Þjóðmál - 01.09.2010, Page 21

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 21
 Þjóðmál HAUST 2010 19 Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Svo fór að rannsókn lögreglunnar beind - ist síðan að prestinum og hann var kærð - ur fyrir morðið sem hann vissi að skrift a - barn hans hafði framið . Samt sem áður taldi presturinn að hann gæti ekki rofið trúnaðarskyldu sína . Tjáningarfrelsi og starfsmissir Séra Bjarni Karlsson hefur aðra skoðun en séra Geir Waage á inntaki trún aðar- skyldu presta og af því að sr . Bjarni Karls- son telur sig vera handhafa sannleikans og laganna þá gerir hann kröfu til þess að sr . Geir Waage gjaldi fyrir skoðanir sínar með starfsmissi . Niðurstaða skrifa sr . Bjarna á bloggsíðu hans á Eyjunni er sú að Geir geti ekki lengur gegnt embætti vegna þess að hann hefur aðra skoðun á inntaki trún- aðarskyldu presta við skjólstæðinga sína en sr . Bjarni . Í skrifum sr . Bjarna segir m .a . af þessu til efni: „Hér er ekki um mál að ræða sem þolir deildar meiningar .“ Hvað þýðir þessi hugsun sr . Bjarna Karls sonar? Hún þýðir að það sé einn og al gild ur sannleikur sem menn megi ekki hafa aðrar skoðanir á . Það er vert að íhuga hversu langt þetta sjónar mið sr . Bjarna Karls son ar er frá frelsishug myndum John Stuart Mill, her hvöt Voltaire eða sjónarmiði Kaj Munk . Sjónar mið sr . Bjarna Karls son ar er andstætt skoðunum frjáls borinna manna um inntak frelsisins . En sr . Bjarni lét ekki staðar numið . Hann sagði enn fremur: „Það er háskalegt og varðar hreinan brottrekstur úr prestsembætti að halda því fram sem sr . Geir Waage gerir .“ Það er mat sr . Bjarna Karlssonar prests í Laug ar nessókn í Reykjavík að sr . Geir Waage prest ur í Reykholti skuli sviptur kjól og kalli vegna skoðana sinna . Var einhver að tala um skoð anakúgun eða berufsverbot?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.