Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 87
Þjóðmál VOR 2010 85
ekki hægt að hætta . Hann er svo ótrúlega
margslunginn, athugull og skarpur að hann
hreif mig með sér . Menn sem hafa lesið
bókina vandlega hafa sagt mér að annar og
þriðji lestur sumra kaflanna hafi fært þeim
nýjan skilning og dýpri á því sem fram fer í
sál Lewis á þessum árum .
Lewis er nefnilega mjög tilfinninganæmur
og ég get viðurkennt að stundum fékk ég
kökk í hálsinn og tár í auga við verkið, þar
sem maður lá í hverri setningu og hafði tíma
til að skynja hvað á gekk . Til dæmis þegar
Lewis lýsir því þegar hann kveður móður
sína, 17 ára gamall, á leið í stríðið . Honum
tekst að koma manni svo inn í tilfinningar
beggja að maður skynjar á sjálfum sér hversu
hrikalegar aðstæður þeirra eru undir yfirskyni
kæruleysisins . Fullþroska manneskju getur
fundist hún standa þarna á brautarpallinum
sjálf og kveðja líf sitt og yndi . Hvorugt fær
við neitt ráðið . Lewis er hörmulega illa
undirbúinn og allar líkur eru á því að hann
eigi aðeins þrjár vikur eftir ólifaðar . Móðir
getur auðveldlega sett sig inn í þessa stund á
brautarpallinum og einnig sá sem man sína
góðu móður . Þannig eru stríðin .
Bókina gaf ég svo út og reyndi að selja .
Viðtökur voru dræmar og virtist bókin ekki
höfða til markaðarins, Íslendinga . Eftir
á að hyggja sé ég að svona verk á ekkert
erindi við hinn venjulega Íslending sem vill
helst lesa lygisögur um kynlíf og morð á
vegum Rambós í endalausum útgáfum . Og
flugáhugamenn eru væntanlega svo gott
sem útdauðir með kreppunni .
Cecil Arthur Lewis hættir í skóla árið 1915 . Heimstyrjöldin fyrri var þá í
fullum gangi, en hún kostaði áður en yfir
lauk 9 .721 .937 hermenn og 6 .821 .248
óbreytta borgara lífið . Æskudraumar Lewis
höfðu flestir snúist um flug . Hefði hann
ekki logið til um aldur og sótt um inn-
göngu í Royal Flying Corps hefði hann verið
sendur í skotgrafirnar og hann viðurkennir í
bókinni að það hefði líklega svipt hann vit-
inu . Hann var tekinn inn og fór einflug eftir
einnar og hálfrar klukkustundar kennslu
og var sendur yfir til Frakklands með 13
klukkustunda flugreynslu árið 1916 .
Meðallífslíkur nýs bresks flugmanns voru
3 vikur . Lewis tekst að lifa af hætturnar,
sem voru ekki minni af fluginu sjálfu en
byssukúlunum . Því Lewis elskar flug ið sjálft
og það er honum þrotlaus upp spretta fegurðar
og lífsfyllingar . Hann sér í bólstraskýinu
glitrandi hallir og ókunn lönd með dölum og
giljum, hann sér fegurð himinsins og friðsælla
landanna fyrir neðan úr margra mílna hæð,
þaðan sem stríðið er ekki lengur sýnilegt .
Hann gleðst yfir valmúablómunum sem vaxa
upp úr sprengigígunum á vígvellinum og læ-
virkj a num sem þarna flýgur upp og hefur
sig yfir stöðugar fallbyssudrunurnar með
söng sínum . Hann lýsir tryggðaböndum í
hildarleiknum sem dauðinn sker stöðugt á –
og auð sæti sessunautanna frá í gær falla til
nýliðanna á morgun .