Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 29
 Þjóðmál VOR 2010 27 Ragnar Árnason Kreppan og skattheimta Nú stendur yfir dýpsta efnahagskreppa sem á þjóðinni hefur dunið frá stofn- un lýðveldisins . Kreppa þessi, sem hófst á síðari hluta árs 2008, er nú þegar orðin dýpri en kreppurnar 1948–52 og 1967–68 sam kvæmt tölum Hagstofunnar (Hag stofa Ís lands 2010) . Minnkun vergrar lands fram- leiðslu í yfirstandandi kreppu verð ur senni- lega vel yfir 10%, en var -7,1% og -6,7% í hinum fyrri (mynd 1, sjá næstu síðu) . Eftir á að koma í ljós hvort kreppan nú verður lang vinnari en samdráttarskeiðið 1948–52 sem stóð í hart nær fjögur ár . Það fer m .a . eftir því hvernig tekið verður á stjórn efnahagsmála . Núverandi efnahagskreppa er um margt ólík fyrri efnahagskreppum á Íslandi . Fyrri efnahagskreppur, en þær má telja fimm á lýðveldistímanum (mynd 1), stöfuðu öðru fremur af samdrætti í út flutn ings tekjum vegna verðlækkana og/eða aflabrests í sjáv- ar útvegi . Kreppan nú ein kennist hins vegar af allt öðrum hlutum . Stend ur þar þrennt upp úr: (1) Hrun heils efna hagsgeira, þ .e .a .s . fjár málageirans, sem áður hafði lagt beint 6–8% til vergrar lands fram leiðslu . (2) Gríðar leg eigna minnk un heim ila og fyrir- tækja, sem hæglega nemur tvö- til þre faldri lands fram leiðslu . (3) Mjög miklar erlend- ar skuld ir þjóð ar innar, sem þegar öll kurl koma til grafar gætu verið langt umfram landsframleiðslu . Opinberir aðilar, einkum ríkið, eiga stóran hluta af þessum skuldum . Hin mikla eignaminnkun stafar fyrst og fremst af verðfalli fyrirtækja og verðrýrnun fasteigna . Íslenska hlutabréfavísitalan lækk- aði úr yfir 9000 um mitt ár 2007 niður í liðlega 800 í janúar á þessu ári, eða um 91% . Í verðmæti jafngildir þessi lækkun a .m .k . 2000–3000 milljörðum króna og hefur þá verið gert ráð fyrir að eigendur þessara bréfa hafi ekki talið sér til eigna nema hluta af markaðsvirði þeirra þegar það fór hæst . Óskráð hlutabréf sem og virði fyrirtækja almennt hefur einnig lækkað mjög mikið og bætist sú lækkun við ofangreinda tölu . Fasteignaverð er talið hafa lækkað um allt að 30% að raunvirði . Þessi lækkun jafngildir sennilega 1000 til 1500 milljörðum króna . Samtals er eignaminnkunin af ofangreind- um ástæðum því tæpast undir 4000 milljörð um króna og gæti hæglega verið allt að 6000 . Gagnlegt er að setja þessar tölur í samhengi við landsframleiðsluna sem talin er um 1600 milljarðar kr . á þessu ári . Þessi áföll hafa að sjálfsögðu víðtækar hag rænar afleiðingar . Heimili og fyrirtæki sem nú standa frammi fyrir mikilli eigna- skerð ingu og erfiðri skuldastöðu verða að lag færa eignastöðu sína . Þar með mun eftir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.