Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 19
Þjóðmál VOR 2010 17
Dr . Pachauri segir að viðræðurnar hafi aðeins
verið spurning á blaðamannafundi og hann
hefði í raun ekki kveikt á henni og hann lesi
ekki nein slík tölvubréf .
Á vefsíðu The Economist er birt langt viðtal
við dr . Pachauri sem blaðið segir tekið 1 .
febrúar 2010 . Þar segist hann aðeins hafa
lesið IPCC-skýrsluna mjög hratt og hann
hafi ekki staldrað við það sem sagt sé um
jöklana . Hann hafi aldrei í mörg hundruð
ræðum sínum síðustu tvö og hálft ár nefnt
að Himalajajöklarnir verði bráðnaðir árið
2035 .
Þá er dr . Pachauri spurður um samskipti
sín við dr . Hasnain sem hafi unnið í tvö
ár hjá TERI-stofnun dr . Pachauris . Hann
segist varla hafa samskipti við Hasnain sem
sé oftast úti við rannsóknir . Dr . Pachauri
segist ekki vita neitt um jöklafræði og 900
manns vinni hjá TERI og vegna vinnu
sinnar við IPCC-skýrslugerðina hafi hann
falið öðrum að sinna stjórnunarstörfum í
TERI . Hann hafi aldrei rætt bráðnun jökla
við Hasnain .
Blaðamaður The Economist spyr dr .
Pachauri um laun hans í sömu andrá og
drepið er á gagnrýni vegna hættu á hags-
muna árekstri . Hann segist ekki fá nein
laun fyrir störf sín sem formaður IPCC en
TERI-stofnunin greiði honum laun sem
hann segist ekki vita hvað séu há . Þau fari
í bankann hans . Blaðamaðurinn segist eiga
erfitt með að trúa þessu, en hann ætli ekki
að rengja orð viðmælanda síns .
Hinn 5. febrúar 2010 lýsti Manmohan
Singh, forsætisráðherra Indlands, fullu
trausti á dr . Pachauri, að sögn indversku
DNA-fréttastofunnar . Jens Stoltenberg,
fors ætisráðherra Noregs, og Matti Vanhan-
en, forsætisráðherra Finnlands, lýstu einnig
yfir trausti á dr . Pachauri á Delí-leiðtoga-
ráðstefnunni 2010 um sjálfbæra þróun .
Kall aði Stoltenberg dr . Pachauri „góðan
vin Noregs“ í ræðu sinni . Jigme Thinley,
forsætisráðherra Bútans, sagði, að í landi
sínu sæju menn örar breytingar á Himalaja-
jöklum .
Himalaja-áhugi Ólafs Ragnars
og samstarfið við dr . Pachauri
Á árinu 2006 stofnaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til fyrir-
lestr a rað arinnar Nýir straumar í því skyni
að fá til landsins vísindamenn, fræðimenn
og forystumenn í listum, menningu og
alþjóðamálum . Undir þeim merkjum var
haldið Samráðsþing um loftslagsbreytingar
í Reykjavík dagana 12.–14. júní 2006 . Á
þinginu flutti dr . Rajendra K . Pachauri,
forseti Alþjóðlegs vísindaráðs um lofts lags -
breytingar (Intergovernmental Panel on
Climate Change, IPCC), það er lofts lags-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, fyrirlestur
undir heitinu „Sjálfbær veröld: Ný stefna og
tæknilausnir“ .
Kristján Guy Burgess, sem þá var „al-
þjóða ráðgjafi“ Ólafs Ragnars, undirbjó
ráð stefn una ásamt Örnólfi Thorssyni for-
seta ritara . Í tilkynningu um ráðstefnuna á
vef síðunni forseti.is voru loftslagsnefndin
(ICCP) og formaður hennar kynnt á þann
veg að nefndin hefði verið sett á laggirnar
að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og ríkja
heims . Hún gæfi reglulega út formlegar
mats skýrslur um hve mikil hætta stafaði
af loftslagsbreytingum á næstu áratugum .
Skýrslur IPPC hefðu lagt grundvöll að mati
heims byggðarinnar á þessari hættu . Um
3000 vísindamenn víða að úr veröldinni
tækju þátt í undirbúningi skýrslugerðar-
innar og hefði dr . Pachauri stýrt því starfi .
Hann væri einnig frumkvöðull að „Dehli
Sustainable Developement Summit“ sem
árlega kæmi saman á Indlandi með þátttöku
áhrifa fólks víða að úr veröldinni . Dr .
Pachauri stýrði einnig víðtækri tækniþróun
í þágu sjálfbærs þjóðarbúskapar .