Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 32

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 32
30 Þjóðmál HAUST 2010 eingöngu stjórnast af hatrinu, svo sem ýmsir anarkistar sem einungis virðast vilja brjóta og skemma en hafa afar þokukenndar hugmyndir um það sem við taki þegar hinu „illa, kapítalíska þjóðfélagi“ hefur verið tortímt . Langflestir vinstri menn fela þó og réttlæta hatrið sem inni fyrir býr á bak við hugmyndafræði og fögur orð . Vinstri menn eru í mínum huga tiltölu- lega skýrt afmarkaður hópur með fjölmörg sameiginleg einkenni . Eins og ég hef bent á annars staðar er til afar einföld aðferð til að þekkja þá: Spyrja þá um Kúbu . Enn á 21 . öld snúast vinstri menn til varnar fyrir þessa mislukkuðu útópíu sína af mismikl um ákafa þó, allt eftir því hve langt til vinstri þeir teljast . Sá sem ver og/eða réttlætir kúg- un, styrjaldarrekstur, hommaofsóknir og önnur ódæðisverk Castros er líka undan- tekningarlaust sérstakur áhugamaður um „lýðræði“, „mannréttindi“, „frið“ og „jafn- rétti“, og gjarnan í Amnesty . Með öðrum orðum: vinstri maður . Þetta er eins konar „litmúsprufa“ og hún er óbrigðul . Stuðningsmenn einhvers málstaðar eiga alltaf miklu meira sameiginlegt en and- stæðingar hans . Ólíkt vinstri mönnum eru þeir, sem gjarnan eru orðaðir við „hægri stefnu“ afar mislitur og ósamstæður hópur . Þar eru skynsemis- og raunhyggjumenn af margvíslegu tagi eins og Churchill, Hayek og Burke, Adam Smith, Lincoln og margir aðrir, en líka útópistar eins og Hitler, Mussolini og Perón . Raunar eiga nasistar og ítalskir fasistar fjölmargt sameiginlegt með vinstri mönnum, en ég kýs, eins og aðrir, að flokka þá til „hægri“ . Sömuleiðis teljast margir herforingjar og aðrir pótintátar, sem aðeins hugsa um eigin persónu og völd, til svonefndra „hægri“ manna, svo sem Papa Doc, Pinochet og Stroessner, Franco eða Batista (sem raunar komst fyrst til valda á fjórða áratugnum með stuðn- ingi kommúnista) . Þessir menn eiga það eitt sameiginlegt að vera ekki til vinstri í tilverunni og ógerlegt að spyrða þá saman sem einhvers konar samstæða heild eins og vel er hægt að gera um vinstri menn . Orðið „íhald“ eða „íhaldsmaður„ (kon- serva tívur) hefur fengið á sig afar nei kvæð an blæ í „umræðunni“ einkum vegna síbylju- árása vinstra fólks á nánast öll viðtekin félags leg og siðferðileg gildi, sem færast sífellt í aukana með þeirri upplausn sem fylgir tæknivæðingunni og þeirri byltingu, ekki síst í samgöngum og samskiptum, sem verið hefur og á engan sinn líka í gjörvallri veraldarsögunni . Eins og Hailsham lávarður orðaði það: „Íhalds semi er ekki hugsjón eða hug mynda- fræði, heldur afstaða . Afstaða sem gegn ir lykilhlutverki í þróun og starfsemi frjálsra þjóðfélaga og fullnægir djúpri og eilífri þörf, sem er þáttur í mannlegri náttúru .“ Ég mundi orða þetta einfaldar: „Íhalds- maður er sá, sem hlustar ekki á blaður .“ Heimurinn er nefnilega að drukkna í blaðri . Það hefur ávallt verið hávært en verður sífellt meira ærandi . Þar ber hæst þær kenningar sem liggja til grundvallar „pólitískri rétthugsun“ samtímans og eru nú (ásamt „umhverfismálum“) sem óðast að koma í stað marxisma/sósíalisma í hugar- heimi vinstri manna sem réttlæting orða þeirra og gerða . Eins og ég sagði í upphafi: Sjálft innihald hugmyndafræðinnar skiptir ekki höfuðmáli, en draumsýnin er þeim lífs nauðsyn . Ég hef áður nefnt þessar nýju kenningar „flathyggju“ og fjallaði um þær í greininni „Eyja Sancho Panza“ (nú á vefsíðu minni) hér í blaðinu haustið 2008 . Í mjög stuttu máli fela þessar kenning- ar í sér að allir séu eins . Kynþættir, kyn og kyn hneigðir mannanna séu eins . Allar þjóðir og þjóðfélagshópar séu eins, karlar og konur, svartir og hvítir, litlir og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.