Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 90
88 Þjóðmál VOR 2010 hundruð árum sem menn hafa glímt við þekkingarfræði hefur ekki komið fram snjallari greining á þekkingu, en það hefur verið bætt við hana og ólíkar tegundir þekkingar, kunnátta og vitneskja til dæmis, hafa verið skoðaðar nákvæmlega og gerð grein fyrir ólíkum röklegum eiginleikum þeirra . Atli Harðarson hefur nú skrifað litla bók um efahyggju sem er í raun sögulegur inngangur að þekkingarfræði og ráðgátum hennar . Bókin fjallar um efahyggju sem kom fram í fornöld eins og kenning Platons og það má líta á hana sem viðbrögð við kenningu Platons um þekkinguna . Atli gerir grein fyrir tvískiptingu í efahyggju fornaldar sem hann notar svo víða í bókinni til að skerpa efahyggjuna sem hann sjálfur vill halda fram . Þessi tvískipting er á milli pyrronískrar efahyggju sem neitar að taka af skarið um hvort við getum eitthvað vitað yfirleitt og akademískrar efahyggju sem hélt því fram að við gætum vitað að við vissum ekki neitt . Akademíska efahyggjan varð viðtekin skoðun í Akademíunni, skólanum sem Platon stofnaði árið 385 fyrir Krist, rúmri öld eftir stofnun hans . Efahyggjan er ekki síður merkileg en kenning Platons um þekkinguna . Hún er eitt mögulegt viðbragð við greiningu Platons á þekkingunni sem öruggri og óbreytanlegri . Það er ljóst að aka dem íska efahyggjan þarf að glíma við ýmsar erfiðar rökþrautir sem ekki er ástæða til að rekja hér . Pyrroníska efahyggjan er flóknari en kann að virðast en mér virðist skynsamlegasti búningur hennar vera við- leitni til að efast um þekkingu á tiltekn um sviðum, spyrja sig spurninga um for send ur hennar og afleiðingar . Það má greina á milli efahyggju sem er altæk og þeirrar sem er afmörkuð . Pyrroníska efahyggjan eins og Atli lýsir henni er almennt þannig að hún hvorki neitar né játar að við vitum eitthvað en beinist yfirleitt að tilteknum kennisetningum eða skoðunum . Altæk efahyggja beinist að því hvort við getum yfirleitt vitað nokkurn skapaðan hlut, hvort við séum ekki haldin blekkingum um veruleikann yfirleitt . Í bók inni eru nefnd þrjú fræg dæmi um slíka efahyggju: í fyrsta lagi efahyggju Descartes sem gengur út á að við getum ekki útilokað að myrkrahöfðinginn blekki okkur stöðugt um alla hluti; í öðru lagi að við getum ekki útilokað að veröldin hafi orðið til fyrir fimm mínútum síðan með öllu því sem í henni er, gögnum um sögulega þróun, minningum um hluti sem gerðust fyrir þrjátíu árum síðan, skjölum um ákvarðanir sem teknar voru fyrir tvö hundruð árum, en í reynd varð heimurinn til fyrir fimm mínútum (ég held að þetta dæmi sé upphaflega komið frá Bertrand Russell); í þriðja lagi að við getum ekki útilokað að við séum heilar í krukku tengdir við tölvu eða aðra öfluga vél sem sendir okkur stöðugt boð um heila stöðvarnar og dælir blóði í heilann og heldur honum lifandi . Allt eru þetta dæmi um altæka efahyggju þar sem ekkert verður öruggt . Ég held að óhætt sé að segja að þessi altæka efahyggja á ekki miklu fylgi að fagna nú um stundir, að líkindum vegna þess að hún er svo geld . Það er eiginlega ekki hægt að svara henni með neinum hætti nema snúa sér að öðru . Hin takmarkaða efahyggja er að hluta til sjálfsagðir hlutir, viðleitni til að spyrja og efast um hvaðeina; að hluta til virðist mér hún erfiðari en Atli telur í þessari bók . Mér sýnist til dæmis að hluthyggja Atla, sem ég deili með honum, leiði til þess að við getum hugsanlega ekki vitað neitt um sum svið veruleikans . Sem dæmi mætti nefna tilurð og skilyrði vitundarlífs sem við vitum lítið um . En er það svo að við getum ekki vitað neitt um þetta svið vegna þess að við höfum núna svo léleg tæki til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.