Þjóðmál - 01.09.2010, Side 27

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 27
 Þjóðmál HAUST 2010 25 með þetta framtak . Ég hef áður hér í Þjóðmálum nefnt bókina Hagfræði í hnot skurn eftir Henry Hazlitt frá 1946 . Höfundur þeirrar bókar varar mjög eindregið við hættuleg um stjórn mála- mönnum af þessu tagi – án þess þó að nefna Steingrím eða Jóhönnu á nafn! Ö .A . sömu mynd síðasta sumar, á þann veg að þær sýndu „svart á hvítu að skuldavandi heimilanna er ekki eins skelfilegur og Sig- mundur Davíð og ýmsir aðrir vilja láta í veðri vaka“ . Hún hefði kannski átt að prenta út skýrsluna í lit . Lítil von er til þess að núverandi stjórnvöld taki með afgerandi hætti á skuldavanda heimilanna . Eins og Jóhanna hefur sagt þá er þetta „allt svo rosalega erfitt“! Auðveldara er fyrir Jóhönnu að hinir sárþjáðu Íslendingar sætti sig við stingandi vaxtaverkinn . Smáútúrdúr um hugsunarhátt núverandi ríkisstjórnar Í þessum orðum rituðum sá ég í sjónvarp i nu aug lýsingu frá stjórnmálamönnunum um endur greiðslu á virðisaukaskatti af keyptri vinnu verk taka . Ríkisstjórnin vill að hjól atvinnulífsins snúist þannig að „allir vinni“ . Með þessari matr eiðslu þeirra á hjólum atvinnulífsins fær stjórn mála- mað ur inn al menning til að sjá fyrir sér hvernig hjólin byrja að snúast með svita iðnaðar manns ins þegar fjölskyldan fær hann til þess að gera við þakið og iðnaðarmaðurinn fær pening sem hann notar til að kaupa lamb skrokk á næsta býli . Og hjólin snúast . Fjölskyld an fær virðisauka skattinn endur greiddan1 og allir eru ánægðir . Það er eitthvað svo þægilegt að sjá þetta fyrir sér, maður einhvern veg inn finnur svitalyktina af iðnaðar mann inum . Hins vegar hækkaði ríkisstjórnin skatta fljót lega eftir valdatöku sína . Þau áhrif sem sú stjórn valds ákvörðun hefur á hjól atvinnulífs ins er hins vegar erfiðara að sjá fyrir sér . Enginn veit af bíó f erðinni sem fjölskyldan hefur ekki efni á handa börn unum sínum í lok mánaðar . Enginn veit af aðgöngumiðunum á Þjóðhátíðina í Eyjum sem unglingarnir höfðu ekki efni á vegna aukinnar skattheimtu . Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að fólk ætti ekki að kaupa bíómiða eða annan óþarfa (í þeirra augum) heldur dytta að híbýlum sínum og sumarbústöðum . Ríkis- fyrirtækið Húsa smiðjan er eflaust hæst ánægt 1 Líklegra er þó að verktakinn hafi þurft að skrifa hluta af reikningnum á ættingja fjölskyldunnar til að tvöfalda endur- greiðsluna og skrá vélavinnu sem mannaflsvinnu í anda komm únískrar hugsjónar um störf en ekki verðmætasköpun . Nútíma „propa ganda“? Einn meg in munur er á áróðri ríkis stjórn ar Íslands og ríkisstjórnar Kína á upp hafs ár- um komm únismans . Kínverjar virð ast hafa hvatt til notk unar á vél um og tækjum á áróðursplaggi sínu en ríkis stjórn Íslands styður mannaflsfrekari verð mæta - sköp un, notkun á hefðbundnum sögum er æskileg . Sviti iðn aðar mannsins er æskilegri en verð mæta sköpun hans .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.