Þjóðmál - 01.09.2010, Page 42

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 42
40 Þjóðmál HAUST 2010 un ar tillaga á Alþingi um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dreg in til baka og komu flutningsmenn úr öllum flokkum á þingi nema Samfylkingaunni . Tillagan var ekki afgreidd og frestað til haustsins . Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fór í lok júní var samþykkt sú stefna að umsóknin yrði tafarlaust dregin til baka . Forysta flokksins hafði talað fyrir því að málið yrði ekki nálgast með svo afgerandi hætti en landsfundurinn tók sína ákvörðun . Fyrir fundinn hafði því verið spáð að Sjálf stæðisflokkurinn myndi klofna ef ályktað yrði um að umsóknin um inn- göngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka og að fylgi flokksins myndi minnka verulega . Skoðanakannanir sem gerðar voru eftir landsfundinn sýndu hins vegar þvert á móti að fylgi hans hefði aukist enn frá fyrri könnunum . Greinin er byggð á BA-ritgerð höfundar í sagn- fræði við Háskóla Íslands sem ber titilinn „Mál- flutningur helstu forystumanna Sjálf stæðis- flokksins um samrunaþróun Evrópu 1989–2009“ . Í sumarhefti Þjóðmála rekur Björn Jón Braga son, sagnfræðingur, aðdragandann að falli Straums-Burðaráss fjárfestinga banka . Er þar um margt að finna greinargóða úttekt á undan fara þess að stjórn bankans var vikið frá og yfir hann sett skilanefnd . Ástæða er þó til að koma á framfæri eftirfarandi athuga semd . Í greininni er meðal annars vísað til þess að undirritaður hafi að morgni laugar dagsi- ns 7 . mars 2009 átt „óformlegt símtal við einhvern af undirmönnum við skipta ráð- herra“ . Af efni símtalsins megi ráða að málefna leg ar forsend ur hafi ekki alfarið ráðið för hjá stjórnvöld um við ákvarðana- töku um fyrir greiðslu við Straum . Í neðan- máls grein er síðan tekið fram að í samtali við greinar höfund hafi mig ekki rekið minni til þess hver þessi starfsmaður við skipta ráðu- neytis ins væri . Gera verður athugasemd við þennan þátt í um fjöllun greinarhöfundar . Hið rétta er að ég minnist þess ekki að samtal það við starfsmann viðskiptaráðuneytisins sem greinarhöfundur vísar til hafi yfirleitt átt sér stað . Jafnframt þykir rétt að fram komi að á sínum tíma sá ég mér ekki fært að veita höfundi viðtal í tengslum við ritun grein ar innar . Ég hafnaði því beiðni hans þar að lútandi og hef ekki látið honum í té gögn . 25 . júní 2010 . Óttar Pálsson Athugasemd

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.