Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 51
Þjóðmál HAUST 2010 49
blekkingar og græðgi um útrásina og þá
sem að henni stóðu . Stjórnendur bankanna
og ýmsir pólitíkusar voru einatt í sama
báti og „víkingarnir“ eins og upplýst hefur
verið . En neglan hefur verið tekin úr þessu
rekaldi, enda er það sokkið!
Guði sé lof, þótt reikningurinn jaðri við
gjaldþrot!
6 .
Nú er sýnt að Samfylkingin ætlar að keyra aðildina að ESB í gegn
þrátt fyrir 70% andstöðu þjóðarinnar,
samþykkt ir landsfundar Sjálfstæðisflokks
og and stöðu fulltrúaráðsfundar Vinstri
grænna . Forysta Sjálfstæðisflokks ætlaði
á landsfundi að skýla sér bak við veikara
orðalag en grasrót in vildi, en þá tóku
fulltrúarnir til sinna ráða og sömdu
harðorða ályktun þess efnis að aðild ar-
umsókn að ESB yrði þegar í stað dreg in til
baka og var hún samþykkt .
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei ver-
ið einnar stefnu flokkur og grasrótin
ævin lega ráðið miklu um stefnuna . Sjálf-
stæðisflokkurinn er fremur bandalag ólíkra
sjónarmiða sem rætur eiga í lýðræðislegu,
borgaralegu samfélagi en einslitur
stjórnmálaflokkur og hefur oft komið til
mikilla átaka í flokknum eins og kunnugt
er . Flokkurinn er stofnaður úr mörgum
brotum og það eru því margir þræðir í
þeim vefnaði . Kvótakerfið hefur svo dæmi
sé tekið valdið miklum deilum sem reynt
hefur verið að finna lausn á, án úrsagna úr
flokknum .
VG sendi ESB-vandamálið til sérstakrar
nefnd ar innan flokksins og þá auðvitað
til að halda lífi í ríkisstjórninni . En vilji
grasrótarinnar í flokknum er augljós og á
það mun reyna, þegar stefnan verður loks
tekin gegn aðild og slaknar á foringja holl-
ustunni .
Samkvæmt þessu er komin upp svipuð
staða og var í sjálfstæðisbaráttunni þegar
jafn aðarmenn vildu fara svokallaða lög-
skiln aðarleið vegna hernáms Danmerkur,
en sjálfstæðismenn og sósíalistar hraðskiln-
að ar leiðina sem varð ofaná . Uppúr því var
stjórn ar samstarf þeirra eðlileg þróun 1944,
en þá var Nýsköpunarstjórnin mynduð
með aðild Alþýðuflokks . Ólafur Thors var
fors ætisráðherra og stefnan einkum fólgin í
því að tryggja sjálfstæði og öryggi Íslands og
hefja nýsköpun atvinnulífs .
Nú kallar landið á svipaða stefnu eftir
niðurlæginguna .
Það hefur verið sagt að ríkis stjórn-
arflokkarnir hafi stagað í verstu götin, og þá
einnig með aðstoð stjórnarandstöðunnar, en
mörg vond göt eru enn óstöguð og vafalaust
sum þau verstu . Í þau verður ekki stagað
með núverandi stefnu, heldur nýsköpun
sem nær að rótum sjálfsbjargarviðleitni
einstaklingsins . Hún ein getur leyst þau öfl
úr læðingi sem geta reist landið, en hún er
ekki fólgin í því að afhenda glæframönnum
gjaldþrotafyrirtæki aftur eins og Arion-
banki hefur verið að dútla við bak við
tjöldin .
Sjómaðurinn Jón Ragnar Ríkarðsson
segir í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu
2 . júlí 2010 að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
verið stofnaður „til að berjast fyrir og varð-
veita sjálfstæði Íslands“ . Jafnrétti hafi verið
inngróið í stefnuna frá upphafi og ekki
þurft að miklast af því . Ég hef átt samtöl
við marga sjómenn um dagana og veit þeir
kunna öðrum betur á kompásinn .
Þannig var þessi litla grein holl áminning
í tvísýnum veðrum gjörspilltra tíma, þegar
reynt er að kalla Sjálfstæðisflokkinn til
allrar ábyrgðar og knésetja einstaklinginn
undir ríkisforsjá Mammons, í stað þess að
lyfta undir lítil fyrirtæki sem eru hornsteinn
lýðræðislegs þjóðfélags .
Þegar Evrópusambandið kom ein hverju