Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 27
Þjóðmál VOR 2010 25
króna – sem veittur hafði verið árið 2008 til
ráðgjafarfyrirtækisins Global Centre sem er í
eigu Kristjáns Guy Burgess, aðstoðarmanns
Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra .
Styrkurinn var til rannsókna á bráðnun jökla
á Himalaja .
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem
Carnegie-stofnunin sendi Eyjunni í dag eftir
fyrirspurnir um málið .
Ekki er útskýrt hvernig forseti Íslands
tengist málinu . Fram kemur að forsetinn
hafi óskað eftir þessu vegna efnahags- og
stjórnmálaástandsins á Íslandi . Ekki kemur
fram hvernig það ástand hefur áhrif á
rannsóknir á bráðnun jökla á Himalaja .
Fram kemur í yfirlýsingu Carnegie-
stofnunarinnar að Global Centre hafi fengið
þennan stóra styrk sem „not-for-profit“ stofn-
un, þ .e . stofnun sem ekki er rekin í ágóða-
skyni . Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Global
Centre hins vegar rekið sem einka hlutafélag
og þar með í ágóðaskyni . Ekki hefur fengist
skýring á þessu misræmi .
____________
Ólafur Ragnar og Himalaja-hneykslið
– ósvaraðar spurningar
Frá því að breska blaðið The Sunday Times skýrði hinn 17. janúar 2010
frá rangfærslum í skýrslu loftslagsnefndar
Sam einuðu þjóðanna um bráðnun jökla
í Himalaja, hefur athygli beinst að dr .
Rajendra K . Pachauri, formanni lofts lags-
nefndarinnar . Hann hefur viðurkennt mis-
tök nefndarinnar . Á fundi í Delí 5. febrúar
2010 lýstu forsætisráðherrar Indlands, Nor-
egs og Finnlands trausti sínu til hans .
Himalaja-jöklahneykslið hefur tengingu
til Íslands, því að Ólafur Ragnar Grímsson
hefur ferðast um heiminn og flutt boðskap-
inn um öra bráðnun Himalaja-jöklanna . Þá
hefur hann stuðlað að samstarfi íslenskra
vísindamanna við Syed Hasnain, höfund
kenningarinnar um hina öru jöklabráðnun .
Eins og fram kemur í úttekt Þjóðmála hefur
dr . Pachauri í raun afneitað Hasnain í viðtali
við The Economist; gefur þar til kynna að
hann þekki Hasnain varla .
Þeir Ólafur Ragnar og dr . Pachauri voru
þó með honum við hátíðlega athöfn í Delí
nýlega . Vill Ólafur Ragnar staðfesta um-
mæli dr . Pachauris um Hasnain? Eða þau
ummæli Pachauris, að hann hafi aldrei
vitað, að í skýrslu sinni stæði, að Himalaja-
jöklarnir myndu horfnir 2035?
Ólafur Ragnar og dr . Pachauri stóðu að
því á árinu 2008 að Global Centre, fyrirtæki
í eigu Kristjáns Guy Burgess, sem þá var
„alþjóðaráðgjafi“ Ólafs Ragnars en er nú
aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar
utanríkisráðherra, fengi 500 .000 dollara
styrk frá Carnegie-stofnuninni í New York
(um 65 milljónir kr .) . Skyldi honum varið
til að styrkja rannsóknir meðal annars á
vegum Hasnains . Hinn 15. janúar 2010
gaf Ólafur Ragnar Nehru-verðlaunafé sitt í
sama tilgangi og var sagt, að það bættist við
Carnegie-peningana . Nú segir Carnegie, að
Ólafur Ragnar hafi beðið um, að 500 .000
dollararnir yrðu ekki greiddir vegna stjórn-
mála- og efna hags ástands á Íslandi!
Þ