Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 11

Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 11
 Þjóðmál HAUST 2010 9 ann í ríkisstjórninni eftir þessar breyt ingar . Er ár og dagur síðan minni þekk ing á sviði lögfræði hefur verið innan ríkis stjórn- arinnar . Menntun er ekki skilyrði fyrir setu manna í ráðherraembætti . Þekking á lög- um og þjálfun við að túlka þau skiptir hins vegar miklu við alla embættisfærslu, hvort heldur innan ráðuneyta eða við afgreiðslu mála í ríkisstjórn . Hvað sem líður lögfræði- menntun Árna Páls, hafa honum verið mis- lagðar hendur við framkvæmd embættis- verka . Má þar síðast nefna afskipti hans af vali forstjóra Íbúðarlánasjóðs, þar sem hann greip að lokum fram fyrir hendur stjórnar sjóðsins, af því að hún vildi ráða annan til starfans en Árni Páll vildi . Með brotthvarfi Kristjáns L . Möllers úr ríkisstjórninni hverfur þaðan eini ráð- herrann, sem átti rætur í gamla Alþýðu- flokknum . Þótt Alþýðuflokkurinn hefði vissu lega séð sinn fífil fegri en var við stofn- un Samfylkingarinnar árið 2000, var þá litið á hann sem hryggjarstykkið í hinum nýja flokki . Þá höfðu gamlir alþýðu banda- lags menn eins og Össur Skarphéðinsson að vísu búið um sig í Alþýðuflokknum en hefðir flokksins stóðu á gömlum rótum . Jóhanna Sigurðardóttir sleit þær fyrir sitt leyti, þegar hún stofnaði Þjóðvaka og bauð fram 1995 . Með brotthvarfi Kristjáns úr ríkisstjórn mega gömlu kratarnir sín næsta lítils innan Samfylkingarinnar . Gamlir alþýðubandalagsmenn sitja nú í öllum stólum við ríkisstjórnarborðið nema einum . Að fækka ráðherrum er erfitt fyrir alla flokksformenn en þó auðveldara í þessu tilviki en ella, vegna þess að ýtt er til hliðar fólki, sem sat ekki í þingflokkum . Hitt er ekki heldur auðvelt að ýta sitjandi ráðherrum til hliðar og velja tvo nýja í þeirra stað . Kristján L . Möller beitti sér fyrir því í aðdraganda ráðherraskiptanna að kalla fram stuðning við framhald á setu sinni í ríkisstjórn, en allt kom fyrir ekki . Hann hverfur því ósáttur frá ráðherrastólnum, þar sem hann hefur setið frá vori 2007 . Álfheiður Ingadóttur sat sem ráðherra í tæpt ár, á meðan Ögmundur Jónasson var í öngum sínum yfir að gegna ekki ráð herra- embætti eftir afsögn sína vegna Icesave- máls ins . Hvort innganga Ögmundar í ríkis stjórn að nýju dugi til þess að skapa ró innan vinstri-grænna, kemur í ljós . Hér skal það dregið í efa, enda er flokkurinn klofinn ofan í rót í mörgum óleystum stórmálum . II . A llt frá því að þessi stjórn var mynduð hefur verið ástæða til að undrast for- gangsröðun hennar . Kappið við að reka Davíð Oddsson úr seðlabankanum; til- raun in til að knýja fram breytingu á stjórn- ar skránni fyrir kosningar 25 . apríl 2009; röng stefnumörkun í Icesave-málinu; ESB- aðildarumsóknin; ákvörðun um þjóðfund og stjórnlagaþing og fækkun ráðuneyta . Ekkert af þessu er nauðsynlegt vegna banka hrunsins . Hafi það verið markmið ríkis stjórnarinnar að sameina þjóðina til átaks gegn afleiðingum hrunsins, eru þessi mál alls ekki til þess fallin . Sömu sögu er að segja um þá stefnu í ríkisfjármálum, sem Steingrímur J . Sigfús- son hefur mótað og hrundið í framkvæmd . Þar er markvisst unnið að gæluverkefnum í skattamálum, sem þeir Svavar Gestsson og Steingrímur J . boðuðu fyrir mörgum árum . Framkvæmd þeirra er ekki nauðsynleg til að bæta hag ríkisins heldur byggist hún á vinstrimennsku, sem þrengir að fjárhags legu svigrúmi einstaklinga og fyrirtækja þeirra . Afleiðingin birtist í minni tekjum ríkis sjóðs . Af störfum sem embættismaður og síðar ráðherra hef ég ekki sannfærst um skynsemi þess að fækka ráðuneytum og stækka þau í því skyni að auka skilvirkni og stuðla að skýrari ábyrgð í stjórnsýslunni . Þegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.