fág-
aðir heimsborgarar, frændur konungs og
vinir erlendra stórmenna, sáttfúsir friðar-
menn, traustir, víðsýnir í lærdómi og
menntum, alþjóðlegir í hugsun, agaðir .
Á tímum vaxandi upplausnar og ofbeldis
hafi framgangur Sturlunga verið tímanna
tákn en Oddaverjum hnignað, og upp úr
ólgunni hafi risið tvískiptur Snorri, sem
á aðra höndina sópaði til sín völdum og
auði í veraldlegum hildarleik en sinnti á
hina höndina æðri menntum og heims-
borgaralegum metnaði . Þrátt fyrir um-
fangs mikla valdabaráttu hafi hann verið
friðgjarn umfram flesta samtíðarmenn sína
og fráhneigður ofbeldi . Þessi gamalgróna
söguskoðun gengur í endurnýjun lífdaga í
meðförum Óskars, ýtir undir fremur skýra
aðgreiningu höfðingjans og rithöfundar-
ins, og gefur Snorra og uppeldisfjölskyldu
hans rækilegan afslátt á ómjúkri valdbeit-
ingu . Mörgum fræðimanninum mun þykja
lítið koma fyrir sitt starf ef metsölubækur
til almennra lesenda um efnið miðla sögu-
skoðunum og sjónarhornum í texta sem
allt eins gæti verið frá miðri síðustu öld .
Ævisaga Snorra ber vitni um mikinn metnað
höfundarins, mikla vinnu, og umfram allt
ást á efninu . Hann leggur allt sitt í verkið og
leggst flatur í þjónustu sinni við lesandann .
Því miður er skenkt gömlu víni af nýjum
belgjum .
Fílabeinsturninn
Fræðimenn skrifa að jafnaði fræðirit fyr ir fræðimenn en eftirláta öðrum að skrifa
fyrir almenna lesendur . Síðan halda þeir