Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 19

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 19
 Þjóðmál VOR 2010 17 Dr . Pachauri segir að viðræðurnar hafi aðeins verið spurning á blaðamannafundi og hann hefði í raun ekki kveikt á henni og hann lesi ekki nein slík tölvubréf . Á vefsíðu The Economist er birt langt viðtal við dr . Pachauri sem blaðið segir tekið 1 . febrúar 2010 . Þar segist hann aðeins hafa lesið IPCC-skýrsluna mjög hratt og hann hafi ekki staldrað við það sem sagt sé um jöklana . Hann hafi aldrei í mörg hundruð ræðum sínum síðustu tvö og hálft ár nefnt að Himalajajöklarnir verði bráðnaðir árið 2035 . Þá er dr . Pachauri spurður um samskipti sín við dr . Hasnain sem hafi unnið í tvö ár hjá TERI-stofnun dr . Pachauris . Hann segist varla hafa samskipti við Hasnain sem sé oftast úti við rannsóknir . Dr . Pachauri segist ekki vita neitt um jöklafræði og 900 manns vinni hjá TERI og vegna vinnu sinnar við IPCC-skýrslugerðina hafi hann falið öðrum að sinna stjórnunarstörfum í TERI . Hann hafi aldrei rætt bráðnun jökla við Hasnain . Blaðamaður The Economist spyr dr . Pachauri um laun hans í sömu andrá og drepið er á gagnrýni vegna hættu á hags- muna árekstri . Hann segist ekki fá nein laun fyrir störf sín sem formaður IPCC en TERI-stofnunin greiði honum laun sem hann segist ekki vita hvað séu há . Þau fari í bankann hans . Blaðamaðurinn segist eiga erfitt með að trúa þessu, en hann ætli ekki að rengja orð viðmælanda síns . Hinn 5. febrúar 2010 lýsti Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, fullu trausti á dr . Pachauri, að sögn indversku DNA-fréttastofunnar . Jens Stoltenberg, fors ætisráðherra Noregs, og Matti Vanhan- en, forsætisráðherra Finnlands, lýstu einnig yfir trausti á dr . Pachauri á Delí-leiðtoga- ráðstefnunni 2010 um sjálfbæra þróun . Kall aði Stoltenberg dr . Pachauri „góðan vin Noregs“ í ræðu sinni . Jigme Thinley, forsætisráðherra Bútans, sagði, að í landi sínu sæju menn örar breytingar á Himalaja- jöklum . Himalaja-áhugi Ólafs Ragnars og samstarfið við dr . Pachauri Á árinu 2006 stofnaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til fyrir- lestr a rað arinnar Nýir straumar í því skyni að fá til landsins vísindamenn, fræðimenn og forystumenn í listum, menningu og alþjóðamálum . Undir þeim merkjum var haldið Samráðsþing um loftslagsbreytingar í Reykjavík dagana 12.–14. júní 2006 . Á þinginu flutti dr . Rajendra K . Pachauri, forseti Alþjóðlegs vísindaráðs um lofts lags - breytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC), það er lofts lags- nefndar Sameinuðu þjóðanna, fyrirlestur undir heitinu „Sjálfbær veröld: Ný stefna og tæknilausnir“ . Kristján Guy Burgess, sem þá var „al- þjóða ráðgjafi“ Ólafs Ragnars, undirbjó ráð stefn una ásamt Örnólfi Thorssyni for- seta ritara . Í tilkynningu um ráðstefnuna á vef síðunni forseti.is voru loftslagsnefndin (ICCP) og formaður hennar kynnt á þann veg að nefndin hefði verið sett á laggirnar að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og ríkja heims . Hún gæfi reglulega út formlegar mats skýrslur um hve mikil hætta stafaði af loftslagsbreytingum á næstu áratugum . Skýrslur IPPC hefðu lagt grundvöll að mati heims byggðarinnar á þessari hættu . Um 3000 vísindamenn víða að úr veröldinni tækju þátt í undirbúningi skýrslugerðar- innar og hefði dr . Pachauri stýrt því starfi . Hann væri einnig frumkvöðull að „Dehli Sustainable Developement Summit“ sem árlega kæmi saman á Indlandi með þátttöku áhrifa fólks víða að úr veröldinni . Dr . Pachauri stýrði einnig víðtækri tækniþróun í þágu sjálfbærs þjóðarbúskapar .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.