Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 64

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 64
62 Þjóðmál VOR 2010 eftir Sallustius og Lucanus . Telja má næsta víst að Snorri hafi þekkt þetta rit . Sumt í frásögn hans af norskum höfðingjum minnir á Rómverjasögu og er freistandi að álykta að frelsishugsjónirnar í Heimskringlu og andófið gegn öflugra konungsvaldi sæki að einhverju leyti innblástur til rómverska lýðveldisins . Heimskringla er ólík öðrum íslenskum kon ungasögum frá 13 . öld því hetjurnar, sem lesandinn fær mesta samúð með, eru ekki kóngar heldur höfðingjar á borð við Erling á Sóla, Þorgný lögmann og Hrærek sem dó blindur á bænum Kálfskinni í Eyjafirði . Þessir menn streittust á móti eflingu konungsvaldsins . Snorri lætur þá alla mæla gegn hugmyndum af því tagi sem ríktu við norsku hirðina á ríkisárum Hákonar gamla . Hrærekur kvartar til dæmis yfir að enginn hafi verið sjálfráði fyrir Ólafi Tryggvasyni og menn hafi ekki einu sinni fengið að ráða því sjálfir á hvaða guði þeir trúðu fyrir ofríki hans .9 Þegar Ólafur Tryggvason bauð að gefa Erlingi á Sóla jarldóm neitaði hann að taka við aðalstign og sagði: „Hersar hafa verið frændur mínir . Vil eg ekki hafa nafn hærra en þeir .“10 Allir þessir andstæðingar konungsvaldsins virðast hafa litið svo á að efsta lag samfélagsins ætti að vera hópur frjálsra höfðingja sem umgengjust hver annan sem jafningjar og viðurkenndu ekkert æðra vald . Eftirfarandi ummæli um Pompeios mikla sem Rómverjasaga leggur í munn Kató yngra minna á orðin sem hér voru höfð eftir Erlingi á Sóla, að hann vildi ekki hafa hærra tignarnafn en frændur sínir: „sá maðr er nú frá fallinn er úlíkr ok úiafn er hinum fyrrum maunnum várum að kunna hóf að sínu ríki, [ . . .] . hafði hann með sér ást hins 9 S .r ., s . 281–2. 10 S .r ., s . 207. rétta . [ . . .] þó villdi hann ekki tignarnafn bera .“11 Líkt og Pompeios var á sínum tíma öflug- asti talsmaður rómverska lýðveldisins og helsti andstæðingur Júlíusar Sesars var Erling ur helsti fulltrúi norskra héraðs höfð- ingja og einn þeirra sem lengst og fastast stóðu gegn ásælni konungsvaldsins . Orðin sem sögumenn hafa um þessa tvo höfðingja eru, að mínu viti, of lík til að um einbera tilviljun geti verið að ræða . * Á seinni öldum hafa margir stjórn -málahugsuðir sótt innblástur í rit þeirra rómversku sagnamanna sem hér voru nefndir . Meðal þeirra frægustu er Ítalinn Niccolò Machiavelli (1460– 1527) . Í riti sínu Discorsi fléttar hann saman endursögn á rómarsögu Liviusar og lofgjörð um rómverska lýðveldið . Lýð veldishugsjón Machiavellis er hluti af stjórnspekilegri arfl eifð Vesturlanda og endurómar í ýmsum hug myndum frá seinni tímum um ríkið sem samfélag frjálsra jafningja . Upphaflega snerust þessar hugsjónir um að höfðingjar réðu ráðum sínum á jafnréttisgrundvelli án þess að viðurkenna neitt yfirvald, en gerðu ráð fyrir að fólk af lægri stigum væri valdalaust . Á síðari öldum hafa lýðveldissinnar mikið til hætt að gera neinn greinarmun á háum og lágum og reynt að láta drauminn um sjálfstjórn frjálsra jafningja rætast fyrir alla án manngreinarálits . (Á ensku er stefna þeirra ýmist kölluð „republican- ism“, „classical republicanism“ eða „civic human ism .“ Annar stærsti stjórn mála- flokk ur Bandaríkjanna, sem var stofnaður um miðja 19 . öld, er kenndur við þessa stefnu . Líklega var sú nafngift valin að 11 Rómveriasaga, AM 595, 4o, (útg . Meissner) Berlin 1910, s . 130 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.