Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 53
 Þjóðmál VOR 2010 51 eðlilegt að bera stóru málin, eins og inn- göngu í Evrópusambandið eða upptöku annars gjaldmiðils, undir þjóðina . Hins vegar getur reynst erfitt að draga mörkin milli stóru málanna . Ætti til dæmis vera Íslands í NATÓ að vera borin undir þjóð- ina? Hvað með hugmyndir um að leggja niður forsetaembættið eða breytingar á fisk veiði stjórnunarkerfinu? Ef auka á þátt töku almennings í ákvörðunartöku verður að staldra við og spyrja hvar eigi að setja mörkin . Á að bera íþyngjandi ákvarðanir eins og skattahækkanir undir þjóðaratkvæði? Þyrfti þá að skilyrða þá kosningu þannig að ef kosið er um aukna þjónustu verði einnig að kjósa um hvaðan sú útgjaldaaukning eigi að koma? Samfara hugmyndum um ofríki meirihlutans er auðvelt að skirrast við hugmyndum um að setja til dæmis kjara samninga opinberra starfsmanna í almenna kosningu . Forsenda ákvarðana er sanngjörn upplýsing Það hlýtur að vera æskileg forsenda ákvarð ana að þær séu teknar með upp lýstum hætti . Ekki má gera lítið úr því að málin séu stundum svo flókin að kjós endur þurfi að hafa mikið fyrir því að mynda sér upplýsta skoðun . Lýðræðið felur í sér að almenningi er treyst til að velja sér fulltrúa, hið sama á mögulega að gilda um afmarkaðar ákvarðanir, hversu flóknar sem þær kunna að vera . Styrmir Gunnarsson fyrr verandi ritstjóri hélt erindi á fundi um íbúa og lýðræði á sveitastjórnarstiginu á dögunum og lagði þar áherslu á að það yrði að treysta fólki til að taka ákvarðanir fyrir samfélagið sitt . Það hlýtur að vera á ábyrgð stjórnvalda að stuðla að því að fólk geti tekið slíkar ákvarðanir með því að tryggja að allar upplýsingar liggi fyrir á gagnsæjan og grein ar góðan hátt . Ekki má þó falla í þá gryfju að halda að stjórnvöld séu einhvern tímann hlutlaus í því hlutverki . Það er eðli kjörinna fulltrúa að vera ekki hlut- lausir því kostir og gallar viðkomandi mál efnis eru mismunandi eftir pólitísku viðmiði hverju sinni . Því væri bæði erfitt og varhugavert að ganga út frá meintu hlutleysi þeirra í slíkri upplýsingagjöf . Stjórn SUS sendi á dögun um fyrirspurn til umboðsmanns Alþingis þar sem spurt var hvort gengið yrði úr skugga um að framsetning kynningarefnis stjórnvalda vegna fyrirhugðrar atkvæðagreiðslu um Ice save yrði eins hlutlæg og kostur er . Í svari umboðsmanns Alþingis kemur fram sú skoðun hans að þegar fyrir stjórnvöldum liggur framkvæmd þjóðar atkvæðis greiðslu á grundvelli 26 . gr . stjórn arskrárinnar verði stjórnvöld að gæta þess að kynningarefni af þeirra hálfu sé eins hlutlægt og kostur er . Þá segir í álitinu að stjórnvöldum sé óheimilt, í ljósi réttmætisreglu stjórnsýsluréttar, að fjár magna úr sjóðum hins opinbera gerð kynn ingarefnis sem varpar að efni til ein- ungis eða aðallega ljósi á þau sjónarmið sem lágu að baki samþykkt meirihluta Alþingis án þess að þess sé samhliða gætt að lýsa andstæðum sjónarmiðum sem fram komu við meðferð þess frumvarps sem varð að lögum . Í framhaldi af álitinu má velta upp þeirri spurningu hvort það þyrfti að setja stjórnvöldum skýrari mörk varðandi áróður af þeirra hálfu, bæði vegna þess að ekki má ganga út frá því að um raunverulegt hlutleysi sé þar að ræða og einnig vegna þess aðstöðumunar sem er á milli stjórnvalda og annarra hags- munaaðila . Í því ljósi mætti jafn vel skoða hvort að það væri óeðliegt að ríkið sjálft stæði að slíkum kynningum, en eft ir láta í staðinn stjórnmálaflokkunum fjár magn til kynningar á sínum sjónarmiðum til málefnisins .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.