Þjóðmál - 01.09.2010, Page 17
Þjóðmál HAUST 2010 15
að ljúka upp leyndar dóm um rómverska
heims veld isins . Upphaflega hugsaði hann
sér Bandaríkin sem sögu svið, því hann vildi
að stórveldi væri í bakgrunninum . En þegar
hann rak augun í dagblaðsgrein um nýjar
rannsóknir á Pompei hugsaði hann með sér
að stórveldið gæti allt eins verið Rómaveldi .
Hann sökkti sér ofan í bækur um Róma veldi
og af rakstu rinn varð ekki aðeins Pompei
heldur mögnuð þrí lógía um Róm . Tvær
fyrstu bækurnar í þríleikn um hafa kom ið út,
Imperium og Lustrum, en ráðgert er að gefa
út lokabókina á næsta ári, 2011 .
Söguhetjan í Pompei er verkfræðingur inn
Attilíus sem fer á stúfana til að rann saka
stíflu í Ágústusarvatnsleiðsl unni miklu . Verk-
fræð ingu rinn, sem engan tíma má missa, er
boð beri nýrra tíma á miklu breytinga skeiði í
Róma veldi . Harris dregur upp lifandi mynd
af stjórnmálum og mannlífi við Napólí-
flóa á fyrstu öld eftir Krist . Pompei var 10
þúsund manna borg þar sem allt iðaði af
lífi . Fallegir garðar og mark aðs torg prýddu
borgina . Bæjar búar nutu lífsins í bað hús um
og á kaffihúsum, en ríf lega 100 kaffihús og
krár hafa verið grafin þar upp . Í bað húsunum
var hægt að taka sundsprett, fá sér nudd eða
skella sér í gufubað . Lifn aðarhættir fólks í
Róma veldi voru því um sumt keimlíkir því
sem við þekkjum úr nútímanum .
Pompei hefur fengið ein róma lof gagn rýn-
enda . Breski verðlauna höf und ur inn Simon
Sebag Monte fiore, sem hefur m .a . skrifað
ævisögu Stalíns (fyrri hluti hennar kom út á
íslensku á sl . ári), sagði að Pompei væri þrungin
sprengi krafti eins og eldfjallið Etna, grípandi
eins og bestu þrillerar og andleg saðning á
borð við sagnfræði í hæsta gæðaflokki . Gagn-
rýnandi Sunday Times, Peter Kemp, kallaði
Pompei „æsilegt meistara verk“ . Íslenskir
lesendur eiga því von á góðu!
Þ