Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 19

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 19
 Þjóðmál HAUST 2010 17 Þegar John Stuart Mill skrifaði ritgerð sína Frelsið fyrir einni og hálfri öld, byggði hann á þeirri hugmyndafræði, að til þess að einstaklingur gæti talist frjáls þá væru möguleikar ríkisins til að takmarka orð hans og aðgerðir fyrst og fremst bundnir við að hann gæti ekki skaðað aðra . Í ritgerðinni segir hann að tján ing arfrelsið sé í eðli sínu þannig að það geti varðað aðra einstaklinga, en það skipti samt jafn miklu máli og frelsið til að hugsa og sé óaðskiljanlegt því frelsi . Frelsi til tján ingar og hugsana gerði kröfu til að við hefð um eigin smekk og mótuðum okkur líf í sam- ræmi við eigin óskir sem hæfir skap gerð okkar – allt að virtum jöfnum rétti annarra einstaklinga . Án tjáningarfrelsis er þjóðfélag ekki frjálst . Það er í fjötrum . Margar leiðir eru til að hefta og takmarka tjáningarfrelsi . Það er hægt að gera það með lögbundnum að gerð um ríkisvalds eins og best mátti sjá í fasista- og kommúnistaríkjum á síðustu öld . En það er líka hægt að takmarka og hræða fólk frá því að njóta tjáningarfrelsis með því að hóta því og meina því almenn lýð- og starfsréttindi í viðkomandi þjóðfélagi . Þýska orðið „berufsverbot“ varð að samheiti þeirrar andstöðu tjáningarfrelsis, þar sem þjóð- félög og valdastéttir láta það varða starfs- missi og/eða útskúfun að einstaklingur láti í ljós skoðanir sínar . Einstaklingurinn skal missa starf sitt gerist hann svo djarfur að setja fram skoðanir, sem viðkomandi vald- s mönnum eða lög- og/eða sjálfskipuð um einkaréttarhöfum að sannleikanum þykir andstæðar þeirri allsherjarreglu sem ríkja skuli í þjóðfélaginu . Á Íslandi höfum við á síðari tímum verið laus við það harðræði og sviptingu mann- rétt inda, að einstaklingur skuli rekinn úr starfi fyrir það eitt að setja fram málefnaleg sjónar mið og skoðanir í almennri umræðu . Við höfum aldrei samþykkt þau sjónarmið sem Benito Mussolini orðaði með þeim hætti árið 1932, þegar hann fjallaði um alræðis ríkið, að ríkið væri allt um faðmandi og utan þess gætu engin mannleg eða andleg gildi verið til og því síður haft einhverja þýðingu . Þegar þjóðir lenda í erfiðleikum reynir Jón Magnússon Dómharka og frelsisskerðing
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.