Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 51

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 51
 Þjóðmál HAUST 2010 49 blekkingar og græðgi um útrásina og þá sem að henni stóðu . Stjórnendur bankanna og ýmsir pólitíkusar voru einatt í sama báti og „víkingarnir“ eins og upplýst hefur verið . En neglan hefur verið tekin úr þessu rekaldi, enda er það sokkið! Guði sé lof, þótt reikningurinn jaðri við gjaldþrot! 6 . Nú er sýnt að Samfylkingin ætlar að keyra aðildina að ESB í gegn þrátt fyrir 70% andstöðu þjóðarinnar, samþykkt ir landsfundar Sjálfstæðisflokks og and stöðu fulltrúaráðsfundar Vinstri grænna . Forysta Sjálfstæðisflokks ætlaði á landsfundi að skýla sér bak við veikara orðalag en grasrót in vildi, en þá tóku fulltrúarnir til sinna ráða og sömdu harðorða ályktun þess efnis að aðild ar- umsókn að ESB yrði þegar í stað dreg in til baka og var hún samþykkt . Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei ver- ið einnar stefnu flokkur og grasrótin ævin lega ráðið miklu um stefnuna . Sjálf- stæðisflokkurinn er fremur bandalag ólíkra sjónarmiða sem rætur eiga í lýðræðislegu, borgaralegu samfélagi en einslitur stjórnmálaflokkur og hefur oft komið til mikilla átaka í flokknum eins og kunnugt er . Flokkurinn er stofnaður úr mörgum brotum og það eru því margir þræðir í þeim vefnaði . Kvótakerfið hefur svo dæmi sé tekið valdið miklum deilum sem reynt hefur verið að finna lausn á, án úrsagna úr flokknum . VG sendi ESB-vandamálið til sérstakrar nefnd ar innan flokksins og þá auðvitað til að halda lífi í ríkisstjórninni . En vilji grasrótarinnar í flokknum er augljós og á það mun reyna, þegar stefnan verður loks tekin gegn aðild og slaknar á foringja holl- ustunni . Samkvæmt þessu er komin upp svipuð staða og var í sjálfstæðisbaráttunni þegar jafn aðarmenn vildu fara svokallaða lög- skiln aðarleið vegna hernáms Danmerkur, en sjálfstæðismenn og sósíalistar hraðskiln- að ar leiðina sem varð ofaná . Uppúr því var stjórn ar samstarf þeirra eðlileg þróun 1944, en þá var Nýsköpunarstjórnin mynduð með aðild Alþýðuflokks . Ólafur Thors var fors ætisráðherra og stefnan einkum fólgin í því að tryggja sjálfstæði og öryggi Íslands og hefja nýsköpun atvinnulífs . Nú kallar landið á svipaða stefnu eftir niðurlæginguna . Það hefur verið sagt að ríkis stjórn- arflokkarnir hafi stagað í verstu götin, og þá einnig með aðstoð stjórnarandstöðunnar, en mörg vond göt eru enn óstöguð og vafalaust sum þau verstu . Í þau verður ekki stagað með núverandi stefnu, heldur nýsköpun sem nær að rótum sjálfsbjargarviðleitni einstaklingsins . Hún ein getur leyst þau öfl úr læðingi sem geta reist landið, en hún er ekki fólgin í því að afhenda glæframönnum gjaldþrotafyrirtæki aftur eins og Arion- banki hefur verið að dútla við bak við tjöldin . Sjómaðurinn Jón Ragnar Ríkarðsson segir í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu 2 . júlí 2010 að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið stofnaður „til að berjast fyrir og varð- veita sjálfstæði Íslands“ . Jafnrétti hafi verið inngróið í stefnuna frá upphafi og ekki þurft að miklast af því . Ég hef átt samtöl við marga sjómenn um dagana og veit þeir kunna öðrum betur á kompásinn . Þannig var þessi litla grein holl áminning í tvísýnum veðrum gjörspilltra tíma, þegar reynt er að kalla Sjálfstæðisflokkinn til allrar ábyrgðar og knésetja einstaklinginn undir ríkisforsjá Mammons, í stað þess að lyfta undir lítil fyrirtæki sem eru hornsteinn lýðræðislegs þjóðfélags . Þegar Evrópusambandið kom ein hverju
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.