Þjóðmál - 01.09.2010, Page 16

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 16
14 Þjóðmál HAUST 2010 Stjórnmál og mannlíf í Rómaveldi Pompei eftir Robert Harris Áhaustmánuðum kemur út hjá Bóka-félaginu Uglu athyglisverð spennu saga eftir breska rithöfundinn Robert Harris . Hann hefur skrifað vinsælar spennu- sögur sem hafa verið kvikmyndaðar, svo sem Enigma og The Ghost (Writer) . Mynd Rom ans Polanski eftir seinni bókinni er sýnd í íslensk um kvikmyndahúsum um þessar mundir . Fyrsta skáldsaga Harris var Father land, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, en þar lék hann sér með þá hug mynd að nasistar hefðu borið sigur úr býtum í síðari heimsstyrjöldinni og gert inn rás í Bretland . Áður hafði Harris skrifað nokkrar bækur al menns efnis, en hann starf- aði sem stjórn mála blaða- maður eftir að hann lauk háskólanámi í enskum bók- menntum frá Cambridge- háskóla, m .a . á BBC, Sunday Times og Guardian . Fyrsta bók Harris, sem hann skrifaði með sam- starfs manni sínum og vini, Jeremy Pax- man, sjónvarpsmanninum fræga, fjall aði um efna hernað, en síðan skrifaði hann nokkrar bækur um stjórnmál, meðfram blaðamennsku sinni, svo sem um pólitískan frama Neils Kinn ock, leiðtoga Verka- manna flokks ins, og trygg lyndi Bern ards Ingham, blaðafulltrúa Mar grétar Thatcher, forsætisráðherra Bret lands . Áður en hann sneri sér að skáld skapn um skrifaði hann líka skemmtilega bók sem heitir Selling Hitler þar sem hann segir söguna á bak við hinar föls uðu dag- bækur foringjans sem voru í heimsfréttunum fyrir um aldarfjórðungi eða svo . Bók Harris, sem væntan-leg er á íslensku, heitir Pompei og gerist í Róma - veldi á nokkrum sólar hring- um fyrir eldgos ið í Vesúv íusi síðla sumars árið 79 þegar borgin Pompei grófst undir ösku . Efnið ætti að eiga erindi við Íslendinga enda stutt síðan að mikilli goshrinu lauk úr Eyjafjallajökli . Þegar Pompei kom út sagðist höfundur- inn hafa haft það að markmiði að reyna Robert Harris .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.