Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 40

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 40
38 Þjóðmál HAUST 2010 sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðis- flokkinn í lok janúar 2009 stuttu áður en lands fundur flokksins átti að fara fram og var honum í kjölfarið frestað fram í marz jafnframt því sem Geir lýsti því yfir að hann hygðist ekki óska eftir endurkjöri sem formaður . Samfylkingin myndaði í framhaldinu minnihlutastjórn með Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði sem varin var falli af Framsóknarflokknum . Boðað var ennfremur til þingkosninga um vorið . Starf Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem talsvert hafði verið gagnrýnd fyrir að vera skipuð mörgum hörðum stuðn ings- mönn um inngöngu í Evrópu sambandið en fáum hörðum andstæðingum þess, byggð ist m .a . á fjölda almennra funda sem haldnir voru með sjálfstæðismönnum víða um landið og mun mikil andstaða við inn göngu í Evrópusambandið hafa ein- kennt þá flesta eða alla . Ekki er ósenni legt að það hafi átt sinn þátt í því að forystu- menn Samfylkingarinnar ákváðu að slíta ríkis stjórn arsamstarfinu að henni hefur orðið ljóst af þróun mála innan Sjálf stæðis- flokks ins að ólíklegt væri að stefnu breyting í Evrópu málum yrði þar á bæ . Landsfundurinn 2009 Margir töldu vafalaust að Sjálf stæð is-flokkurinn ætti eftir að breyta stefnu sinni í Evrópumálum í kjölfar þessara at burða . Ljóst er að ýmsir í forystusveit flokks ins urðu veikari í andstöðu sinni en áður, a .m .k . fyrst eftir bankahrunið . Auk Geirs sjálfs14 má þar t .a .m . nefna þingmennina Illuga Gunnarsson og Bjarna Benediktsson sem t .a .m . rituðu grein í Fréttablaðið 13 . desember 2008 þar sem m .a . var reifuð sú skoðun að hugsan lega væri rétt að sækja um inngöngu í Evrópu- 14 Vef. „Við áramót – Áramótagrein í Morgunblaðið 2008“ . <http://www .forsaetisraduneyti .is/radherra/rae- durGHH/nr/3300> . sambandið og var það einkum byggt á vanga veltum um efnahags- og peningamál .15 Einnig mætti nefna þingmanninn Guðlaug Þór Þórðarson, en á heimasíðu hans í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar vorið 2009 sagði hann að á komandi landsfundi flokksins þyrfti að taka þá ákvörðun „að ákveða að kosið verði um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar könnunarviðræðna“ .16 Fyrir landsfundinum lá tillaga Evrópu- nefndarinnar til ályktunar í Evrópumálum og þótti mörgum hún mjög jákvæð í garð inngöngu í Evrópusambandið . Þannig kom t .a .m . hvergi fram í henni afgerandi andstaða gegn inngöngu í sambandið eins og áður . Er skemmst frá því að segja að slíkar grund- vallarbreytingar voru gerðar á tillögu nefnd- arinnar að kröfu landsfundarins að í raun var henni ekki fyrir að fara lengur þegar ályktun um Evrópumál var að lokum afgreidd . Engu að síður var málinu stillt þannig upp að tillaga nefndarinnar hefði verið samþykkt . Ekki ósennilega til þess að gera nefndinni kleift að halda andlitinu nokkurn veginn . Fyrir landsfundinn komu fram yfirlýsingar um að ef stefnu Sjálfstæðisflokksins yrði ekki breytt kynni það að leiða til þess að flokkurinn klofnaði vegna málsins . Svo fór að lokum að landsfundurinn ítrek- aði fyrri andstöðu við inngöngu í Evrópu - sambandið í ályktun um Evrópumál en tók um leið fram að ef tekin yrði ákvörðun um það af ríkisstjórn eða Alþingi að sækja um slíka inngöngu vildi Sjálfstæðisflokkurinn að sú ákvörðun yrði lögð í dóm þjóðarinnar áður en lengra yrði haldið .17 Þá var í ályktun um utanríkismál sérstök áhersla lögð á að 15 Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson: „Endurreisn á nýjum grunni .“ Fréttablaðið 13 . desember, 2008, bls . 32 . 16 Vef. „Sjálfstæðisstefnan“ . <http://www .gudlaugurthor .is/ ?c=webpage&id=61&lid=51&pid=22&option=links> . 17 Vef. „Ályktun um Evrópumál“ . < http://www . xd .is/?action=landsfundur_2009_nanar&id=1007> .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.