Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 92
90 Þjóðmál VOR 2010
er rétt þá virðumst við eiga að segja að á
hverjum tíma teljum við okkur vita p og
höfum til þess góðar ástæður ef vísindin
hafa sýnt fram á p með sínum bestu
aðferðum . En til að við vitum p þá þarf p að
vera satt og við erum að halda því fram að
þótt við teljum p satt núna þá verði okkur
ljóst eftir tuttugu ár eða hundrað að p var
í reynd ósatt . Það þýðir að við vissum ekki
p . Sumir vilja draga þá ályktun af þessari
þversögn framfara vísindanna að vísindin
afli ekki þekkingar heldur séu þau valda-
tæki í stéttabaráttunni og þau séu karllæg
og vestræn eða eitthvað enn verra . Mér
virðist þessi ályktun aldeilis fráleit . Ég held
að það sé eitthvað að hjá þeim sem ekki sjá
að vísindin gera stöðugt nýjar uppgötvanir
og eru í reynd þekkingarfræðilega einstök .
Við getum ekki sótt til neinnar annarrar
þjóð félagsstofnunar jafn vel rökstuddar
niður stöður og þangað og er þá sama hvort
við tölum um himingeiminn, efnisheiminn
allan, samfélagið eða sálarlíf . Rétt eins og
það var mikilvægt fyrir Platon að greina
skipu lega á milli þekkingar og skoðunar þá
er það grundvallaratriði í nútímanum að
greina á milli þeirra skoðana sem styðjast
við niður stöður vísindanna, og við getum
með réttu nefnt þekkingu, og annarra
skoðana . Við þurfum einungis að gæta
okkar á því að halda að þekking sé eilíf því
það er hún ekki .
Atla Harðarsyni hefur tekist að skrifa
stutta en efnismikla bók um þekkingar-
fræði . Honum er einkar lagið að setja
hlutina fram með einföldum og skýrum
hætti á ljósu og látlausu máli . Ég hef sjálfur
þurft að setja mig inn í fjöldamargt af því
sem hann tekur fyrir hér og ég get vottað
að það er sérlega vel gert, aðalatriði dregin
fram, rökfærslur gerðar einfaldar og skýrar .
Þessi bók gæti sómt sér sem inngangsbók
að þekkingarfræði á hvaða tungumáli sem
er .
Ragnar í Smára með
samferðamönnum
Jón Karl Helgason: Mynd af Ragnari í Smára .
Bjartur, Reykjavík 2009, 383 bls .
Eftir Björn Bjarnason
Í nýlegu samtali við listamann nefndi hann útlending til sögunnar og sagði til
að lýsa honum: „Já, hann er svona Ragnar
í Smára .“ Ég skildi strax við hvað var
átt . Hann væri athafnamaður, sem vildi
styðja listir og auðga menningarlífið með
fjármunum sínum af atvinnurekstri .
Nafn fárra Íslendinga nægir eitt til að
lýsa alkunnu og viðurkenndu framlagi
þeirra til samtíðar sinnar og síðari tíma . Í
bókinni Mynd af Ragnari í Smára bregður
Jón Karl Helgason ljósi á ævi Ragnars,
segir frá mörg um samtímanna hans . Hann
fléttar frá sögn ina í kringum merkisatburð,
eins og segir á bókarkápu:
Lesandi þessarar bókar slæst í för
með for leggj ar anum [Ragnari] sem
er á leið á Nóbels hátíð í Stokkhólmi
í desembermánuði árið 1955 . Meðal
þeirra sem á vegi hans verða eru Jón
Stef ánsson listmálari, Jón Helgason
prófessor, Sigurður Nordal sendiherra og
Halldór Laxness rithöfundur en við sögu
kemur einnig fjöldi annarra einstaklinga
þekktra og óþekktra sem eiga líf sitt
og auðnu með einhverjum hætti undir
hinum listelska athafnamanni .
Eftir lestur bókarinnar vekur undrun, að í
þessum kynningartexta skuli hvergi getið
eiginkvenna þeirra karla sem nefndir eru
til sögunnar . Þær setja mjög sterkan svip á
bók Jóns Karls . Án kvennanna væri frásögn
hans mun bragðminni .