Þjóðmál - 01.09.2010, Side 13

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 13
 Þjóðmál HAUST 2010 11 sínu vaxnir í samanburði við sig, hefur það gjörsamlega misheppnast . Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálf- stæðis manna í borgarstjórn, ákvað að taka tilboði meirihlutans um að setjast í stól for- seta borgarstjórnar . Sú ákvörðun mælist mis- jafnlega vel fyrir meðal sjálfstæðis manna . Miðað við áherslur Hönnu Birnu í kosn- ingabaráttunni um, að allir í borgar stjórn ættu að leggjast á eitt við að verja hag borgarbúa í efnahagsþrengingum, var ákvörðun hennar um forsetastólinn rök rétt . Í grein í Morgunblaðinu 26 . ágúst sl . send- ir Hanna Birna Jóni Gnarr og félögum við- vör un ar skot . Hún varar við því, að gjald- skrá Orkuveitu Reykjavíkur sé hækkuð á „einu bretti“ um tugi prósenta . Sú við- vörun hennar var að engu höfð . Rúmum sólar hring eftir birtingu greinarinnar var til kynnt um 28,5% hækkun á gjaldskrá Orku veitu Reykjavíkur . Í grein sinnig sagði Hanna Birna meðal annars: Ég hvet því núverandi meirihluta til að hraða vinnu sinni, vanda til verka og horfast strax í augu við það að íbúar geta einfaldlega ekki bætt við sig þeim tugþúsunda útgjöldum sem það þýðir fyrir meðalfjölskyldu í Reykjavík að hækka á einu bretti gjaldskrár Orkuveitunnar um tugi prósentna . Þeir geta heldur ekki bætt í heimilisbókhaldið tugþúsundahækkun vegna hækkana á öðrum gjaldskrám, svo ekki sé nú talað um hækkun skatta . Ég hvet líka nýjan meirihluta til að hlíta þeirri ráðgjöf sem við svo víða fengum um að lausnina á þeim efnahagsörðugleikum sem við stöndum nú frammi fyrir sé ekki að finna í aukinni skattheimtu og gjaldtöku af íbúum – heldur í því hugrekki sem þarf til að taka á málum með öðrum hætti og standa þannig vörð um hagsmuni þeirra sem þetta allt snýst um . Þótt sex sjálfstæðismenn hafi sýnt snarræði og pólitískt hugrekki, þegar þeir brugðu fæti fyrir REI-vitleysuna hjá OR, tóku sjálfstæðismenn ekki af nægilegri festu á málefnum orkuveitunnar á síðasta kjörtíma- bili . Þeir fetuðu því miður um of í spor Alfreðs Þorsteinssonar . Af óstjórn Alfreðs- tímans súpa menn nú seyðið . Þá sameinuð- ust Alfreð og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í hneykslan yfir því, að erlendar lántökur OR sættu gagnrýni . Hún ætti ekki við nein rök að styðjast . Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að snúa af Alfreðs-brautinni strax og hann komst til valda í borgarstjórn árið 2006 . Hlálegt er, að borgarfulltrúar, sem ráðskast hafa með málefni OR undanfarin ár, telji sig hafa stöðu til að gagnrýna útgjöld vegna nýja tónlistarhússins í Reykjavík . Þau eru barnaleikur miðað við baggana vegna OR . Fyrstu mánuðir meirihluta Besta flokks- ins og Samfylkingarinnar hljóta að hafa sann fært sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykja víkur um, að þeir eigi ekki samleið með þeim Jóni Gnarr og Degi B . Eggerts- syni . Reykvíkingar eiga skilið að sterk önnur rödd heyrist úr borgarstjórn, þótt Jón Gnarr pirrist og þurfi að nýju að fara út undir húsvegg til að reykja . IV . Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur lent í nokkrum hremm ingum, eftir að hann tók að sér fyrir vin sinn og flokksbróður Steingrím J . Sigfússon að leysa Icesave-málið . Svavar var kallaður til þess starfs skömmu eftir stjórn ar skipti 1 . febrúar 2009 . Afskiptum hans lauk síðan endanlega 6 . mars 2010, þegar 98% þeirra, sem afstöðu tóku í þjóð- aratkvæðagreiðslu, höfnuðu öllu, sem þeir Svavar og Steingrímur J . vildu, að gert yrði í Icesave-málinu . Að Svavar hafi greint vel og skilmerkilega frá því, sem fyrir þeim félögum vakti í Icesave-málinu, er af og frá . Hann hefur því síður gert upp við málið . Skömmu áður en Svavar Gestsson hvarf

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.