Þjóðmál - 01.09.2010, Side 18

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 18
16 Þjóðmál HAUST 2010 Smáfuglarnir velta fyrir sér hvort norræn vel-ferð felist í baktjaldamakki og leynibrögðum með eignir sem hið opinbera hefur leyst til sín af frjálsum markaði . Í það minnsta er sú aðferð notuð hjá þeirri vinstristjórn sem nú situr og kennir sig við áðurnefnda velferð . Eftirtalin fyrirtæki hafa verið seld bak við tjöldin og fóru því ekki í opið söluferli: Icelandair Húsasmiðjan/Blómaval/Ískraft/HG Guðjónsson Teymi Icelandic Caterpillar Zara Top Shop All Saints SMS Færeyjum 365 Fjölmiðlar Plastprent Vodafone EJS Skýrr Hugur/AX Parlogis Þetta eru 20 fyrirtæki og sum hver þau stærstu á Íslandi í sinni grein . Öll voru þau seld með vafa- sömum aðferðum sem þingmenn eru nú fyrst að átta sig á eins og greina má af umræðum á Al þingi . Listinn lengist hressilega ef talin eru upp þau fyrirtæki sem hafa verið tekin yfir af bönk um hins opinbera og eru nú í rekstri þeirra: Hagar/1998 Ingvar Helgason Bifreiðar og Landbúnaðarvélar Hekla Penninn Eymundsson Landic Property Þyrping Laugaakur (fasteignafélag) Rivulus (fasteignafélag) Hafnarslóð (fasteignafélag) Sjóvá B .M Vallá Steypustöðin Askja Askar capital Stoðir/ FL Group Reitir Fasteignafélag Atorka Hér bætast við risavaxin fyrirtæki sem sum hver eru í markaðsráðandi stöðu á sínu sviði . Aðeins eru tilgreind hér þau fyrirtæki sem eru stór og hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, samtals 18 fyrirtæki . Ótalin eru tugir ef ekki hundruð ir minni félaga sem ekki hafa náð kastljósi fjölmiðla . En hvaða fyrirtæki voru seld í opnu söluferli? Sá listi er örstuttur og telur aðeins fjögur fyrirtæki: Árvakur Hertz Bílaleiga Skeljungur Tal Var það þetta sem búsáhaldabyltingin sá fyrir sér? Að gamla Alþýðubandalgið kæmist að kjötkötlunum og hæfi stórfelld afskipti af atvinnulífinu eins og það leggur sig? Bjóst einhver við því að nær aldar gamlir stjórn málamenn tækju til við að handstýra eignar- haldi stærstu fyrirtækja í landinu? Sömu vinstrimenn hafa árum saman sakað stjórn- ir Davíð Oddssonar um að hafa staðið illa að sölu Landsbankans og Búnaðarbankans . Allt voru það ósannaðar ásakanir . Framangreindur listi fyrirtækja í höndum vinstrimanna er ekki órökstuddur og ekki ásökun heldur bláköld staðreynd . Hvað segja vinstri menn um það? Engin opin útboð? Ekkert sölu ferli? Og allar reglur bankasýslu ríkisins þver- brotnar? Afskipti hins opinbera hérlendis minna á lönd austan járntjalds . Engin von er til þess að atvinnulífið rétti úr kútnum ef það er allt fast í krumlu hins opinbera . „Fuglahvísl“ á amx .is, 7 . september 2010 . Listi yfir fyrirtæki á valdi hins opinbera Nær engin fyrirtæki seld í opnu og gegnsæju söluferli eins og lög kveða á um

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.