Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 44
42 Þjóðmál HAUST 2010
Í kjöl farið hófust pólitískar hreinsanir hjá
RÚV . Þegar bankahrunið dundi yfir voru
engir fjölmiðlar í landinu sem hægt var að
treysta, því inn á Ríkisútvarpið hafði verið
dreift lukkuriddurum frá NFS og Stöð2 á
alla pósta . Allir fjölmiðlar voru því í raun á
hendi útrásarvíkinga og Baugsveldisins . Brýn
nauðsyn er á hlutlægri rannsókn á fjölmiðl-
um og aðkomu þeirra að bankahruninu .
Útvarpsstjóra var það kappsmál að sýna
að hann gæti rekið RÚV með sama mann-
skap og hann hafði haft hjá Baugsmiðlun-
um . Hann gleymdi því hins vegar að með
því að fara eftir „pólitískum aftökulista“ var
hann að grafa undan heiðarlegri frétta um-
fjöllun og veikja RÚV innanfrá . Nú er svo
komið að viðhorf vinstri manna virð ast alls-
ráðandi í fréttaflutningi . Enda hefur frétta -
flutningur RÚV aldrei verið á lægra plani
en nú . Ríkisútvarpið sem ætti að vera akk eri
áreiðanleikans er nú eins og rekald . Stofn un-
in er nú orðin fræg fyrir að taka af stöðu með
Icesave-brölti ríkisstjórnarinnar og Evrópu -
sambandssinnum og að standa að baki mót-
mælendum og byltingarsinn um í hverri
mynd sem þeir birtast . Segja má að um ræð -
unni sé stjórnað af minnihluta hópum og
klofn ingsbrotum úr hinni og þessari átt inni .
Vinnu brögð fréttastofu RÚV og þátta gerð
tengd fréttum er ekki boðleg al menn ingi .
Það er eðlilegt að spyrja: Getur þjóðin
treyst Ríkisútvarpinu eftir allt sem á undan
hefur gengið? Nei, ekki á meðan helstu fag-
tímaritin á fréttastofu Ríkisútvarpsins eru
Séð og heyrt, Nýtt líf og blöð af svipuðu tagi .
Það er ljóst að fréttastofa sem notast aðeins
við þess konar „þekkingu“ og „bókmenntir“
er illa stödd .
Hér verður ekki farið í saumana á dag-
skrárgerð hjá RÚV og hvernig þættir og
viðburðir hafa sogast til 365 samsteypunnar
og fyrirrennara hennar . Nú er Spaugstofan
hætt og svigrúm skapast þá líklega til að
kaupa inn efni í staðinn frá 365 miðlum . Sú
aðferð 365-samsteypunnar að auglýsa lítið
sem ekkert í RÚV veikir Ríkisútvarpið og
liðkar fyrir einhvers konar samstarfi RÚV og
365-samsteypunnar í framtíðinni .
Þegar ohf-væðingin gekk yfir ræddu glögg-
ir og reyndir starfsmenn RÚV það sín á milli
að það tæki sennilega 3–5 ár að koma stofn-
uninni í það horf að fjárhagsstaða hennar yrði
það slæm að sameina þyrfti hana fyrirtæki í
einkaeign . Margt sem nú verandi útvarpsstjóri
hefur gert til þessa rennir stoðum undir
hugmyndir margra starfs manna RÚV um
hugsanlegt samein inga rferli .
Andlit RÚV út á við þekkja flestir en
hvernig starfsemin er þar innanhúss átta sig
ekki margir á . Þessar fáu línur eru að hluta
til þess að varpa ljósi á Ríkisútvarpið innan
frá . RÚV er í senn furðu einföld og jafnframt
flókin stofnun, því þar togast á mannlíf og
skipulag .
Öðrum þræði er saga RÚV einskonar
harmsaga . Árum saman var launum starfs-
manna haldið niðri undir þeim formerkj um
að lífeyrisréttindi þeirra væri svo góð að það
réttlætti lág laun . En margir starfsmenn njóta
aldrei lífeyrisréttindanna sem þeir hafa unnið
sér inn með því að þræla áratugum saman
á lágum launum . Það varð t .d . mörgum
minnisstætt þegar góður starfsmaður sjón-
varpsins, sem hafði stjórnað yfir eitt þúsund
þáttum í sjónvarpi, lést á sama ári og hann
átti rétt á eftirlaunum . Þannig varð þessi
ágæti heiðursmaður tákn fyrir þá stöðu sem
starfsmenn RÚV hafa búið við: Þeim er
þrælað út á lágum launum þar til þeir deyja .
Þegar ohf-væðing RÚV stóð fyrir dyrum
var helsta gul rótin sem sneri að starfs-
mönnum sú að ohf-ið myndi leiða til þess að
laun hækkuðu . Varð það raunin? Nei, ekki
fengu starfs menn sem unnu á gólfinu neina
hækkun í líkingu við það sem útvarpsstjóri
skammtaði sér og sínum . Það þurfti heilu
sveitar- og bæjarfélögin til að borga launin
hjá þeim í formi nefskatts .