Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 69

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 69
 Þjóðmál VOR 2010 67 fyrir myndir . Ef fleiri viðfangsefni væru tek- in svipuðum tökum yrði bókin öll önnur og áhugaverðari . Rit Óskars er ekki fræðirit heldur ævi saga fyrir almenna lesendur, helst þá sem ekki hafa lesið Sturlungu, og verður að njóta sannmælis á þeim forsendum . Ævi Snorra í endursögn með almennum skýring um segir fræðimönnum og vönum Sturlungu- lesendum fátt nýtt, hvorki um atburði né túlkun . Engu að síður liggur í hlutarins eðli að sérhver umfjöllun krefst sjónarhorns og túlkunar, óháð markhópi viðtakenda, og þannig felast fræðilegar kröfur til almennra rita ekki einungis í því að rétt sé haft eftir heimildum um atburði heldur og einnig að túlkanir og sjónarhorn beri þekkingu höfundar á stefnum og straumum í fræð- unum vitni . Það er því ekki hægt að létta á fræðilegum kröfum með vísan til almenns leshóps, eins og stundum vill brenna við . Fræðilegar kröfur rísa jafnt af viðfangsefni og viðtökuhópi . Ævisaga Snorra stenst fyrri kröfurnar vel, þótt Skafti Þóroddsson gangi óvænt aftur strax í 1 . þætti, en þær síðari verr . Formáli og aftanmálsskrár vísa til nýlegra rannsókna og gefa fyrirheit, en í textanum sjálfum sér áhrifa þeirra furðu lítinn stað . Þannig er nær öll um ræða um tengsl menningarstarfsemi og valda menn- ingar grunn og almenn, og snertir varla á einhverri dýpstu og frjóustu umræðu um Snorra á síðari árum . Dýnamísk umræða um höfuðþemu kremst undir fargi íhalds- samrar atburðarakningar . Auk gigtar er Snorri sárþjáður af heg- elskri díalektík . Meðal þekktari hneigða ævisagnaritara, misréttlætanlegra eftir at- vik um, er að túlka viðfangspersónuna sem díalektíska afurð tveggja andstæðra afla, sem brjótast um í henni jafnt í hugsjónum sem athöfnum . Þannig hefur Snorra gjarnan verið stillt upp á milli Sturlunga og Oddaverja, tveggja andstæðra afla í ásýnd, gerð og allri umgengni um völd og valdamenningu . Á aðra höndina séu óbilgjarnir og stríðlyndir stórbændur sem sækja til valda og höfðingdóms með harðri hendi, deilugjarnir, harðskeyttir, ófyrir- leitnir ef þarf, framagjarnir, óheflaðir . Á hina höndina séu virtir höfðingjar, fág- aðir heimsborgarar, frændur konungs og vinir erlendra stórmenna, sáttfúsir friðar- menn, traustir, víðsýnir í lærdómi og menntum, alþjóðlegir í hugsun, agaðir . Á tímum vaxandi upplausnar og ofbeldis hafi framgangur Sturlunga verið tímanna tákn en Oddaverjum hnignað, og upp úr ólgunni hafi risið tvískiptur Snorri, sem á aðra höndina sópaði til sín völdum og auði í veraldlegum hildarleik en sinnti á hina höndina æðri menntum og heims- borgaralegum metnaði . Þrátt fyrir um- fangs mikla valdabaráttu hafi hann verið friðgjarn umfram flesta samtíðarmenn sína og fráhneigður ofbeldi . Þessi gamalgróna söguskoðun gengur í endurnýjun lífdaga í meðförum Óskars, ýtir undir fremur skýra aðgreiningu höfðingjans og rithöfundar- ins, og gefur Snorra og uppeldisfjölskyldu hans rækilegan afslátt á ómjúkri valdbeit- ingu . Mörgum fræðimanninum mun þykja lítið koma fyrir sitt starf ef metsölubækur til almennra lesenda um efnið miðla sögu- skoðunum og sjónarhornum í texta sem allt eins gæti verið frá miðri síðustu öld . Ævisaga Snorra ber vitni um mikinn metnað höfundarins, mikla vinnu, og umfram allt ást á efninu . Hann leggur allt sitt í verkið og leggst flatur í þjónustu sinni við lesandann . Því miður er skenkt gömlu víni af nýjum belgjum . Fílabeinsturninn Fræðimenn skrifa að jafnaði fræðirit fyr ir fræðimenn en eftirláta öðrum að skrifa fyrir almenna lesendur . Síðan halda þeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.