Þjóðmál - 01.03.2010, Page 64

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 64
62 Þjóðmál VOR 2010 eftir Sallustius og Lucanus . Telja má næsta víst að Snorri hafi þekkt þetta rit . Sumt í frásögn hans af norskum höfðingjum minnir á Rómverjasögu og er freistandi að álykta að frelsishugsjónirnar í Heimskringlu og andófið gegn öflugra konungsvaldi sæki að einhverju leyti innblástur til rómverska lýðveldisins . Heimskringla er ólík öðrum íslenskum kon ungasögum frá 13 . öld því hetjurnar, sem lesandinn fær mesta samúð með, eru ekki kóngar heldur höfðingjar á borð við Erling á Sóla, Þorgný lögmann og Hrærek sem dó blindur á bænum Kálfskinni í Eyjafirði . Þessir menn streittust á móti eflingu konungsvaldsins . Snorri lætur þá alla mæla gegn hugmyndum af því tagi sem ríktu við norsku hirðina á ríkisárum Hákonar gamla . Hrærekur kvartar til dæmis yfir að enginn hafi verið sjálfráði fyrir Ólafi Tryggvasyni og menn hafi ekki einu sinni fengið að ráða því sjálfir á hvaða guði þeir trúðu fyrir ofríki hans .9 Þegar Ólafur Tryggvason bauð að gefa Erlingi á Sóla jarldóm neitaði hann að taka við aðalstign og sagði: „Hersar hafa verið frændur mínir . Vil eg ekki hafa nafn hærra en þeir .“10 Allir þessir andstæðingar konungsvaldsins virðast hafa litið svo á að efsta lag samfélagsins ætti að vera hópur frjálsra höfðingja sem umgengjust hver annan sem jafningjar og viðurkenndu ekkert æðra vald . Eftirfarandi ummæli um Pompeios mikla sem Rómverjasaga leggur í munn Kató yngra minna á orðin sem hér voru höfð eftir Erlingi á Sóla, að hann vildi ekki hafa hærra tignarnafn en frændur sínir: „sá maðr er nú frá fallinn er úlíkr ok úiafn er hinum fyrrum maunnum várum að kunna hóf að sínu ríki, [ . . .] . hafði hann með sér ást hins 9 S .r ., s . 281–2. 10 S .r ., s . 207. rétta . [ . . .] þó villdi hann ekki tignarnafn bera .“11 Líkt og Pompeios var á sínum tíma öflug- asti talsmaður rómverska lýðveldisins og helsti andstæðingur Júlíusar Sesars var Erling ur helsti fulltrúi norskra héraðs höfð- ingja og einn þeirra sem lengst og fastast stóðu gegn ásælni konungsvaldsins . Orðin sem sögumenn hafa um þessa tvo höfðingja eru, að mínu viti, of lík til að um einbera tilviljun geti verið að ræða . * Á seinni öldum hafa margir stjórn -málahugsuðir sótt innblástur í rit þeirra rómversku sagnamanna sem hér voru nefndir . Meðal þeirra frægustu er Ítalinn Niccolò Machiavelli (1460– 1527) . Í riti sínu Discorsi fléttar hann saman endursögn á rómarsögu Liviusar og lofgjörð um rómverska lýðveldið . Lýð veldishugsjón Machiavellis er hluti af stjórnspekilegri arfl eifð Vesturlanda og endurómar í ýmsum hug myndum frá seinni tímum um ríkið sem samfélag frjálsra jafningja . Upphaflega snerust þessar hugsjónir um að höfðingjar réðu ráðum sínum á jafnréttisgrundvelli án þess að viðurkenna neitt yfirvald, en gerðu ráð fyrir að fólk af lægri stigum væri valdalaust . Á síðari öldum hafa lýðveldissinnar mikið til hætt að gera neinn greinarmun á háum og lágum og reynt að láta drauminn um sjálfstjórn frjálsra jafningja rætast fyrir alla án manngreinarálits . (Á ensku er stefna þeirra ýmist kölluð „republican- ism“, „classical republicanism“ eða „civic human ism .“ Annar stærsti stjórn mála- flokk ur Bandaríkjanna, sem var stofnaður um miðja 19 . öld, er kenndur við þessa stefnu . Líklega var sú nafngift valin að 11 Rómveriasaga, AM 595, 4o, (útg . Meissner) Berlin 1910, s . 130 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.