Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 62
60 Þjóðmál VOR 2010 Þessi skoðun birtist til dæmis í orðaskiptum Jóns og Þorláks biskups sem frá segir í Oddaverja þætti . Jón ætlaði að fá biskup til að vígja nýja kirkju sem hann hafði látið byggja að Höfðabrekku: Herra biskup spurði […] hvárt Jón hefði heyrðan erkibyskupsboðskap um kirknaeignir . Jón svaraði: „Heyra má ek erki bysk- ups boðskap, en ráðinn em ek í at halda hann at engu, ok eigi hygg ek, at hann vili betr né viti en mínir forellrar, Sæmundr inn fróði ok synir hans . Mun ek ok eigi fyrirdæma framferði byskupa várra hér í landi, er sæmdu þann landssið, at leikmenn réðu þeim kirkjum, er þeira forellrar gáfu guði ok skildu sér vald yfir ok sínu afkvæmi .“ Byskup svaraði slíkum skynsemdum sem fyrr váru lesnar ok mörgum öðrum, svá segjandi: „Vel veizt þú þat, Jón, ef þú vilt sönnu fylgja, at byskup á kirkjueignum at ráða ok tíundum eftir setningum postulanna ok annarra heil- agra feðra, ok því, at leikmenn megu ekki yfir þeim hlutum vald eignast, […] eru þeir bannsetjandi, sem tíundum eða guðs eignum halda með þrjózku móti bysk upa vilja ok samþykki .“ Jón svaraði: „Þér meguð kalla þann bannsettan, sem þér vilið, en aldri mun ek í yðvart vald já minni eign undan mér, minni kirkju eða meiri, þeiri sem ek hefi vald yfir .“3 Svo virðist sem Snorri Sturluson hafi hugsað um stjórnmálin á sömu nótum og fóstri hans . Egils saga, sem var að líkindum samin af Snorra, heldur til dæmis á lofti hugsjón um sjálfstæða höfðingja . Um þetta segir prófessor Vésteinn Ólason: 3 Oddaverja þáttr . Í Byskupa sögur I . (Guðni Jónsson bjó til prentunar .) Reykjavík 1953, s . 137. Hugmyndafræði Egils sögu er skýr, hún miklar hinn frjálsa bændahöfðingja . Skýr- leiki hugmyndafræðinnar gæti bent til að þessari hugmyndafræði, eða því þjóðfé- lagi sem hún bar uppi, hafi verið ógnað þegar sagan var saman sett . Svo skýru ljósi verður naumast varpað á aðstæður nema þær séu að nokkru leyti séðar utan frá, eða af þeim sem veit að annað er til .4 Í Ævisögu Snorra Sturlusonar eignar Óskar Guðmundsson honum líka „þverúð gegn konungsvaldi“ og telur að efasemdir hans um ágæti þess hafi jafnvel aukist með árunum .5 Heimskringla, sem Snorri ritaði um sögu Noregskonunga, er full af tilsvörum, ræðum og hálfkveðnum vísum, sem gera lítið úr konungum en hampa sjálfstæðum höfðingjum . Þar er ekki haldið fram neinum rökum með konungsvaldinu, sögu- persónum þvert á móti lögð í munn rök gegn því . Frægasta dæmið um þetta er ræða Einars Þveræings sem hann flutti til að vara Íslendinga við því að verða við bón Ólafs Haraldssonar Noregskonungs um að þeir gæfu honum Grímsey: Þá svarar Einar: „Því em ek fáræðinn um þetta mál að engi hefir mig að kvatt . En ef eg skal segja mína ætlan þá hygg eg að sá muni til vera hérlandsmönnum að ganga eigi undir skattgjafir við Ólaf konung og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefur við menn í Noregi . Og munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri þeirri er þetta land byggir og mun ánauð sú aldregi ganga eða hverfa af þessu landi . En þótt konungur sjá sé 4 Vésteinn Ólason . Samræður við söguöld – Frásagn­ ar list Íslendingasagna og fortíðarmynd . Reykjavík 1998, s . 163. 5 Óskar Guðmundsson . Ævisaga Snorra Sturlusonar . Reykjavík 2009, s . 350–51 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.