Þjóðmál - 01.03.2010, Page 29

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 29
 Þjóðmál VOR 2010 27 Ragnar Árnason Kreppan og skattheimta Nú stendur yfir dýpsta efnahagskreppa sem á þjóðinni hefur dunið frá stofn- un lýðveldisins . Kreppa þessi, sem hófst á síðari hluta árs 2008, er nú þegar orðin dýpri en kreppurnar 1948–52 og 1967–68 sam kvæmt tölum Hagstofunnar (Hag stofa Ís lands 2010) . Minnkun vergrar lands fram- leiðslu í yfirstandandi kreppu verð ur senni- lega vel yfir 10%, en var -7,1% og -6,7% í hinum fyrri (mynd 1, sjá næstu síðu) . Eftir á að koma í ljós hvort kreppan nú verður lang vinnari en samdráttarskeiðið 1948–52 sem stóð í hart nær fjögur ár . Það fer m .a . eftir því hvernig tekið verður á stjórn efnahagsmála . Núverandi efnahagskreppa er um margt ólík fyrri efnahagskreppum á Íslandi . Fyrri efnahagskreppur, en þær má telja fimm á lýðveldistímanum (mynd 1), stöfuðu öðru fremur af samdrætti í út flutn ings tekjum vegna verðlækkana og/eða aflabrests í sjáv- ar útvegi . Kreppan nú ein kennist hins vegar af allt öðrum hlutum . Stend ur þar þrennt upp úr: (1) Hrun heils efna hagsgeira, þ .e .a .s . fjár málageirans, sem áður hafði lagt beint 6–8% til vergrar lands fram leiðslu . (2) Gríðar leg eigna minnk un heim ila og fyrir- tækja, sem hæglega nemur tvö- til þre faldri lands fram leiðslu . (3) Mjög miklar erlend- ar skuld ir þjóð ar innar, sem þegar öll kurl koma til grafar gætu verið langt umfram landsframleiðslu . Opinberir aðilar, einkum ríkið, eiga stóran hluta af þessum skuldum . Hin mikla eignaminnkun stafar fyrst og fremst af verðfalli fyrirtækja og verðrýrnun fasteigna . Íslenska hlutabréfavísitalan lækk- aði úr yfir 9000 um mitt ár 2007 niður í liðlega 800 í janúar á þessu ári, eða um 91% . Í verðmæti jafngildir þessi lækkun a .m .k . 2000–3000 milljörðum króna og hefur þá verið gert ráð fyrir að eigendur þessara bréfa hafi ekki talið sér til eigna nema hluta af markaðsvirði þeirra þegar það fór hæst . Óskráð hlutabréf sem og virði fyrirtækja almennt hefur einnig lækkað mjög mikið og bætist sú lækkun við ofangreinda tölu . Fasteignaverð er talið hafa lækkað um allt að 30% að raunvirði . Þessi lækkun jafngildir sennilega 1000 til 1500 milljörðum króna . Samtals er eignaminnkunin af ofangreind- um ástæðum því tæpast undir 4000 milljörð um króna og gæti hæglega verið allt að 6000 . Gagnlegt er að setja þessar tölur í samhengi við landsframleiðsluna sem talin er um 1600 milljarðar kr . á þessu ári . Þessi áföll hafa að sjálfsögðu víðtækar hag rænar afleiðingar . Heimili og fyrirtæki sem nú standa frammi fyrir mikilli eigna- skerð ingu og erfiðri skuldastöðu verða að lag færa eignastöðu sína . Þar með mun eftir-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.